Hér er einnig svarað spurningum sama efnis frá Eiði Alfreðssyni og Arnþóri Reynissyni.Eftir mikla leit í frumskógi reglugerða og laga í íslenskri stjórnsýslu fannst einungis á einum stað eitthvað sem gæti talist vera Öryggisnefnd ríkisins. Það er í lögum nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Í III. kafla þessara laga er fjallað um öryggisnefndir sérgreina og er það nánar útlistað í 11. gr. laganna að setja megi á fót svokallaðar öryggisnefndir í sérgreinum, sem í sitja fulltrúar atvinnurekenda og starfsmanna, til að vinna að lausn vandamála, er varða aðbúnað, hollustuhætti og öryggi innan hverrar sérgreinar. Slíkar öryggisnefndir geta skipt miklu máli þegar Vinnueftirlit ríkisins setur reglur innan ákveðinnar sérgreinar. Ef öryggisnefnd er starfandi á viðkomandi starfssviði er Vinnueftirlitinu skylt að leita álits hennar áður en það setur reglur á sviðinu. Öryggisnefnd starfsgreinar getur átt rétt á að koma fram með marktækar tillögur til úrbóta á starfssviði sínu ef hún telur að þeirra sé þörf. Ef ekki eru öryggisnefndir á viðkomandi sviði er setning öryggisreglna í höndum Vinnueftirlits ríkisins.
Hvert er hlutverk Öryggisnefndar ríkisins?
Útgáfudagur
11.4.2001
Spyrjandi
Sigurður Magnússon
Tilvísun
Magnús Viðar Skúlason. „Hvert er hlutverk Öryggisnefndar ríkisins?“ Vísindavefurinn, 11. apríl 2001, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1496.
Magnús Viðar Skúlason. (2001, 11. apríl). Hvert er hlutverk Öryggisnefndar ríkisins? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1496
Magnús Viðar Skúlason. „Hvert er hlutverk Öryggisnefndar ríkisins?“ Vísindavefurinn. 11. apr. 2001. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1496>.