Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna heita þær ljósmæður?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hér er einnig svarað spurningu Loga Helgusonar:

  • Hver er uppruni orðsins ljósmóðir?

Orðið ljósmóðir er gamalt í málinu. Elsta dæmi Orðabókar Háskólans er í Guðbrandsbiblíu sem gefin var út árið 1584. Þar segir í Fyrstu Mósebók (35.17):

Og sem hun þiakadist meir og meir a Sængarførunne / sagde Liosmodurin til hennar ... (1981: Og er hún kom svo hart niður í barnsburðinum, sagði ljósmóðirin við hana: ... .

Sama orð er notað í færeysku ljósmóðir, í nýnorsku ljosmor og í sænskum mállýskum ljosmor eða ljusmor.


Rómverska gyðjan Lûcîna.

Líklegast er talið að uppruna orðsins megi rekja til rómverska gyðjuheitisins Lûcîna. Þessi gyðja hjálpaði konum við fæðingu, dró úr sársauka og sá til þess að allt færi vel. Nafn gyðjunnar er dregið af latneska orðinu lux ‘ljós’, í eignarfalli lûcis, að viðbættu viðskeytinu -îna sem notað var til að búa til kvenmannsnafn eins og vel þekkist í íslensku (Jón–Jónína). Merkingin er þá eiginlega ‘kona ljóssins’ og vísar til þess að ljósmóðirin hjálpar til að koma börnum úr móðurkviði út í ljósið.

Mynd: www.goddesmyths.com

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

17.3.2005

Spyrjandi

Sigrún Bragadóttir, Logi Helguson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvers vegna heita þær ljósmæður?“ Vísindavefurinn, 17. mars 2005, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4841.

Guðrún Kvaran. (2005, 17. mars). Hvers vegna heita þær ljósmæður? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4841

Guðrún Kvaran. „Hvers vegna heita þær ljósmæður?“ Vísindavefurinn. 17. mar. 2005. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4841>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna heita þær ljósmæður?

Hér er einnig svarað spurningu Loga Helgusonar:

  • Hver er uppruni orðsins ljósmóðir?

Orðið ljósmóðir er gamalt í málinu. Elsta dæmi Orðabókar Háskólans er í Guðbrandsbiblíu sem gefin var út árið 1584. Þar segir í Fyrstu Mósebók (35.17):

Og sem hun þiakadist meir og meir a Sængarførunne / sagde Liosmodurin til hennar ... (1981: Og er hún kom svo hart niður í barnsburðinum, sagði ljósmóðirin við hana: ... .

Sama orð er notað í færeysku ljósmóðir, í nýnorsku ljosmor og í sænskum mállýskum ljosmor eða ljusmor.


Rómverska gyðjan Lûcîna.

Líklegast er talið að uppruna orðsins megi rekja til rómverska gyðjuheitisins Lûcîna. Þessi gyðja hjálpaði konum við fæðingu, dró úr sársauka og sá til þess að allt færi vel. Nafn gyðjunnar er dregið af latneska orðinu lux ‘ljós’, í eignarfalli lûcis, að viðbættu viðskeytinu -îna sem notað var til að búa til kvenmannsnafn eins og vel þekkist í íslensku (Jón–Jónína). Merkingin er þá eiginlega ‘kona ljóssins’ og vísar til þess að ljósmóðirin hjálpar til að koma börnum úr móðurkviði út í ljósið.

Mynd: www.goddesmyths.com...