Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað þýðir orðið hrakvirði í bókhaldsmáli?

Gylfi Magnússon

Hrakvirði fjármuna er sú fjárhæð sem fæst við sölu þeirra þegar fyrirtæki hyggst hætta að nota þá. Það getur verið núll eða ekkert ef ekki stendur til að selja fjármunina.

Í bókhaldi er afskriftastofn fjármuna kostnaðarverð að frádregnu hrakvirði þeirra í lok áætlaðs nýtingartíma. Sem dæmi mætti nefna leigubíl sem keyptur er á 3 milljónir króna. Til stendur að nota hann sem leigubíl í 5 ár. Þá er áætlað að hann verði ónothæfur sem leigubíll en hægt að selja hann sem einkabíl á 500.000 krónur. 500.000 krónur eru þá hrakvirði bílsins og afskriftastofninn er 2,5 milljónir króna, munurinn á kostnaðarverði og hrakvirði.

Samkvæmt skattalögum er afskriftastofn fjármuna þó kostnaðarverð, án tillits til hrakvirðis, í þessu tilfelli því þrjár milljónir.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Höfundur

Gylfi Magnússon

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

28.5.2002

Spyrjandi

Þórður Jóhannsson

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Hvað þýðir orðið hrakvirði í bókhaldsmáli?“ Vísindavefurinn, 28. maí 2002, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2430.

Gylfi Magnússon. (2002, 28. maí). Hvað þýðir orðið hrakvirði í bókhaldsmáli? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2430

Gylfi Magnússon. „Hvað þýðir orðið hrakvirði í bókhaldsmáli?“ Vísindavefurinn. 28. maí. 2002. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2430>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað þýðir orðið hrakvirði í bókhaldsmáli?
Hrakvirði fjármuna er sú fjárhæð sem fæst við sölu þeirra þegar fyrirtæki hyggst hætta að nota þá. Það getur verið núll eða ekkert ef ekki stendur til að selja fjármunina.

Í bókhaldi er afskriftastofn fjármuna kostnaðarverð að frádregnu hrakvirði þeirra í lok áætlaðs nýtingartíma. Sem dæmi mætti nefna leigubíl sem keyptur er á 3 milljónir króna. Til stendur að nota hann sem leigubíl í 5 ár. Þá er áætlað að hann verði ónothæfur sem leigubíll en hægt að selja hann sem einkabíl á 500.000 krónur. 500.000 krónur eru þá hrakvirði bílsins og afskriftastofninn er 2,5 milljónir króna, munurinn á kostnaðarverði og hrakvirði.

Samkvæmt skattalögum er afskriftastofn fjármuna þó kostnaðarverð, án tillits til hrakvirðis, í þessu tilfelli því þrjár milljónir.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:...