Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hversu margir Nóbelsverðlaunahafar fæddust árið 1918?

EDS og JGÞ

Aldarafmæli sjálfstæðis og fullveldis Íslands
Árið 1918 var um margt erfitt. Þetta var fjórða, en um leið seinasta árið sem heimsstyrjöldin fyrri geisaði, með öllum þeim hörmungum og mannfalli sem stríðsrekstrinum fylgdi. Heildarmannfjöldi á jörðinni árið 1918 var um 1,8 milljarðar og talið er að um 20 milljónir manna hafa dáið á fjórum árum fyrri heimsstyrjaldarinnar eða rétt rúmlega 1%. Um 9,7 milljónir þeirra voru hermenn og rétt rúmlega 10 milljónir almennir borgarar. Yfir heiminn gekk einnig afar mannskæð farsótt árið 1918, inflúensa sem kölluð hefur verið spænska veikin. Dánartölur af völdum hennar eru mun hærri en vegna fyrri heimsstyrjaldarinnar. Talið er að um hálfur milljaður manna hafi veikst af spánsku veikinni og um 50-100 milljónir dóu af henni, eða á bilinu 3-5% af heildarmannfjölda.

En ýmislegt sem gerðist þetta ár getur líka verið gleðiefni eftir á. Árið 1918 sker sig nefnilega úr að því leyti að aldrei hafa fæðst jafn margir einstaklingar á einu ári sem seinna áttu eftir hljóta Nóbelsverðlaun, alls 22. Til samanburðar er næst fjölmennustu árgangar Nóbelsverðlaunahafa fæddir 1911 og 1940, 17 manns hvort ár.

Árið 1918 er sérstakt í sögu Nóbelsverðlaunanna að því leyti að aldrei hafa fleiri fæðst á einu ári sem áttu eftir að hljóta verðlaunin. Á súluritinu sést fjöldi verðlaunahafa sem fæddust ár hvert frá 1897 til 1956. Á engu ári þar á undan fæddust 10 eða fleiri Nóbelsverðlaunahafar og enn sem komið er hefur enginn árgangur eftir 1948 átt fleiri en 10 verðlaunahafa (hvað sem síðar verður).

Í árgangi 1918 eru sjö verðlaunahafar í efnafræði (þar af fékk einn verðlaunin tvisvar), sex í eðlisfræði, fjórir í lífeðlis- og læknisfræði, tveir í hagfræði, tveir friðarverðlaunahafar og einn sem hlaut verðlaun fyrir bókmenntir. Eins og við er að búast er mikill kynjahalli í hópnum og þar finnst aðeins ein kona.

NafnVerðlaunÁr
Aleksandr Solzhenitsynbókmenntir1970
Arthur Kornberg lífeðlis- og læknisfræði1959
Bertram N. Brockhouse eðlisfræði1994
Derek H. R. Barton efnafræði1969
Edward B. Lewis lífeðlis- og læknisfræði1995
Edwin G. Krebs lífeðlis- og læknisfræði1992
Ernst Otto Fischer efnafræði1973
Franco Modigliani hagfræði1985
Frederick Reines eðlisfræði1995
Frederick Sanger efnafræði1958 og 1980
Gertrude B. Elion lífeðlis- og læknisfræði1988
James Tobin hagfræði1981
Jens C. Skou efnafræði1997
Jerome Karle efnafræði1985
Julian Schwinger eðlisfræði1965
Kai M. Siegbahn eðlisfræði1981
Kenichi Fukui efnafræði1981
Sir Martin Ryle eðlisfræði1974
Mohamed Anwar al-Sadat friðarverðlaun1978
Nelson Mandela friðarverðlaun1999
Paul D. Boyer efnafræði1997
Richard P. Feynman eðlisfræði1965

Bandaríski eðlisfræðingurinn Richard P. Feynman er einn þeirra 22 Nóbelsverðlaunahafa sem fæddust árið 1918.

Höfundar þessa svars treysta sér ekki til að útskýra þessa staðreynd nema á þann hátt að um eðlilega tilviljun sé að ræða, af því tagi sem oft má sjá í slíkum fyrirbærum. En lesendur sem hafa áhuga á að kynna sér sögu ársins 1918 og áranna þar um kring hafa eflaust áhuga á þessari staðreynd.

Heimildir:

Myndir:

Spurningu Rögnu er hér svarað að hluta.

Höfundar

Útgáfudagur

1.2.2018

Síðast uppfært

24.4.2018

Spyrjandi

Ragna Guðmundsdóttir, ritstjórn

Tilvísun

EDS og JGÞ. „Hversu margir Nóbelsverðlaunahafar fæddust árið 1918?“ Vísindavefurinn, 1. febrúar 2018, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=75135.

