Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 240 svör fundust
Hvað getið þið sagt mér um hafmeyjar?
Sagnir um hafmeyjar eru gamlar og eiga meðal annars rætur í grískum goðsögum um sírenur. Sírenurnar voru raddfagrar söngmeyjar í fuglslíki að neðanverðu er seiddu til sín menn með yndisfögrum söng og drápu þá. Ýmsum sögum fer af uppruna þeirra en þeim ber þó flestum saman um að sírenurnar hafi hlotið fuglshaminn s...
Er hægt að flokka íþróttir undir menningu eða listir?
Já og nei. Orðin íþrótt og þó enn fremur menning og list hafa hvert um sig nokkrar merkingar. Orðabók Menningarsjóðs veitir þessa skýringu meðal annarra á list: 'sú íþrótt að búa til e-ð fagurt eða eftirtektarvert' og flokkar þannig list undir íþróttir í einum skilningi. Væntanlega hefur spyrjandi þó í huga ...
Eru einhverjir á lífi sem hafa latínu að móðurmáli?
Engin þjóð á latínu að móðurmáli lengur og í þeim skilningi er latínan dautt mál. Aftur á móti eru rómönsku málin, ítalska, franska, spænska, portúgalska og rúmenska, beinir afkomendur latínunnar. Meirihluti orðaforða enskunnar er einnig af latneskum og grískum rótum, enda þótt enskan sé germanskt mál. Latínan á þ...
Er hægt að skrifa í annarri persónu og hvernig myndi sá texti vera?
Þú getur að sjálfsögðu skrifað texta í annarri persónu. Þá þarft þú að fylgjast vel með því að annarrar persónu fornafnið sé notað í textanum. Gott er að þú lesir textann vel yfir eftir að þú hefur skrifað hann. Þá getur þú farið yfir textann og tryggt að önnur persónufornöfn séu ekki ráðandi í honum. Þegar þú hef...
Hvert er elsta íslenska pappírshandritið?
Elsta íslenska pappírshandritið er bréfa- og minnisbók Gissurar sem í kjölfar siðbreytingar varð biskup í Skálholti. Íslendingar fóru að nota pappír heldur síðar en aðrar þjóðir. Danir og Svíar eiga pappírshandrit frá 15. öld en á Íslandi er nokkurn veginn allt á skinni frá þeim tíma. Á síðari hluta 16. aldar þoka...
Hver var fyrsta íslenska konan sem gaf út skáldsögu?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað gerði Torfhildur skáld merkilegt? Torfhildur Hólm (1845-1918) varð fyrst íslenskra kvenna til að gefa út skáldsögu. Skáldsagan bar titilinn Brynjólfur Sveinsson biskup: Skáldsaga frá 17. öld og kom út í Reykjavík 1882. Þetta var einnig fyrsta sögulega skáldsagan í...
Hversu margir Nóbelsverðlaunahafar fæddust árið 1918?
Árið 1918 var um margt erfitt. Þetta var fjórða, en um leið seinasta árið sem heimsstyrjöldin fyrri geisaði, með öllum þeim hörmungum og mannfalli sem stríðsrekstrinum fylgdi. Heildarmannfjöldi á jörðinni árið 1918 var um 1,8 milljarðar og talið er að um 20 milljónir manna hafa dáið á fjórum árum fyrri heimsstyrja...
Hvaða rannsóknir hefur Torfi H. Tulinius stundað?
Torfi H. Tulinius er prófessor í íslenskum miðaldafræðum við Háskóla Íslands og stýrir alþjóðlegu meistaranámi í þeirri grein. Í rannsóknum sínum hefur hann fyrst og fremst fengist við íslenskar miðaldabókmenntir, einkum fornaldarsögur Norðurlanda og Íslendingasögur. Við túlkun sagnanna hefur Torfi leitast við að ...
Hver er munurinn á MA- og MSc-námi við háskóla í Bretlandi, til dæmis í kynjafræði?
Spyrjandi bætir því við að hann hafi lokið BA-gráðu í mannfræði með kynjafræði sem aukafag og sé að leita fyrir sér með meistaranám í kynjafræði í Bretlandi. MA og MSc eru tvær af þeim gráðum sem nemar í framhaldsnámi við enska háskóla geta útskrifast með. Þær eru sambærilegar, á sama stigi báðar tvær, á milli BA...
Hvert er elsta þekkta íslenska leikritið?
Elsta varðveitt leikrit sem samið er á íslensku er Sperðill eftir sr. Snorra Björnsson á Húsafelli (1710- 1803). Það birtist þó ekki á prenti fyrr en árið 1989 í bók Þórunnar Valdimarsdóttur Snorri á Húsafelli. Áhugavert er að leikritið ber keim af alþýðugamanleikjum sem rekja má aftur til miðalda og kallaðir eru ...
Hvað gerðist í fyrri heimsstyrjöldinni?
Hér er stórt spurt og ekki hlaupið að því að svara í stuttu máli. Heimsstyrjöldin fyrri var fyrst og fremst Evrópustríð og þetta voru mestu átök í sögu álfunnar. Jafnframt teygði hún anga sína víða um heim. Hátt í 70 milljónir manna voru kallaðar til vopna. Þegar upp var staðið lágu að minnsta kosti 15 milljónir í...
Voru þrælar í Róm til forna notaðir í annað en að vera skylmingaþrælar?
Rómverjar notuðu þræla til margvíslegra starfa og skylmingaþrælar voru einungis ein stétt þræla. Upphaflega voru þrælar tiltölulega fáir, þrældómur hjá Rómverjum var þá einhvers konar skuldaánauð auk þess sem foreldrar gátu selt börn sín í þrældóm til þess að losna undan skuldum. Þessu var þó takmörk sett því að í...
Hver var fyrsta íslenska skáldkonan og hvað orti hún?
Steinunn Finnsdóttir er fyrsta nafngreinda konan í íslenskri bókmenntasögu sem mikið liggur eftir af kveðskap. Lengsta samtímaheimild sem til er um hana er stuttur vitnisburður sem Brynjólfur Sveinsson gaf henni árið 1662. Eftir fimm ára dvöl í biskupsgarði fær hún þann vitnisburð að hafa „meinlausliga og lastalau...
Hver orti elstu rímurnar?
Í Flateyjarbók, sem var rituð að mestu árið 1387, er að finna elsta varðveitta rímnatextann. Það er Ólafs ríma Haraldssonar eftir Einar Gilsson lögmann á Norður- og Vesturlandi. Þar sem uppskriftin er elst varðveittra rímnatexta hefur hún verið notuð sem viðmið í umræðunni um aldur rímna enda ljóst að hún muni sjá...
Er atómljóð og prósaljóð sama fyrirbærið eða er einhver munur þar á?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hver, ef einhver, er helsti munurinn á atómljóðum annars vegar og prósaljóðum hins vegar? Í stuttu máli er helsti munurinn sá að prósaljóð er alþjóðlegt hugtak en atómljóð séríslenskt. Hugtakið prósaljóð er alþjóðlegt hugtak um skáldlegan texta sem ekki er á bundnu ...