Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2369 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Lifa snákar í vatni?

Já, til eru um 50 snákategundir sem lifa í vatni. Þessar tegundir eru eitraðar og nota beittar tennurnar til að sprauta eitrinu í bráð sína. Helsta fæða þeirra er álar og aðrir mjóir fiskar. Sjávarsnákar eru gjarnan um einn til einn og hálfur metri að lengd, nokkuð líkir þeim landsnákum sem við þekkjum en hafa þó ...

category-iconFöstudagssvar

Ef svartur köttur gengur fram hjá manni, þá boðar það ógæfu. Ef hann gengur aftur til baka, hverfur þá ógæfan eða tvöfaldast hún?

Vísindavefurinn gekkst fyrir viðamikilli rannsókn á þessu efni í samvinnu við Kattavinafélagið. Viðföngum rannsóknarinnar var skipt í fjóra hópa og hver hópur var látinn gangast undir eina af eftirfarandi tilraunum: Svartur köttur látinn ganga í veg fyrir viðfang. Svartur köttur látinn ganga í veg fyrir viðf...

category-iconFélagsvísindi

Hvað eyðir meðalmaður miklum pening í matvörur á ári?

Eftir því sem næst verður komist vörðu Íslendingar um 64 milljörðum króna í kaup á matvörum árið 2002. Þann 1. desember það ár voru Íslendingar 288 þúsund svo að hver og einn keypti matvörur fyrir um 222 þúsund krónur að meðaltali. Að auki keyptu landsmenn óáfenga drykki fyrir tæpa tólf milljarða og áfenga drykki ...

category-iconLandafræði

Er hægt að labba upp á topp á Drangajökli?

Hæsta bunga Drangajökuls kallast Jökulbunga, 925 metra yfir sjávarmáli. Hægt er að velja um nokkrar leiðir upp á jökulinn og að Jökulbungu eins og lesa má um í ferðalýsingum Gísla Hjartarsonar leiðsögumanns á Ísafirði sem finna má á fréttavefnum bb.is. Einn möguleiki er að hefja gönguna í Kaldalóni við Ísafj...

category-iconStærðfræði

Hvernig er hægt að telja upp að endalausu?

Til þess að telja upp að endalausu þarf maður annað hvort að telja óendanlega hratt eða óendanlega lengi. Því miður er hvorugt á mannlegu valdi. Hér á eftir fylgir þó smá hugleiðing hvernig hægt er að framkvæma þetta. Hafa ber í huga að þetta er eingöngu til gamans gert. Ef við viljum telja upp að endalausu...

category-iconHugvísindi

Hvað gerðist á uppstigningardaginn?

Uppstigningardagur er einn af helgidögum þjóðkirkjunnar og er jafnframt einn af 15 lögbundnum frídögum almanaksársins. Uppstigningardagur er fimmtudagurinn fjörtíu dögum eftir páska og ber því upp á tímabilinu 30. apríl til 4. júní. Á uppstigningardag er himnafarar Jesú Krists minnst. Samkvæmt ritningum Nýja...

category-iconStærðfræði

Hversu miklar líkur eru á að þessari spurningu verði svarað rétt? A: 25%, B: 50%, C: 75%, D: 25%

Þessi spurning er ein þeirra fjölmörgu sem skýtur annað slagið upp kollinum í netheimum og víðar og virðast til þess fallnar að valda þrætum. Hún birtist líka í öðrum myndum, til dæmis þar sem svarmöguleikarnir eru gefnir sem 25%, 50%, 0% og 25%. Ef til vill er sú mynd jafnvel áhugaverðari en hún verður skoðuð neð...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Af hverju fáum við út 364 daga í hverju ári en ekki 365 ef við margföldum 7 (daga í viku) * 52 (vikur í ári)?

