Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvenær gæti Indland orðið fjölmennara en Kína?

EDS

Svokallaðar mannfjöldaspár eða fólksfjöldaspár (e. population projections) eru notaðar til þess að spá fyrir um hversu margir koma til með að lifa á jörðinni allri í framtíðinni, en einnig í hverri heimsálfu fyrir sig, í einstökum löndum, skilgreindum landsvæðum og borgum. Um mannfjöldaspár er fjallað í svari við spurningunni Hvað munu margir búa á jörðinni árið 2050? En 2010? og er lesendum bent á að kynna sér það svar.

Árið 2017 eru jarðarbúar 7,6 milljarðar. Um 19% þeirra eru Kínverjar en 18% Indverjar.

Í mannfjöldaspá Sameinuðu þjóðanna sem gefin var út júní 2017 er gengið út frá því að Kínverjar séu um 1,4 milljarðar það ár og Indverjar rúmir 1,3 milljarðar. Reiknað er með að það taki Indland um það bil sjö ár að verða fjölmennara ríki en Kína og það geti því gerst á árinu 2024. Miðað við þær forsendur sem gengið er út frá þá mun mannfjöldi í Kína standa nokkuð í stað allan þriðja áratug 21. aldarinnar. Eftir það er því spáð að Kínverjum fari að fækka þannig að í lok aldarinnar muni þeir verða rétt rúmlega 1 milljarður, svipaður fjöldi og um og upp úr 1980.

Fólki mun hins vegar fjölga á Indlandi allt fram að 2060 og ekki fara fækkandi fyrr en um eða eftir 2070. Spáin gerir ráð fyrir að flestir munu Indverjar verða tæplega 1,7 milljarðar en í lok 21 aldarinnar er líklegt að þeir verði rétt rúmur 1,5 milljarðar.

Mannfjöldaþróun í Kína og á Indlandi 1950-2100 samkvæmt tölum frá Sameinuðu þjóðunum. Gert er ráð fyrir að Indverjar verði fjölmennari en Kínverjar í kringum 2024.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Útgáfudagur

18.8.2017

Spyrjandi

Björn Gústav Jónsson

Tilvísun

EDS. „Hvenær gæti Indland orðið fjölmennara en Kína?“ Vísindavefurinn, 18. ágúst 2017, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=74172.

EDS. (2017, 18. ágúst). Hvenær gæti Indland orðið fjölmennara en Kína? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=74172

EDS. „Hvenær gæti Indland orðið fjölmennara en Kína?“ Vísindavefurinn. 18. ágú. 2017. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=74172>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvenær gæti Indland orðið fjölmennara en Kína?
Svokallaðar mannfjöldaspár eða fólksfjöldaspár (e. population projections) eru notaðar til þess að spá fyrir um hversu margir koma til með að lifa á jörðinni allri í framtíðinni, en einnig í hverri heimsálfu fyrir sig, í einstökum löndum, skilgreindum landsvæðum og borgum. Um mannfjöldaspár er fjallað í svari við spurningunni Hvað munu margir búa á jörðinni árið 2050? En 2010? og er lesendum bent á að kynna sér það svar.

Árið 2017 eru jarðarbúar 7,6 milljarðar. Um 19% þeirra eru Kínverjar en 18% Indverjar.

Í mannfjöldaspá Sameinuðu þjóðanna sem gefin var út júní 2017 er gengið út frá því að Kínverjar séu um 1,4 milljarðar það ár og Indverjar rúmir 1,3 milljarðar. Reiknað er með að það taki Indland um það bil sjö ár að verða fjölmennara ríki en Kína og það geti því gerst á árinu 2024. Miðað við þær forsendur sem gengið er út frá þá mun mannfjöldi í Kína standa nokkuð í stað allan þriðja áratug 21. aldarinnar. Eftir það er því spáð að Kínverjum fari að fækka þannig að í lok aldarinnar muni þeir verða rétt rúmlega 1 milljarður, svipaður fjöldi og um og upp úr 1980.

Fólki mun hins vegar fjölga á Indlandi allt fram að 2060 og ekki fara fækkandi fyrr en um eða eftir 2070. Spáin gerir ráð fyrir að flestir munu Indverjar verða tæplega 1,7 milljarðar en í lok 21 aldarinnar er líklegt að þeir verði rétt rúmur 1,5 milljarðar.

Mannfjöldaþróun í Kína og á Indlandi 1950-2100 samkvæmt tölum frá Sameinuðu þjóðunum. Gert er ráð fyrir að Indverjar verði fjölmennari en Kínverjar í kringum 2024.

Heimildir og myndir:

...