Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 864 svör fundust
Eru drekar til?
Drekar eins og við þekkjum þá úr þjóðsögum, ævintýrum og goðsögum eru ekki til í raunveruleikanum. Þess háttar drekar eru skáldskapur og þeir eru mjög algengir í fornum sagnaarfi og ævintýrabókum nútímans. Hægt er að lesa meira um ímyndaða dreka í svari við spurningunni Af hverju eru drekar svona algengir í „þj...
Hvað eru þekktar margar tegundir fiska í heiminum?
Í dag eru þekktar um 28.000 tegundir núlifandi fiska. Þar af telja beinfiskar um það bil 27.000 tegundir og eru því langstærsti hópurinn. Þekktar eru um 970 tegundir brjóskfiska og um það bil 108 tegundir slímála og steinsuga. Úthöfin eru hins vegar að miklu leyti ókönnuð og sífellt eru því að finnast nýjar teg...
Af hverju eru svín bleik?
Svín eru hvít að lit en vegna æðanets undir skinninu kemur fram bleikur litur á húð. Þetta líkist mjög húðlit Norður-Evrópubúa. Líkt og með húð okkar sem telst vera hvít eða öllu heldur hvítbleik þá eru hvít svín afar viðkvæm fyrir sólargeislum og baða sig því í drullu húðinni til verndar. Slíkt drullubað heldur l...
Af hverju hefur fólk mismunandi háralit?
Háralitur hagar sér í rauninni alveg eins og ýmsir aðrir eiginleikar sem ganga í erfðir, til dæmis augnlitur, blóðflokkur, augnsvipur, munnsvipur, lögun nefs, líkamsstærð, vaxtarlag og svo framvegis. Hægt er að líta svo á að spurningin sé í rauninni ein og hin sama í öllum dæmunum: Af hverju erum við ekki öll eins...
Af hverju fæðast sumir rauðhærðir og aðrir ljóshærðir, skolhærðir eða dökkhærðir?
Það eru erfðir sem stýra háralit okkar. Nokkur gen hafa áhrif á húð- og háralit og genin geta komið saman á ýmsa vegu enda er háralitur manna mjög mismunandi. Það er litarefnið melanín sem gefur hárinu lit. Tvö afbrigði eru til af því, faeómelanín (gult, rautt) og eumelanín (dökkbrúnt, svart). Í dökku hári er a...
Er hættulegt að láta braka í puttunum?
Brak í liðamótum og afleiðingar þess hefur ekki mikið verið rannsakað, en svo virðist sem það auki ekki líkurnar á liðagigt eins og gjarnan hefur verið haldið fram. Rannsóknaniðurstöður taka þó ekki af allan vafa um það mál. Það bendir hins vegar ýmislegt til þess að sé oft og mikið látið braka í liðum geti þa...
Hvernig erum við látin vita ef það kemur eldgos?
Allar nauðsynlegar tilkynningar vegna hættu- eða neyðarástands eru lesnar í útvarpi. Mönnum er bæði bent á FM-sendingar og langbylgju (LW) Ríkisútvarpsins en hún nær um allt land og miðin einnig. Hægt er að lesa meira um FM- og langbylgjusendingar í Símaskránni á blaðsíðu 12. Á heimasíðu almannavarna.is eru sér...
Hvað vaxa grenitré mikið á einu ári?
Vöxtur grenitrjáa fer bæði eftir því hvaða grenitegund á í hlut og hvernig vaxtarskilyrði trésins eru. Sólskin, rakastig, jarðvegur, rými og margt fleira getur haft áhrif á hversu hratt tré vaxa. Taka má dæmi um sitkagreni (Picea sitchensis), en það er stærsta tegund grenitrjáa og er í hópi með hraðvöxnustu tr...
Er einhver ástæða fyrir því að menn grípa um höfuðið þegar þeir lenda í vandræðum?
Við vitum ekki til þess að þetta hafi verið rannsakað neitt sérstaklega. Þó er nokkuð líklegt að þetta séu varnarviðbrögð. Þegar hætta steðjar að getur gefist vel að skýla höfðinu, til dæmis með því að bera hendurnar fyrir sig, enda er höfuðið mikilvægur líkamspartur sem ekki má verða fyrir miklu hnjaski. Ekki...
Hve margir hafa farið til tunglsins?
Alls hafa tólf menn komið til tunglsins og tíu til viðbótar komist á braut um það. Allir fóru þeir á vegum bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA. Menn stigu í fyrsta skipti á tunglið þann 20. júlí 1969 en það voru þeir Neil Armstrong og Edwin „Buzz“ Aldrin. Þeir voru í um 2 ½ klukkustund á tunglinu. Næstu...
Hvað lifir snæugla lengi?
Snæuglur (Bubo scandiacus) verða nokkuð gamlar miðað við fugla. Talið er að villtar snæuglur verði venjulega yfir 10 ára gamlar. Eins og með margar aðrar skepnur geta snæuglur í haldi manna náð hærri aldri en villtir fuglar í náttúrunni. Til eru heimildir um að snæugla í vörslu manna hafi náð 28 ára aldri. Snæ...
Hvað merkir hestafl og af hverju?
Hestafl er mælieining um afl eða afköst (e. power), skilgreind sem það afl sem þarf til að lyfta 75 kg um einn metra á sekúndu. Það er söguleg skýring á þessari mælieingu. Skoski uppfinningamaðurinn og verkfræðingurinn James Watt (1736-1819) bjó til hugtakið. Hann vann að endurbótum á gufuvélinni sem meðal a...
Hvers vegna fær maður blóðnasir?
Fyrir því geta verið nokkrar ástæður. Ein er sú að blóðþrýstingur sé hár og valdi því að æðarnar í nefinu rofna. Þetta getur gerst tímabundið hjá heilbrigðu fólki, til dæmis vegna áreynslu, en einnig gerist það hjá fólki sem þjáist af of háum blóðþrýstingi sem er býsna algengt nú á dögum. Blóðþynning, t.d. vegn...
Hvað var Jóhann risi stór í millimetrum?
Jóhann Svarfdælingur eða Jóhann Kristinn Pétursson (1913-1984) er hæsti Íslendingur sem sögur fara af. Hann mældist 2,34 m en það eru 234 cm eða 2340 mm. Um tíma var talið að Jóhann væri hæsti maður í heimi. Sá maður sem mælst hefur hæstur í heimi er hins vegar bandaríkjamaðurinn Robert Pershing Wadlow (1918-1...
Hvenær hættir að snjóa í Reykjavík?
Það hættir að snjóa í Reykjavík þegar ekki er lengur nógu kalt og rakt í háloftunum yfir okkur til að snjór geti fallið. Ástæðan fyrir því að það snjóar á veturna í Reykjavík en ekki á sumrin er sú að á veturna er loftið kalt og rakt. Stundum getur þó verið nógu kalt og rakt á sumrin til að snjói, einkum á fjöl...