Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 178 svör fundust
Hvar eru Svörtuloft?
Örnefnið Svörtuloft er að minnsta kosti á 14 stöðum á landinu. Hér verður minnst á sjö þeirra staða. Þekktustu Svörtuloft eru sjávarhamrar, um fjögurra km langir, suður frá Öndverðarnesi, vestast á Snæfellsnesi. Hamrarnir eru hrikalegir tilsýndar og kolsvartir eins og nafnið ber með sér. Þorvaldur Thoroddsen ge...
Hvaða rannsóknir hefur Helga Kress stundað?
Helga Kress er prófessor emeritus í bókmenntafræði við hugvísindadeild Háskóla Íslands. Rannsóknasvið hennar er íslensk bókmenntasaga og íslensk bókmenntahefð að fornu og nýju frá kvenna- og kynjafræðilegu sjónarhorni. Hún er brautryðjandi í femínískum bókmenntarannsóknum hér á landi og einn af okkar mikilvirkustu...
Hvaða bókmenntaþýðingar eru til eftir Sveinbjörn Egilsson?
Sveinbjörn Egilsson er hvað frægastur fyrir þýðingar sínar á Ilíonskviðu og Odysseifskviðu Hómers – hina fyrrnefndu þýddi hann bæði í bundnu og óbundnu máli – en þetta var engan veginn eina framlag hans til íslenskra þýðinga á forngrískum verkum. Hann þýddi einnig: Nokkur lýrísk kvæði eftir Saffó, Anakreon, Þe...
Hver var Edward W. Said og hvert var hans framlag til vísinda og fræða?
Edward W. Said var palestínsk-amerískur bókmenntafræðingur, kunnastur fyrir orðræðugreiningu sína á textum og myndmáli Vesturlandabúa um Austurlönd og Austurlandabúa. Í þekktustu bók sinni Orientalism sýndi hann fram á tengsl nútíma Austurlandafræða við heimsvaldastefnu og viðvarandi hugmynda um framandleika hins ...
Hver var Peter Hallberg og hvert var framlag hans til norrænna fræða og nútímabókmennta?
Árið 1974 voru fimm einstaklingar útnefndir heiðursdoktorar við Háskóla Íslands af Heimspekideild. Þetta voru annars vegar tveir af fremstu skáldum þjóðarinnar, þeir Þórbergur Þórðarson og Gunnar Gunnarsson, og hins vegar þrír merkir bókmenntafræðingar, þeir Jón Helgason, Einar Ól. Sveinsson og Peter Hallberg. Sá ...
Getur maður einhvern tímann orðið fullmenntaður?
Það er ekki hægt að gefa eitt ákveðið svar við þessari spurningu því orðið fullmenntaður er hægt að skilja á fleiri en einn veg. Hér eru þrjú af mörgum mögulegum svörum við spurningunni. 1. Fullmenntaður getur merkt að maður hafi næga menntun í einhverju fagi eða námsgrein til að hann geti gengist undir lokapró...
Er vitað hvers vegna svo kallað déjà vu á sér stað?
Déjà vu er upprunalega franska og merkir bókstaflega 'þegar séð'. Í flestum sálfræðihandbókum er lítið sem ekkert fjallað um fyrirbærið og helst virðist vera byggt á bók Graham Reed, The Psychology of Anomalous Experience: A Cognitive Approach, Hutchinson University Library, London, 1972. Déjà vu nefnist það þe...
Af hverju var bannað að borða hrossakjöt hér áður fyrr?
Um aldir var það almennt viðhorf í íslensku samfélagi að algjört bann væri við því að leggja sér hrossakjöt til munns. Þetta bann var tengt túlkun á Biblíunni, sem fól í sér að einungis mætti borða kjöt af klaufdýrum. Bannið við hrossakjötsáti var fornt en neysla þess var meðal annars notuð til að greina á milli h...
Hversu margir voru vegnir á Sturlungaöld?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Sturlungaöld er oft lýst sem einu ofbeldisfyllsta tímabili Íslandssögunnar. Eru til heimildir um hversu margir voru vegnir á Sturlungaöld? Nokkuð hefur verið á reiki hvaða tímabil falli innan marka Sturlungaaldar. Hún hefur verið talin hefjast um miðja 12. öld, um 1200,...
Hvað er dyngjugos?
Dyngjur eru sérstök gerð af eldstöðvum sem í fyrstu atrennu eru skilgreindar með útliti sínu – hringlaga skildir með gíg á toppi. Frægust þeirra er Skjaldbreiður, „Ógna skjöldur bungubreiður / ber með sóma réttnefnið“ með orðum Jónasar Hallgrímssonar í kvæðinu Skjaldbreiður. Myndun þeirra hér á landi hefur ver...
Hvenær fór Jón Árnason að safna þjóðsögum?
Jón Árnason (1819-1888) þjóðsagnasafnari segir frá því í endurminningum sínum að hann hafi snemma haft áhuga á að heyra sögur og enginn sem gisti á Hofi, æskuheimili hans, slapp við að segja honum þær, jafnvel þó að drengurinn yrði svo lafhræddur að hann varð að biðja móður sína að halda utan um sig í rúminu. ...
Hvað getið þið sagt mér um Einar Ólaf Sveinsson og framlag hans til íslenskra fræða?
Einar Ólafur Sveinsson var meðal afkastamestu og virtustu fræðimanna á sviði íslenskra fræða um miðbik 20. aldar. Hann var þjóðkunnur maður á Íslandi fyrir ritstörf sín og lestur fornsagna í Ríkisútvarpinu, en flutti einnig fjölda fyrirlestra við háskóla víða um heim. Enn er mikið vitnað til verka hans meðal íslen...
Hvað er hugmyndafræði?
Hugtakið hugmyndafræði er frá því um 1800 og merkti upphaflega heildstæða lýsingu á samfélaginu ásamt hugmyndum um hvernig skyldi breyta því til hins betra. Merking orðsins hefur víkkað síðan og það færst nær því að merkja hvern þann hugsunarhátt sem einkennir einhvern hóp eða menningarsamfélag. Enn er orðið þó sé...
Hvert er hlutverk Öryggisnefndar ríkisins?
Hér er einnig svarað spurningum sama efnis frá Eiði Alfreðssyni og Arnþóri Reynissyni. Eftir mikla leit í frumskógi reglugerða og laga í íslenskri stjórnsýslu fannst einungis á einum stað eitthvað sem gæti talist vera Öryggisnefnd ríkisins. Það er í lögum nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnus...
Hvaða heimspekingur sagði að við getum ekki stigið tvisvar í sama lækinn?
Þessi heimspekingur hét Herakleitos eða Heraklítos og var frá borginni Efesos á vesturströnd Litlu-Asíu, skammt norðan við Míletos sem var mikil miðstöð mannlífs og fræða á þessum tíma. Efesos kemur talsvert við sögu í Nýja testamentinu og er núna fjölsóttur ferðamannastaður því að fornar leifar hennar hafa varðve...