Þegar hann seldi syni sínum, Sveini Jónssyni, jörðina gerði hann það með því skilyrði að þar yrði áfram greiðasala. Ekki gekk þrautalaust fyrir sig að koma greiðasölunni af stað. Árið 1908 reisti Jón Bergsson íbúðarhús að Egilsstöðum. Árið 1910 bað Jón um sýsluábyrgð á 1000 kr. láni til að byggja gistihús á Egilsstöðum og er því vel tekið á sýslufundi en ekki er vitað meira um niðurstöðu. Á sýslufundi 1914 er lagt fram bréf frá Jóni þar sem hann biður Múlasýslur að útvega og ábyrgjast lán til gistihússbyggingar sem var misjafnlega tekið, því að þetta þótti ekki það mikilvægt mál fyrir sýslurnar að þær gætu tekið mikla skuldbindingu á hendur vegna þess. Tillagan var felld og nefnd sett í málið sem ákvað að veita skuldbindinguna með þeim skilyrðum að Jón hefði uppbúin rúm fyrir 20 gesti og gæti gefið þeim að borða. Einnig átti hann að hafa skýli fyrir hesta jafnmarga gestum. Gjald fyrir gistingu og fleira skyldi sýslunefnd samþykkja. Þetta var samþykkt og 1914 var byggt tveggja hæða hús og gisting seld í herbergjum á efri hæð en matur seldur á þeirri neðri. Hvenær fyrst kom upp vísir að ferðamannaiðnaði í kauptúnum/kaupstöðum Austfjarða hef ég ekki skoðað.
Spyrjandi tekur fram að með orðinu „Austurland“ á hann við svæðið frá Vopnafirði til Hornafjarðar. Mynd:
- Wikimedia.com. Sótt 3.8.2010.