Upphafleg spurning var: Okkur er kennt að það séu 365 dagar í einu ári, jafnframt að það séu 52 vikur í einu ári og 7 dagar í vikunni! Ef við margföldum 7*52 fáum við út 364. Hvernig stendur á þessum mismun? Eins og fjallað er um í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Er hægt að finna út hvort tilteki...

category-iconGátur og heilabrot

Gáta: Hvers vegna breytist hlutfall karla og kvenna ekki við lagasetningu soldánsins?

Vinur okkar soldáninn glímir enn við erfið vandamál. Helsti ráðgjafi hans segir honum að setja þurfi lög til að stýra hlutfalli karla og kvenna hjá þjóðinni. Þar sem um það bil jafnmargir piltar og stúlkur fæðast sé orðið vandasamt fyrir efnilega menn, að eignast hæfilega stórt kvennabúr. Þrátt fyrir að soldáni...

category-iconHugvísindi

Hverjir ástunda vúdú og hvaða hlutir eru notaðir við trúarathafnir?

Vúdú (voodoo, vodou, voudou) er algengasta heitið á trúarbrögðum sem mikill meirihluti íbúa á Haítí aðhyllist að einhverju marki. Hlutfallið er 80-90% samkvæmt sumum heimildum. Haítímenn sem hafa sest að í Norður-Ameríku og afkomendur þeirra ástunda einnig vúdú. Sumir fræðimenn meta það svo að vúdú hafi hnignað á ...

category-iconHugvísindi

Hvers virði var gamli ríkisdalurinn í íslenskum krónum? – Var munur á íslenskum og dönskum ríkisdal?

Árið 1875 var komið á laggirnar samnorrænu myntbandalagi. Norrænu ríkin þrjú, Danmörk, Noregur og Svíþjóð, ákváðu að hafa sameiginlega mynt, krónuna, sem að sjálfsögðu var jafnverðmikil í öllum þessum þrem löndum myntbandalagsins. Það hélst óbreytt fram að heimstyrjöldinni fyrri, 1914-1918. Fyrir myntbreytingun...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver eru fylgitungl Neptúnusar?

Umhverfis Neptúnus ganga að minnsta kosti 11 tungl. Þrjú þeirra er tiltölulega nýbúið að uppgötva og hafa þau því þegar þetta er skrifað (júlí 2003) enn ekki fengið venjulegt heiti. Heiti tungla Neptúnusar eru fengin úr grísku/rómversku goðafræðinni en nánari skýringar á nöfnunum fylgja umfjöllun um hvert tungl. ...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvað er einelti?

Hér er einnig svarað spurningunni:Hver er munurinn á einelti og stríðni? Einelti er ofbeldi þar sem einn eða fleiri ráðast að einum og beita hann ofbeldi yfir lengri tíma. Rannsóknir á einelti hófust að einhverju ráði fyrir rúmlega 30 árum og hafa fjölmargar skilgreiningar á einelti komið fram síðan. Allar eiga...

category-iconBókmenntir og listir

Hver skrifaði Kóraninn?

Múslímar telja að Kóraninn hafi vitrast Múhameð spámanni smám saman á 20 ára tímabili. Þá var Múhameð í leiðslu og Gabríel erkiengill birtist honum og opinberaði honum textann sem síðar varð að Kóraninum. Þegar Múhameð vaknaði úr leiðslunni fór hann með orðin sem honum höfðu vitrast. Sumir lærðu þau utanbókar e...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er eitthvað hægt að segja um það hvert óalgengasta mannsnafnið á Íslandi sé?

Ekki er nokkur leið að segja til um hvaða nafn er óalgengast hérlendis né annars staðar. Í febrúar 2018, kom út á vegum Hagstofu Íslands bæklingurinn Hagtíðindi sem hafði yfirskriftina Mannanöfn og nafngiftir á Íslandi. Þar kemur fram að um 80% nafngifta byggjast á rúmlega 200 nöfnum. 20% nota þá önnur nöfn og í a...

Fleiri niðurstöður