Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað var Jóhann risi stór í millimetrum?

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

Jóhann Svarfdælingur eða Jóhann Kristinn Pétursson (1913-1984) er hæsti Íslendingur sem sögur fara af. Hann mældist 2,34 m en það eru 234 cm eða 2340 mm.

Um tíma var talið að Jóhann væri hæsti maður í heimi. Sá maður sem mælst hefur hæstur í heimi er hins vegar bandaríkjamaðurinn Robert Pershing Wadlow (1918-1940). Hann mældist 2,72 m skömmu áður en hann lést. Sagt er frá Wadlow þessum í svari við spurningunni Hvað er stærsti maður í heimi stór?

Ástæðan fyrir því að fólk verður svona stórt getur verið sú að heiladingullinn seytir allt of miklu vaxtarhormóni. Ef allt of lítið af vaxtarhormóni berst hins vegar út í líkamann vex einstaklingurinn ekki nóg og verður dvergur. Nánar er fjallað um þetta í svari við spurningunni Hvernig virkar vaxtarhormón?

Heimild: Jóhann Svarfdælingur á Vefsíðum Júlla. Sótt 7. 3. 2008.


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

7.3.2008

Spyrjandi

Abert, Sara, Karen, Ingi

Tilvísun

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvað var Jóhann risi stór í millimetrum?“ Vísindavefurinn, 7. mars 2008, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=7190.

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2008, 7. mars). Hvað var Jóhann risi stór í millimetrum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=7190

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvað var Jóhann risi stór í millimetrum?“ Vísindavefurinn. 7. mar. 2008. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=7190>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað var Jóhann risi stór í millimetrum?
Jóhann Svarfdælingur eða Jóhann Kristinn Pétursson (1913-1984) er hæsti Íslendingur sem sögur fara af. Hann mældist 2,34 m en það eru 234 cm eða 2340 mm.

Um tíma var talið að Jóhann væri hæsti maður í heimi. Sá maður sem mælst hefur hæstur í heimi er hins vegar bandaríkjamaðurinn Robert Pershing Wadlow (1918-1940). Hann mældist 2,72 m skömmu áður en hann lést. Sagt er frá Wadlow þessum í svari við spurningunni Hvað er stærsti maður í heimi stór?

Ástæðan fyrir því að fólk verður svona stórt getur verið sú að heiladingullinn seytir allt of miklu vaxtarhormóni. Ef allt of lítið af vaxtarhormóni berst hins vegar út í líkamann vex einstaklingurinn ekki nóg og verður dvergur. Nánar er fjallað um þetta í svari við spurningunni Hvernig virkar vaxtarhormón?

Heimild: Jóhann Svarfdælingur á Vefsíðum Júlla. Sótt 7. 3. 2008.


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....