Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 208 svör fundust

category-iconUnga fólkið svarar

Hvenær verður næsti tunglmyrkvi á Íslandi?

Tunglmyrkvi á sér stað þegar tunglið gengur inn í skugga jarðar á sama tíma og jörðin er stödd á milli sólar og tungls. Þessi niðurröðun þýðir að tunglmyrkvi getur aðeins orðið þegar tunglið er fullt. Tunglmyrkvi á sér þó ekki stað í hverjum mánuði því brautarplan tunglsins og brautarplan jarðar eru ekki samsíða. ...

category-iconLífvísindi: almennt

Er það mögulegt að Ísland verði einn daginn allt gróðri vaxið?

Margir þættir hafa áhrif á gróðurfarsskilyrði og þar með gróðurhulu á landinu. Þættir sem hafa neikvæð áhrif á gróðurfarsskilyrði eru meðal annars i) áföll af völdum eldgosa og jökulhlaupa; ii) slæm loftslagsskilyrði til fjalla auk þess sem úrkoma er sums staðar nokkuð takmarkandi; iii) sandur og sandfok á auðnum ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig er hægt að finna út hvað jörðin er þung?

Í Alfræði Menningarsjóðs: Stjörnufræði eftir Þorstein Sæmundsson (Reykjavík 1972) segir svo um massa stjarna: Massa (efnismagn) þeirra reikistjarna, sem hafa tungl, er tiltölulega auðvelt að finna með því að mæla umferðartíma einhvers tunglsins og meðalfjarlægð þess frá móðurhnettinum og beita síðan þriðja lö...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Er sólin stærri en tunglið?

Sólin er mun stærri en tunglið en þrátt fyrir það virðast sól og tungl oft vera jafnstór. Til dæmis getur orðið sólmyrkvi þegar tunglið gengur á milli jarðar og sólar en til þess að almyrkvi á sól verði þarf tunglið að ganga alveg fyrir sólina. Þannig sýnist okkur sól og tungl vera um það bil jafnstór þegar við ho...

category-iconBókmenntir og listir

Af hverju er talað um að tunglið sé úr osti?

Sennilegustu skýringuna er að finna í ásýnd tunglsins. Fullt tunglið með gígum sínum er ekki ósvipað holóttum, kringlóttum osti. Kyrrláta kvöldstund, endur fyrir löngu, hefur einhver starað á tunglið og hugsað með sér: „Þetta er nú bara eins og ostur” og svo bent fleirum á þetta. Hitt er svo ekki ósennilegra að fl...

category-iconFélagsvísindi

Má búast við því að Netið breyti eðli og verðgildi peninga og annarra fjármuna? Gæti aðgengi manna, til dæmis fátækra þjóða, að peningum aukist með tilkomu Netsins?

Margt bendir til þess að aukin útbreiðsla og notkun Netsins eigi eftir að hafa margvísleg áhrif á viðskipti og sum þeirra býsna róttæk. Ein áhrifin verða trúlega þau að notkun peninga í þeirri mynd sem við þekkjum þá, sem seðla og mynt, muni minnka og jafnvel leggjast af. Í stað þeirra komi innstæður á margs konar...

category-iconVeðurfræði

Hvar snjóar mest hér á landi?

Hér er einnig svar við spurningunni: Hver er mesta snjódýpt sem mælst hefur á Íslandi og hvar? Á Íslandi snjóar mest í suðurhlíðum Mýrdalsjökuls, á Öræfajökli og sunnan til á Vatnajökli. Snjókomutíðni er mjög háð hæð yfir sjó og hitafari. Snjór er mun meiri og þrálátari á hálendi en láglendi. Ísland í vetrarbún...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Er það stjarnfræðileg tilviljun að fullt tungl og sól líta út fyrir að vera jafnstór?

Þrátt fyrir að gríðarlegur stærðarmunur sé á sólinni og tunglinu spanna þau nánast jafnstór horn á himninum eða um hálfa gráðu. Eftir því sem best er vitað er hér einungis um tilviljun að ræða. Til að reikna hornspönn hlutar á himninum má nota eftirfarandi formúlu:a = (57,3 * D) / dþar sem a stendur fyrir horns...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað hafa margir farið í geimferðir?

Þegar þetta er skrifað, í lok árs 2010, hafa 517 manns farið út í geiminn, 463 karlar og 54 konur. Þetta fólk er af 38 þjóðernum, langflestir frá Bandaríkjunum eða 334. Sovétmenn sendu 72 út í geiminn og eftir fall þeirra hafa Rússar og önnur fyrrverandi ríki Sovétríkjanna átt 35 geimfara. Fyrsti maðurinn til...

category-iconFöstudagssvar

Af hverju blaktir bandaríski fáninn á myndinni af Apollo 11 á tunglinu 1969?

Þessa spurningu mætti ef til vill skilja sem svo að spyrjandi vilji vita af hverju það sé bandaríski fáninn sem blaktir þarna en ekki eitthvað annað. En við gerum ráð fyrir að spyrjandi sé allvel að sér, meðal annars eftir að hafa kynnt sér ýmsa hluti á Vísindavefnum. Hann viti þess vegna að á tunglinu er ekkert l...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver er mesti hraði sem manneskja hefur náð á hvernig farartæki sem er?

Mesti hraði sem mannað farartæki hefur náð er tæplega 40.000 kílómetrar á klukkustund (km/klst). Það gerðist á sjöunda og áttunda áratugnum þegar stjórnför Apolló-geimflauganna voru á leið til jarðar. Mestum hraða náði stjórnfar frá Apolló 10 eða um 39.740 km/klst. Sennilegt er að rússneskar geimflaugar hafa ein...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver tók myndina af Neil Armstrong þegar hann tók fyrstu skrefin á tunglinu?

Þessi spurning kemur oft upp þegar fólk byrjar að efast um að NASA hafi farið til tunglsins. Margir samsæriskenningasmiðir hafa notað þetta sem vísbendingu um að fyrsta tunglferðin hafi jafnvel öll verið fölsuð í myndveri. En eins og svo oft áður byggja þeir rök sín á mjög ótraustum grunni og þegar allt kemur til ...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Af hverju eru tungl alltaf kölluð luna og er orðið lunatic eitthvað skylt því?

Orðið luna merkir á latínu tungl. Rómverjar töldu að tunglið væri gyðja sem nefndist Luna (á íslensku Lúna). Hún samsvaraði grísku tunglgyðjunni Selenu en virðist þó hafa gegnt veigaminna hlutverki hjá Rómverjum en Selena hjá Grikkjum. Lúnu var tileinkað hof á Aventínusarhæð í Róm við hliðina á hofi Díönu, sem síð...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Er rafmagn á tunglinu og er hægt að nota tölvu þar?

Á tunglinu er rafmagn, ef stuðst er við þá skilgreiningu að rafmagn sé „hvers konar fyrirbæri sem tengist rafhleðslum og hreyfingum þeirra“, eins og hægt er að lesa um í svari við spurningunni Hvað er rafmagn? Í venjulegu efni eru nær eingöngu þrjár tegundir einda, rafeindir sem eru neikvætt hlaðnar, róteindir ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna sjást engar stjörnur á myndunum af Neil Armstrong á tunglinu?

Þegar maður skoðar ljósmyndir af geimförunum sem lentu á tunglinu rekst maður fljótt á undarlega staðreynd: Þrátt fyrir að geimurinn sé fullur af stjörnum þá sést engin þeirra á neinni myndanna. Þetta fyrirbæri hefur lengi vakið athygli og sumir aðilar hafa jafnvel gengið svo langt að halda því fram að þetta sanni...

Fleiri niðurstöður