EDS og JGÞ. (2018, 1. febrúar). Hversu margir Nóbelsverðlaunahafar fæddust árið 1918? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=75135

EDS og JGÞ. „Hversu margir Nóbelsverðlaunahafar fæddust árið 1918?“ Vísindavefurinn. 1. feb. 2018. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=75135>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hversu margir Nóbelsverðlaunahafar fæddust árið 1918?
Árið 1918 var um margt erfitt. Þetta var fjórða, en um leið seinasta árið sem heimsstyrjöldin fyrri geisaði, með öllum þeim hörmungum og mannfalli sem stríðsrekstrinum fylgdi. Heildarmannfjöldi á jörðinni árið 1918 var um 1,8 milljarðar og talið er að um 20 milljónir manna hafa dáið á fjórum árum fyrri heimsstyrjaldarinnar eða rétt rúmlega 1%. Um 9,7 milljónir þeirra voru hermenn og rétt rúmlega 10 milljónir almennir borgarar. Yfir heiminn gekk einnig afar mannskæð farsótt árið 1918, inflúensa sem kölluð hefur verið spænska veikin. Dánartölur af völdum hennar eru mun hærri en vegna fyrri heimsstyrjaldarinnar. Talið er að um hálfur milljaður manna hafi veikst af spánsku veikinni og um 50-100 milljónir dóu af henni, eða á bilinu 3-5% af heildarmannfjölda.

En ýmislegt sem gerðist þetta ár getur líka verið gleðiefni eftir á. Árið 1918 sker sig nefnilega úr að því leyti að aldrei hafa fæðst jafn margir einstaklingar á einu ári sem seinna áttu eftir hljóta Nóbelsverðlaun, alls 22. Til samanburðar er næst fjölmennustu árgangar Nóbelsverðlaunahafa fæddir 1911 og 1940, 17 manns hvort ár.

Árið 1918 er sérstakt í sögu Nóbelsverðlaunanna að því leyti að aldrei hafa fleiri fæðst á einu ári sem áttu eftir að hljóta verðlaunin. Á súluritinu sést fjöldi verðlaunahafa sem fæddust ár hvert frá 1897 til 1956. Á engu ári þar á undan fæddust 10 eða fleiri Nóbelsverðlaunahafar og enn sem komið er hefur enginn árgangur eftir 1948 átt fleiri en 10 verðlaunahafa (hvað sem síðar verður).

Í árgangi 1918 eru sjö verðlaunahafar í efnafræði (þar af fékk einn verðlaunin tvisvar), sex í eðlisfræði, fjórir í lífeðlis- og læknisfræði, tveir í hagfræði, tveir friðarverðlaunahafar og einn sem hlaut verðlaun fyrir bókmenntir. Eins og við er að búast er mikill kynjahalli í hópnum og þar finnst aðeins ein kona.

NafnVerðlaunÁr
Aleksandr Solzhenitsynbókmenntir1970
Arthur Kornberg lífeðlis- og læknisfræði1959
Bertram N. Brockhouse eðlisfræði1994
Derek H. R. Barton efnafræði1969
Edward B. Lewis lífeðlis- og læknisfræði1995
Edwin G. Krebs lífeðlis- og læknisfræði1992
Ernst Otto Fischer efnafræði1973
Franco Modigliani hagfræði1985
Frederick Reines eðlisfræði1995
Frederick Sanger efnafræði1958 og 1980
Gertrude B. Elion lífeðlis- og læknisfræði1988
James Tobin hagfræði1981
Jens C. Skou efnafræði1997
Jerome Karle efnafræði1985
Julian Schwinger eðlisfræði1965
Kai M. Siegbahn eðlisfræði1981
Kenichi Fukui efnafræði1981
Sir Martin Ryle eðlisfræði1974
Mohamed Anwar al-Sadat friðarverðlaun1978
Nelson Mandela friðarverðlaun1999
Paul D. Boyer efnafræði1997
Richard P. Feynman eðlisfræði1965

Bandaríski eðlisfræðingurinn Richard P. Feynman er einn þeirra 22 Nóbelsverðlaunahafa sem fæddust árið 1918.

Höfundar þessa svars treysta sér ekki til að útskýra þessa staðreynd nema á þann hátt að um eðlilega tilviljun sé að ræða, af því tagi sem oft má sjá í slíkum fyrirbærum. En lesendur sem hafa áhuga á að kynna sér sögu ársins 1918 og áranna þar um kring hafa eflaust áhuga á þessari staðreynd.

Heimildir:

Myndir:

Spurningu Rögnu er hér svarað að hluta.

...