Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 928 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Getiði sýnt mér hvernig regla Þalesar er notuð í stærðfræði?

Þales frá Míletos (fæddur um 625 f.Kr.) var einn af frumkvöðlum forngrískrar heimspeki. Lítið er vitað um ævi hans, en nokkuð er þó fjallað um hann í svari Geirs Þ. Þórarinssonar við spurningunni Hvenær varð grísk heimspeki til? Þalesi er eignuð uppgötvun á eftirfarandi reglu: Horn sem er innritað í hálfhrin...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Af hverju eru bara tólf mánuðir í árinu?

Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum:Hvaða ár er í Kína og af hverju eru þeir ekki með sama tímatal og við? Garðar JónssonAf hverju er ekki 13 mánuðir í ári, það myndi passa akkúrat? Ingibjörg SigfúsdóttirAf hverju eru í árinu 12 mánuðir, 56 vikur og 356 dagar? Víkingur FjalarHvenær eru áramót hjá þeim se...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver er munurinn á kyrrahafsrostungi og atlantshafsrostungi?

Rostungum norðurhjarans er skipt upp í tvær landfræðilega aðskildar deilitegundir: atlantshafsrostunginn (Odobenus rosmarus rosmarus) og kyrrahafsrostunginn (Odobenus rosmarus divergens). Sáralítill munur er á þeim í útliti en kyrrahafsrostungurinn er örlítið þyngri að meðaltali. Karldýr rostunga verða um 3...

category-iconStærðfræði

Hvað er tvíliðustuðullinn C(n,k) og hvers vegna er fjöldi tvíundastrengja af lengd n með k ása einmitt C(n,k)?

Formlega er tvíliðustuðullinn $C(n,k)$ skilgreindur sem fjöldi $k$ staka hlutmengja í $n$ staka mengi. Óformlega þýðir þetta að $C(n,k)$ er fjöldi möguleika á að velja $k$ hluti úr safni af $n$ hlutum, þar sem ekki skiptir máli í hvaða röð þessir $k$ hlutir eru valdir. Ef til dæmis velja á $5$ einstaklinga úr $10$...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað eru til margar tegundir af bakteríum á jörðinni?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hvað eru til margar tegundir af bakteríum á jörðinni og hve margar af þeim finnast á Íslandi? Hverjar eru stærstar og hverjar eru minnstar?Orðið baktería er á íslensku aðallega notað um þá gerla sem valda sjúkdómum en í þessu svari verður gerð grein fyrir þekktum fjölda gerl...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvaða fiskur er skyldastur hornsílum?

Hornsíli (Gasterosteus aculeatus) teljast til hornsílaættar (Gasterosteidae). Innan þeirrar ættar eru tegundir sem lifa í ferskvatni, í sjó eða bæði í ferskvatni og sjó. Í Norður-Atlantshafi þekkjast fimm tegundir, þar af eru þrjár í Norðaustur-Atlantshafi, en aðeins ein þeirra lifir í vötnum hér á landi, það er h...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað kæmist mikið hraun fyrir í Reyðarfirði ef Hólmatindur færi að gjósa?

Það gæti reynst þrautin þyngri að ákvarða hve mikið hraun kæmist fyrir innan Reyðarfjarðar. Hins vegar er lítið mál að gera slíkt ef teningur er búinn til úr öllu hrauninu þar sem botnflötur hans væri ferkílómetrafjöldi Reyðarfjarðar og hæðin væri fyrirfram ákveðin. Til vinstri má sjá Hólmatind.Flestir eiga ekki ...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað étur hnúfubakur?

Aðalfæða hnúfubaks (Megaptera novaeangliae) er ljósáta og ýmsir smáfiskar eins og síld og loðna. Hann er 12 til 19 metrar á lengd og 25 til 48 tonn. Hnúfubakur er skíðishvalur sem þýðir að í staðin fyrir tennur hefur hann nokkurs konar skíði í kjaftinum sem verka eins og sía þegar hann aflar sér fæðu. Hnúfubakur h...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða dýr hafa lengstu klærnar?

Að öllum líkindum hafa bjarndýr og letidýr lengstu klær sem þekktar eru meðal núlifandi dýra. Letidýr af ættkvíslinni Bradypus sem lifa á Amazon-svæðunum, eru með gríðarlega langar klær. Lengdin hefur mælst 8 - 12 cm hjá fullorðnum dýrum. Bjarndýr eru einnig með mjög langar klær eða allt að 7,5 cm. Klær af þeir...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver er minnsti snákurinn?

Fjöldi mjög smárra snákategunda er til í heiminum. Aðallega eru þetta tegundir innan frumstæðra ætta svo sem blindorma (Leptotyphlopidae), Anomalepidae og yrmlinga (Typhlopidae), en innan þessara ætta eru um 300 tegundir. Snákar sem tilheyra þessum ættum verða vart meira en 30 cm á lengd. Rákadútla (Leptotyphlops...

category-iconMálvísindi: almennt

Er vitað hvaðan enska orðtakið „the whole nine yards“ er komið?

Orðatiltækið „the whole nine yards” mun vera bandarískt að uppruna og hefur verið notað frá miðjum 7. áratug 20. aldar. Merking þess er „allt”, „allt saman” eða „allt heila klabbið.” Uppruni orðatiltækisins er óþekktur þótt ekki vanti getgáturnar um hann. Margar tilraunir hafa verið gerðar til að varpa ljósi ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um skötur?

Hér við land finnast nokkrar tegundir af ættbálki skatna (Hypotremata). Má þar helst nefna tindaskötuna (Raja radiata) sem kunnari er undir heitinu tindabikkja. Aðrar tegundir eru til dæmis skjótta skata (Raja Hyperborea), skata (Raja batis), hvítaskata (Raja lintea) og maríuskata (Bathyraja spinicauda). Skötur...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru til margar tegundir af músum?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvað eru til margar tegundir af mýslum/músum? Ég veit um hagamús, stökkmús og húsamús en eru til fleiri? Mýs tilheyra músaætt (Muridae). Innan músaættarinnar eru þekktar yfir 700 tegundir smávaxinna nagdýra. Þetta er tegundaauðugasta ætt spendýra en um 12% allra spendýra tilheyr...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getur leifturhnýðir eignast marga kálfa?

Leifturhnýðir eða leiftur (Lagenorhynchus acutus) eins og hann er oft nefndur er meðalstór höfrungategund sem lifir undan ströndum Íslands. Leifturhnýðir er náskyldur hnýðingum (Lagenorhynchus albirostris) sem finnast einnig hér við land. Fullorðin kaldýr eru um 2,60 metrar á lengd og kvendýrin örlítið minni. Dýri...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru til risakanínur? Hvaða kanínutegund er stærst?

Tuttugu og átta tegundir kanína eru þekktar í heiminum í dag og tilheyra þær ættinni Leporidea ásamt hérum. Stærsta villta kanínutegundin er norður-amerísk mýrarkanína af tegundinni Sylvilagus aquaticus. Hún getur orðið 53 cm á lengd og vegið nærri 3 kg. Ræktaðar kanínur eða heimiliskanínur geta þó orði...

Fleiri niðurstöður