Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 892 svör fundust
Geta karlmenn komist í kynni við fullnægingar kvenna?
Besta leiðin fyrir karlmann til að komast í kynni við fullnægingar kvenna er að stunda kynlíf með konu. Þannig getur karlmaðurinn orðið vitni að fullnægingu konunnar og jafnframt aðstoðað hana við að komast í það ástand. Þetta hafa margir karlmenn gert með góðum árangri, og láta vel af. Líklega á spyrjandi þó v...
Hver er munurinn á heila karla og kvenna?
Karlar og konur eru ólík á ýmsan hátt, bæði í útliti og hegðun. Þar sem öll hegðun er afleiðing af virkni taugakerfisins hlýtur ólík hegðun kynjanna að eiga sér rætur í ólíkri gerð og starfsemi heila karla og kvenna. Rannsóknir hafa sýnt fram á að slíkur munur er til staðar þótt ekki sé enn að fullu ljóst hvað vel...
Af hverju stækka brjóst kvenna snemma á meðgöngunni?
Það eru kynhormón sem valda breytingum á líkama konunnar á meðgöngu og undirbúa hann fyrir fæðingu og mjólkurmyndun að fæðingu lokinni. Mjólkurmyndandi einingar brjóstanna, svokallaðar kirtilblöðrur (e. alveoli) stækka fyrir áhrif meðgönguhormónsins prógesteróns. Kirtilblöðrurnar líkjast vínberjaklösum, þar sem...
Hvað hefur vísindamaðurinn Geir Gunnlaugsson rannsakað?
Geir Gunnlaugsson er prófessor í hnattrænni heilsu við Félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands. Rannsóknaráherslur hans falla undir fræðasvið barnalækninga, lýðheilsu og hnattrænnar heilsu. Viðfangsefni rannsókna hans eru meðal annars brjóstagjöf, barnadauði, ofbeldi gegn börnum, mislingar, kólera, ebóla og he...
Hver eru kynjahlutföll í greinum innan Háskóla Íslands?
Samkvæmt nýjum tölum úr nemendaskrá Háskóla Íslands (haust 2002) eru stúdentar við skólann 7.135 talsins og þar af eru konur 4.450 eða 62,4% nemenda. Árið 1987 urðu konur í fyrsta skipti fjölmennari en karlar í hópi innritaðra stúdenta við Háskóla Íslands og hafa þær síðan verið meirihluti nemenda. Frá árinu 1...
Hvað var Kvennalistinn og hvaða áhrif hafði hann á samfélagið?
Kvennaframboð (1982-1986) og Kvennalisti (1983-1999) Kvennaframboð og Kvennalisti voru kvennahreyfingar sem vildu vinna að bættri stöðu kvenna. Þær vildu breyta hugarfari og gildismati í samfélaginu, þær vildu gera konur sýnilegar, koma fleiri konum til valda og vera þar sem ráðum var ráðið. Þær vildu óhefðbund...
Er femínismi það sama og kvenfrelsi?
Hugtökin femínismi og kvenfrelsi hafa frá upphafi kvennahreyfingarinnar verið tengd hvort öðru. Femínismi er hugsjón um það samfélagslega réttlæti sem felst í jafnrétti kynjanna. Krafan um kvenfrelsi hefur gjarnan verið miðuð við það félagslega frelsi sem karlar hafa yfir að ráða. Hugtökin eru þannig bæði háð því ...
Hvar eru rauðhærðir algengastir?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Í hvaða landi eða landsvæði eru rauðhærðir algengastir? Hvar er Ísland í röðinni hvað varðar hlutfall rauðhærðra? Er hægt að sjá með DNA-rannsókn hvaðan rauðhærðir Íslendingar koma? Rautt hár er algengast meðal Vesturlandabúa, en nær óþekkt hjá upprunalegum ættbálkum Afríku, A...
Hvað er femínismi og hver er líkleg ástæða til fordóma karla gagnvart femínistum?
Að vera kona er að ganga í of litlum skóm. Að vera femínisti er að skilja ástæðuna fyrir því og fræða aðra um að það eru ekki fæturnir sem eru of stórir heldur skórnir sem eru of litlir" (Píkutorfan, bls. 90).Ekkert einhlítt svar er til við því hvað femínismi er en þessi einfalda skilgreining ungrar stúlku í Píkut...
Af hverju eru afbrot kvenna sjaldgæfari en afbrot karla?
Ef opinberar afbrotafræðiskýrslur eru skoðaðar kemur í ljós að konur fremja að jafnaði ekki nema um 10-20% af öllum afbrotum, en hlutfallið er reyndar svolítið breytilegt eftir brotaflokkum. Hvers vegna er tíðnin lægri? Margar kenningar hafa verið settar fram til að skýra hvers vegna konur fremja síður glæpi en ka...
Hvers konar glæpi fremja konur? Er það rétt að konur beiti maka sína stundum ofbeldi?
Konur fremja að jafnaði ekki nema um 10-20 prósent af öllum afbrotum þegar skoðaðar eru opinberar afbrotaskýrslur. Hlutfallið er þó breytilegt eftir brotaflokkum. Afbrot kvenna tengjast yfirleitt minniháttar auðgunarbrotum einsog hnupli, þjófnaði, skjalafalsi eða svokölluðum afbrotum án þolenda (e. victimless ...
Hvaða klaustur voru á Íslandi á miðöldum?
Í kaþólskum sið voru níu klaustur starfrækt hér á landi, tvö fyrir nunnur og sjö fyrir munka. Nunnuklaustrin voru Kirkjubæjarklaustur í Skaftafellssýslu, stofnað 1186 af Þorláki helga Skálholtsbiskupi, og Reynistaðarklaustur í Skagafirði, stofnað 1295 af Jörundi Hólabiskupi og hefðarkonunni Hallberu Þorsteinsdóttu...
Hvenær fóru konur að erfa til jafns við karla?
Sé litið til fornra hátta á vestrænu menningarsvæði í víðum skilningi birtast tvær leiðir við skiptingu arfs eftir kynjum. Í Gamla testamentinu er gert ráð fyrir því að synir erfi á undan dætrum, enda segir Drottinn í 4. Mósebók: En til Ísraelsmanna skalt þú mæla þessum orðum: Nú deyr maður og á ekki son, skul...
Af hverju fá konur lægri laun en karlar?
Einföld túlkun á forsendu spurningarinnar er að laun allra kvenna séu lægri en laun allra karla. Þannig er það ekki. Auðvelt er að finna dæmi um konur sem eru með hærri laun en þorri karla, óháð því hver starfsvettvangur viðkomandi er. Tekjuhæsta kona á tekjulista Stundarinnar árið 2022 er með 845 milljónir í árs...
Er einhver munur á réttindum kvenna á Íslandi og í Bandaríkjum?
Það er að vissu leyti flókið að bera saman réttindi kvenna á Íslandi og í Bandaríkjunum, einkum vegna þess að Bandaríkin eru sambandsríki þar sem fjöldi sjálfstæðra ríkja setur lög á sínu yfirráðasvæði. Það hefur í för með sér að konur (og aðrir hópar) njóta ólíkra réttinda eftir því hvar þær eru búsettar. Á Íslan...