Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 7946 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er þetta kruss í þvers og kruss?

Orðasambandið þvers og kruss merkir ‛í allar áttir; út um allt, fram og aftur’. Orðið þvers er notað á sama hátt og þvert og þversum. Kruss er dregið af sögninni krusa eða krussa sem í sjómannamáli er notuð um að sigla skáhallt gegn vindi (á vígsl á báða bóga) en er einnig notuð um að fara krákustíg, ste...

category-iconStærðfræði

Hvernig er hægt að reikna líkurnar á að samliggjandi tölur komi upp úr lottóútdrætti?

Líkurnar á að tvær eða fleiri samliggjandi tölur komi upp úr lottóútdrætti eru 42,71%, eins og sagt er frá í svari sama höfundar við spurningunni Hvers vegna finnst mér oftar en ekki þegar dregið er í lottó að samliggjandi tölur komi upp úr drættinum? Hér verður sýnt hvernig hægt er að reikna þessar líkur. Tekið s...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýða nöfnin Karen Ýr, Árný Yrsa og Finnur?

Nafnið Karen er talið vera dregið af nafninu Katarina eins og nafnið Katrín. Það var snemma tengt við grískt orð sem merkir 'hreinn'. Nafnið Ýr er skylt nafnorðinu úr sem merkir 'úruxi'. Nafnið Árný er samsett úr Ár- sem tengist nafnorðinu ár í merkingunni 'góðæri, ársæld' og -ný sem er kvenkyn lýsingarorðsi...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir orðið epískur sem heyrist nú oft og tíðum og hvaðan er það upprunnið?

Orðið epískur merkir ‛sögulegur, með sögulegu efni’ og er notað um ljóð og annan skáldskap. Það er þekkt í málinu frá því á fyrri hluta 19. aldar og er fengið að láni úr dönsku episk í sömu merkingu. Orðið er ættað úr grísku epikós ‛sögulegur’ sem dregið er af nafnorðinu épos ‛hetjukvæði, söguljó...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvers vegna stífna vöðvar upp við áreynslu og hvað er hægt að gera til að koma í veg fyrir það?

Stutta svarið er að þetta stafar oftast af þreytu en einnig getur orsökin verið aukin taugavirkni. Hyggileg þjálfun, góð næring og vatnsdrykkja getur dregið verulega úr þessum einkennum og jafnvel eytt þeim alveg. Ýmsar orsakir geta verið fyrir því að vöðvi stífni við áreynslu og raunar er mismunandi hvaða mer...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Ég fann ögn loðið skordýr í hveitipoka, getið þið sagt mér hvað dýrið heitir?

Upprunlega spurningin hljóðaði svo:Þegar ég var við brauðbakstur í sumarbústaðnum fann ég lítið sníkjudýr í hveitipokanum. Skordýrið er á stærð við hrísgrjón eða um 0,5-1,0 cm. Það hefur margar fætur og er ögn loðið. Örmjó hár koma svo framan og aftan úr dýrinu, sem er með ljósbrúna skel og gæti líkst pínulítilli ...

category-iconLandafræði

Hvaðan kemur nafngiftin Bíldudalur?

Nafnið Bíldudalur er ekki til í fornritum en Bíldudalseyri er þekkt úr Grímsstaðannál um atburði árið 1579 (Annálar 1400-1800 III:463-464. Reykjavík 1933). Orðið bílda getur merkt ‘drafna í andliti’ og eins ‘ær með andlitsdröfnu’ og er til sem ærnafn en ekki er líklegt að það hafi gefið dalnum nafnið. Bíld...

category-iconFélagsvísindi

Get ég stofnað fyrirtæki um reksturinn á mínu eigin heimili og dregið kostnaðinn frá skatti?

Það kann að vera freistandi að líta á heimili sem fyrirtæki og draga rekstrarkostnaðinn frá tekjum en það er þó ekki hægt. Skýringin er einföld: Þegar tekjuskattsstofn er reiknaður má einungis draga rekstrarkostnað frá tekjum fyrirtækja. Rekstrarkostnaður er skilgreindur sem þau gjöld sem eiga að ganga t...

category-iconNæringarfræði

Af hverju þyrstir okkur í sætindi, og af hverju finnast okkur þau góð?

Við mannfólkið skynjum ferns konar bragð með tungunni, sætt, salt, súrt og beiskt, og fæðumst með þann eiginleika að þykja sætt bragð gott, beiskt og súrt vont en erum hlutlaus eða með einhvern áhuga á salti. Þetta mótast síðan enn frekar af reynslu okkar og verður til þess að okkur langar eða langar ekki í hinar ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er bakborði til vinstri og stjórnborði til hægri í flugvélum eins og í skipum, þó að flugstjórinn sé til vinstri?

Í söfnum Orðabókar Háskólans eru engin dæmi um notkun orðanna bakborði/stjórnborði í flugvélum. Við höfðum því samband við tvo reynda flugmenn sem sögðu okkur að slík notkun tíðkaðist ekki í flugmáli. Þess má geta að orðið stjórnborði er upphaflega dregið af því að stýrið var hægra megin á skipum en bakborði af...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða búr er í Búrfelli?

Forliður nafnsins Búrfell er líklega dreginn af hinum fornu útibúrum, sem stóðu ein sér og í voru geymd matvæli, dýrir munir og svo framvegis. Þau gátu staðið nokkuð frá jörð svo að skepnur kæmust ekki í þau. Búrfell standa oft stök og skera sig úr að lögun, og minna sum þeirra á hús. Forliður nafnsins Búr...

category-iconLífvísindi: almennt

Hverjir eru kostir og gallar lúpínu sem landgræðsluplöntu?

Kostir lúpínu sem landgræðsluplöntu eru einkum þeir að hún bindur fljótt örfoka land og hefur þá eiginleika eins og aðrar belgjurtir að mynda sambýli með örverum og getur þannig unnið köfnunarefni úr andrúmsloftinu. Lúpínan dreifir sér fljótt með fræi sem er kostur í landgræðslu en getur aftur verið ókostur í öðru...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er misseri?

Orðið misseri merkir einfaldlega hálft ár eða sex mánuðir en er stundum notað um skemmri tímabil sem markast af árstíðunum. Kennsluári í háskóla er til dæmis skipt í tvö misseri, haustmisseri og vormisseri. Víða erlendis skiptist háskólaárið í tvö semester. Það orð er dregið af latneska orðinu 'semestris' sem e...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hversu mörg kjarnorkuvopn hafa verið búin til?

Upphafleg spurning hljóðaði svona: Hversu margar kjarnorkusprengjur hafa verið búnar til? Ómögulegt er að gefa upp nákvæma tölu yfir þær kjarnorkusprengjur sem búnar hafa verið til. Töluverð leyndarhyggja hefur ríkt um kjarnorkubirgðir ríkja en þó hafa Bandaríkin, Rússland, Bretland og Frakkland, að hluta til ...

category-iconHugvísindi

Hvers vegna heita þær ljósmæður?

Hér er einnig svarað spurningu Loga Helgusonar: Hver er uppruni orðsins ljósmóðir? Orðið ljósmóðir er gamalt í málinu. Elsta dæmi Orðabókar Háskólans er í Guðbrandsbiblíu sem gefin var út árið 1584. Þar segir í Fyrstu Mósebók (35.17): Og sem hun þiakadist meir og meir a Sængarførunne / sagde Liosmodurin til hen...

Fleiri niðurstöður