Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 551 svör fundust

category-iconNæringarfræði

Er hægt að þeyta rjóma sem hefur verið frystur?

Þeytirjómi samanstendur aðallega af vatni og að minnsta kosti 36% fitu en þar er einnig er að finna smávegis prótín (2,2%), mjólkursykur/kolvetni (2,9%), vítamín og steinefni. Mjólkurfitan er að megninu til blanda af þríglýseríðum (e. triglyceride) og er þau að finna í fitukúlum (e. fat globules) sem eru umluktar ...

category-iconVísindavefurinn

Hvers vegna eruð þið svona lengi að svara sumum spurningum?

Þetta er eðlileg spurning sem hefur komið fram áður. Svör Vísindavefsins eiga að segja heila hugsun og eru yfirleitt frá hálfri síðu upp í tvær venjulegar blaðsíður að lengd. Þau þurfa að standast fræðilegar kröfur og vera á góðu máli, en allt kostar þetta tíma. Auk þess tekur oft tíma að finna mann til að svara. ...

category-iconVísindavefur

Hverjir byggðu píramídana og hversu gamlir eru þeir?

Píramídi í Giza í Norður-Egyptalandi. Píramídar hafa fundist í Mið- og Suður-Ameríku, Súdan, Eþíópíu, Grikklandi, Kýpur, Ítalíu, Indlandi, Tælandi og á nokkrum eyjum í Kyrrahafi. Frægustu píramídarnir eru þó í Giza í Norður-Egyptalandi (sjá mynd). Þeir eru meðal sjö undra veraldar og voru reistir á árunum 2575-2...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru til margir kondórar í heiminum?

Tvær tegundir kondóra eru þekktar í heiminum, þær er að finna í Suður- og Norður-Ameríku. Um er að ræða kaliforníukondórinn (Gymnogyps californianus) og andeskondórinn (Vultur gryphus) en hann er sérlega stór, með 3,5 metra vænghaf og 12 kg að þyngd. Báðar þessar tegundir eru í mikilli útrýmingarhættu. Kaliforn...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaðan koma tildrur sem heimsækja Ísland og hvert eru þær að fara?

Tildra (Arenaria interpres) er svokallaður umferðarfugl hér á landi, með öðrum orðum, heimsókn tegundarinnar til Íslands er nokkurs konar millilending. Á vorin er hún á leið á varpsvæðin og á haustin til vetrarstöðvanna. Tildrur koma hingað í tugþúsunda tali og halda til í fáeina daga eða vikur og byggja upp orku...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hversu langt eru Voyager-gervitunglin komin út í geiminn?

Voyager-geimförin lögðu af stað frá jörðu árið 1977. Þau voru hönnuð til að kanna Júpíter og Satúrnus og áttu að endast í 5 ár. Hjá Satúrnusi var Voyager I sveigt út úr sléttu sólkerfisins svo að hægt væri að ná betri myndum af Títan, einu af tunglum Satúrnusar. Voyager II hélt hins vegar áfram ferð sinni milli re...

category-iconLæknisfræði

Hvað reykja margir á Íslandi?

Um langt skeið hafa verið framkvæmdar kannanir til þess að fylgjast með reykingum Íslendinga, og hafa þær verið þrjár til fjórar á ári. Fyrst var það Tóbaksvarnarráð sem stóð fyrir þessum könnunum, þá Lýðheilsustöð og nú Embætti landlæknis. Í könnununum er spurt hversu margir reykja daglega, hversu margir reykja s...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Af hverju gerðist Miklihvellur ("big bang") út úr engu?

Í fyrsta lagi þá er ekki vitað hvort Miklihvellur hafi gerst "út úr engu". Í raun er ekki víst að við fáum nokkurn tíman svar við þeirri spurningu. Vitað er í dag að alheimurinn er að þenjast út og frá þeirri vitneskju koma hinar viðteknu hugmyndir um Miklahvell. En ef við gerum ráð fyrir að Miklihvellur hafi ...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Eru geimverur með stóran og grænan haus?

Við þekkjum, að minnsta kosti enn sem komið er, aðeins þær „geimverur“ sem byggja jörðina, það er að segja allar lífverurnar hér á jörðinni. Einungis fáar þeirra eru með stóran og grænan haus. Við getum vissulega vel hugsað okkur að til séu geimverur utan jarðar, það er að segja lifandi verur á reikistjörnu ei...

category-iconVerkfræði og tækni

Af hverju er oft sagt að Rómverjar hafi unnið ýmis verkfræðiafrek?

Svarið er einfalt, það er vegna þess að mörg af mannvirkjum þeirra geta vart talist annað en verkfræðiafrek, ekki síst þegar haft er í huga að Rómverjar bjuggu ekki yfir sömu tækni og við: engir byggingarkranar, engar jarðýtur eða aðrar vinnuvélar og þar fram eftir götunum. Samt gátu þeir reist stórfengleg mannvir...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað hefur vísindamaðurinn Viðar Guðmundsson rannsakað?

Viðar Guðmundsson er prófessor í eðlisfræði við Háskóla Íslands. Hann lauk B.Sc.-gráðu frá Háskóla Íslands 1978, M.Sc.-gráðu frá Háskólanum í Alberta í Kanada 1980, og Ph.D.-gráðu frá sama skóla 1985. Viðar vann við rannsóknir á Max Planck-stofnuninni í Stuttgart í 3 ár áður en hann tók við rannsóknastöðu við Raun...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað er hellenismi og á hvaða tímabili var hann í mannkynssögunni?

Hugtakið hellenismi er notað sem samheiti yfir menningu þeirra ríkja sem urðu til úr heimsveldi Alexanders mikla. Helleníski tíminn nær frá dauða Alexanders fram að innlimum Egyptalands í Rómveldi eða frá 323 f. Kr. til ársins 30. f. Kr. Hellenismi var samruni margskonar menningarhefða þar á meðal frá Grikklandi o...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Er hægt að senda geimskutlu með nokkrum fjölskyldum til að kanna líf úti í geimnum?

Upphaflega spurningin var sem hér segir:Væri möguleiki á því að byggja stóra geimskutlu sem gæti ferðast endalaust um himingeiminn með nokkrar fjölskyldur um borð sem gætu rannsakað líf í öðrum sólkerfum?Það sem kemur öðru fremur í veg fyrir slíkt eru hinar gríðarlegu fjarlægðir í geimnum. Nálægasta stjarna við ok...

category-iconHugvísindi

Hvar á Austurlandi kom fyrst upp vísir að ferðamannaiðnaði?

Greiðasala í sveitum á Austurlandi Eftir því sem ég kemst næst er það á Egilsstöðum á Völlum. Upphafsmaður þess var Jón Bergsson. Sá hann það þegar árið 1889 að þarna yrðu vegamót og kom á fót greiðasölu. Frá Egilsstöðum.Þegar hann seldi syni sínum, Sveini Jónssyni, jörðina gerði hann það með því skilyrði að þ...

category-iconUnga fólkið svarar

Hver er höfuðborg Brasilíu?

Höfuðborg Brasilíu heitir einfaldlega Brasilía. Hún varð höfuðborg 21. apríl 1960 en áður hafði Rio de Janeiro verið höfuðborgin. Borgin Brasilía er í Sambandshéraðinu (pg. Distrido Federal) og er miðstöð stjórnsýslu landsins, auk þess sem þar er að finna erlend sendiráð. Brasilíumenn höfðu lengi haft á dagskrá...

Fleiri niðurstöður