Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Í hvaða „þaula“ er verið að spyrja?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Enn um orð sem aðeins heyrast í orðasamböndum: Hver/hvað er þessi „þaula“ sem menn spyrja stundum í? Hér er ekki einu sinni ljóst hvaða kyn þetta orð er, hvað þá fallbeyging,....ef þetta er á annað borð nafnorð yfirhöfuð!

Karlkynsorðið þauli merkir ‘eitthvað síendurtekið og ruglingslegt, bobbi, síklifun’ og beygist eftir veikri beygingu karlkynsorða. Sömu merkingu hefur einnig kvenkynsorðið þaul.

Sögnin að þaulast er notuð um að vera lengi að einhverju, þumbast við. Orðasambandið í þaula merkir ‘að gera eitthvað rækilega, í sífellu’, til dæmis spyrja einhvern í þaula, kynna sér eitthvað í þaula.

Sögnin að þaulast er notuð um að vera lengi að einhverju, þumbast við. Þaulsætinn er haft um þann sem 'situr lengi (oft til ama).

Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar (1989:1172) eru nefnd tengsl við nýnorska orðið taul ‘flón’ og sögnina tyla ‘eyða tímanum, slóra, masa’ og tyla í sænskri mállýsku í merkingunni ‘vera lengi að hafa sig að einhverju’.

Samsetningar með þaul- að fyrri lið eru allalgengar til dæmis í orðunum þaullesinn ‘mjög vel lesinn’, þaulsætinn ‘sá sem situr lengi (oft til ama)’, þaulvanur ‘mjög vanur einhverju’ og fleira.

Heimild og mynd:
  • Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík. - Orðsifjabókin er einnig aðgengileg á arnastofnun.is undir Málið.is.
  • Höfundur óþekktur. Lunch atop skyscraper. Sótt 18.03.20 af Wikimedia Commons og birt með 'Public domain' leyfinu.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

22.4.2020

Síðast uppfært

23.4.2020

Spyrjandi

Örn

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Í hvaða „þaula“ er verið að spyrja?“ Vísindavefurinn, 22. apríl 2020, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=78638.

Guðrún Kvaran. (2020, 22. apríl). Í hvaða „þaula“ er verið að spyrja? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=78638

Guðrún Kvaran. „Í hvaða „þaula“ er verið að spyrja?“ Vísindavefurinn. 22. apr. 2020. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=78638>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Í hvaða „þaula“ er verið að spyrja?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:

Enn um orð sem aðeins heyrast í orðasamböndum: Hver/hvað er þessi „þaula“ sem menn spyrja stundum í? Hér er ekki einu sinni ljóst hvaða kyn þetta orð er, hvað þá fallbeyging,....ef þetta er á annað borð nafnorð yfirhöfuð!

Karlkynsorðið þauli merkir ‘eitthvað síendurtekið og ruglingslegt, bobbi, síklifun’ og beygist eftir veikri beygingu karlkynsorða. Sömu merkingu hefur einnig kvenkynsorðið þaul.

Sögnin að þaulast er notuð um að vera lengi að einhverju, þumbast við. Orðasambandið í þaula merkir ‘að gera eitthvað rækilega, í sífellu’, til dæmis spyrja einhvern í þaula, kynna sér eitthvað í þaula.

Sögnin að þaulast er notuð um að vera lengi að einhverju, þumbast við. Þaulsætinn er haft um þann sem 'situr lengi (oft til ama).

Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar (1989:1172) eru nefnd tengsl við nýnorska orðið taul ‘flón’ og sögnina tyla ‘eyða tímanum, slóra, masa’ og tyla í sænskri mállýsku í merkingunni ‘vera lengi að hafa sig að einhverju’.

Samsetningar með þaul- að fyrri lið eru allalgengar til dæmis í orðunum þaullesinn ‘mjög vel lesinn’, þaulsætinn ‘sá sem situr lengi (oft til ama)’, þaulvanur ‘mjög vanur einhverju’ og fleira.

Heimild og mynd:
  • Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík. - Orðsifjabókin er einnig aðgengileg á arnastofnun.is undir Málið.is.
  • Höfundur óþekktur. Lunch atop skyscraper. Sótt 18.03.20 af Wikimedia Commons og birt með 'Public domain' leyfinu.
...