Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 169 svör fundust
Hvað getið þið sagt mér um guldoppótta eðlu (e. spotted yellow lizard)?
Guldoppótta eðlan (e. yellow spotted night lizard), eins og spyrjandi kýs að kalla hana á íslensku, hefur fræðiheitið Lepidophyma flavimaculatum og finnst þéttum regnskógum í Mið-Ameríku,frá Panama norður til Mexíkó. Þetta er smávaxnar eðlur sem verða ekki meira en tæpir 13 cm á lengd. Þær eru svartar að lit ...
Hvað éta hýenur?
Þrjár tegundir hýena finnast í Afríku og ein í Asíu en í þessu svari verður aðeins fjallað um fæðuöflun afrísku tegundanna. Þekktasta hýena Afríku er án efa blettahýenan (Crocuta crocuta) en hún er afar útbreidd í álfunni. Blettahýenan er rándýr en jafnframt er hún afar mikilvirk hrææta. Blettahýenur eru tækif...
Gætu snæhérar lifað á Íslandi?
Það er ágætt að byrja á því að leiðrétta algengan misskilning á nafngiftum snæhéra. Samkvæmt Dýra- og plöntuorðabók Óskars Ingimarssonar er latneskt heiti snæhérans Lepus timidus. Tegundin Lepus americanus er hins vegar oft nefnd snæheri, en samkvæmt Dýra- og plöntuorðabókinni heitir hún í raun snjóþrúguhéri eða á...
Hvað stjórnar litaskiptunum hjá rjúpunum?
Fiður er mjög mikilvægt líffæri sem einkennir fugla. Fiðrið gegnir fyrst og fremst því hlutverki að vera einangrunarlag, sem temprar líkamshitann, og er einnig mjög mikilvægt flugtæki. Auk þess er fiðrið mikilvægt vegna litar og munsturs, sem er venjulega til þess fallið að fuglinn verður minna áberandi, en er ein...
Hvernig fer laxinn að því að lifa bæði í sjó og ferskvatni?
Við höfum áður fjallað um hvað gerist ef sjávarfiskur er settur í ferskvatn, fiskurinn deyr fljótlega vegna þess að allt vökvajafnvægi raskast. Um þetta má lesa í svari við spurningunni Hvað gerist ef sjávarfiskur er settur í ferskvatn? Það er þess vegna eðlilegt að menn furði sig á því hvernig laxar fari að því a...
Af hverju er algengt að ungir krakkar á Norðurlöndum séu ljóshærðir?
Líkt og spyrjandi bendir á er ljóst hár mun algengari hárlitur hjá börnum heldur en fullorðnum. Ljóst hár er jafnframt afar sjaldgæft hjá fólki sem ekki er af evrópskum uppruna, en fjölbreytni í hárlit er mun meiri í Evrópu heldur en gengur og gerist annars staðar í heiminum. Hárlitur stafar af litarefninu mela...
Sofa rottur á nóttinni eða yfir daginn?
Öll spurningin hljóðaði svona: Sofa rottur á næturnar eða daginn. Ég þarf að fylla í rottuholu utandyra og vill ekki eiga á hættu að loka rottuna inni undir húsinu. Það er misjafnt hvenær sólahringsins dýr eru virkust. Sum athafna sig helst á nóttunni (e. nocturnal), önnur á daginn (e. diurnal) og svo eru þ...
Hvenær varð hvíti maðurinn til?
Upphaflega hljóðaði spurningin svona:Hvenær kom fram hvítur kynstofn tegundarinnar Homo sapiens og hvernig vildi það til?Einfalt og stutt svar við þessari spurningu er að erfðafræðilegur munur á hópum innan tegundarinnar Homo sapiens er óverulegur og því er enginn líffræðilegur grundvöllur fyrir skiptingu tegundar...
Af hverju eru til mýflugur og hvaða gagn gera þær?
Stutta svarið er að mýflugur eru mikilvæg fæðutegund fyrir aðrar tegundir dýra. Ef mýflugur á Íslandi hyrfu mundi líka hverfa allur fiskur úr ám og vötnum. Þótt ótrúlegt megi virðast gegna allar lífverur einhverju hlutverki hér á jörðinni. Þetta hlutverk er oft ekki augljóst fyrir okkur mennina, en í lí...
Hvernig skráir maður sjónvarpsefni í heimildaskrá?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvernig vísar maður í sjónvarpsefni í heimildum? Ég er að skrifa grein og er að vísa í þáttaröðina Rætur, sem var sýnd á RÚV. Á nokkrum vefsíðum er að finna leiðbeiningar um það hvernig eigi að vísa til sjónvarpsefnis í heimildum. Í fljótu bragði virðast slíkar uppl...
Hvernig öfluðu grameðlur sér fæðu og hvaða dýr veiddu þær?
Þótt fæðuvistfræði löngu útdauðra dýra eins og grameðlunnar (Tyrannosaurus rex) sé ekki þekkt, þykir nokkuð víst að hún hafi verið kjötæta. Lengi vel töldu menn að grameðlan hafi trónað efst á toppi fæðupíramíta risaeðla á krítartímabilinu. Stórkostleg líkamsstærð hennar og risaskoltur ollu því að engin risaeðla g...
Hvað hefur vísindamaðurinn Pétur Henry Petersen rannsakað?
Pétur Henry Petersen er dósent í taugavísindum við Læknadeild Háskóla Íslands. Taugakerfið skilgreinir okkur og sjúkdómar er tengjast því hafa áhrif á alla. Sérstaklega á það við eftir því sem við eldumst. Pétur hefur fengist við rannsóknir á tilurð, starfsemi og sjúkdómum taugakerfisins. Rannsóknir á starfsemi...
Hvað hefur vísindamaðurinn Gísli Kort Kristófersson rannsakað?
Gísli Kort Kristófersson er dósent í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri ásamt því að starfa sem sérfræðingur í geðhjúkrun. Gísli Kort gegnir einnig aðjúnktstöðum við hjúkrunarfræðideildir Háskóla Íslands og Háskólans í Minnesota. Hann er virkur í þónokkrum rannsóknarhópum, bæði alþjóðlegum og innlendum. ...
Gætu mörgæsir lifað í íslenskri náttúru?
Upprunalega spurningin var: Myndu mörgæsir geta lifað af í íslenskri náttúru ef þær yrðu fluttar inn? Mörgæsir (Spheniscidae) finnast ekki aðeins á ísbreiðunum á og við Suðurskautslandið heldur lifa nokkrar tegundir á tempruðum svæðum, svo sem meðfram ströndum Suður-Ameríku og í Afríku allt norður til Angóla. Þ...
Ef enginn er fullkomlega heilbrigður, hvernig má þá skilgreina andlegt heilbrigði?
Það er alls ekki eins einfalt að skilgreina hugtakið andlegt heilbrigði og ætla mætti. Við gefum því ekki gaum hversdagslega hvað í því felst og finnst kannski að slíkt megi sjá í hendi sér. En þegar málið er athugað nánar hefur það á sér margar hliðar og vill vefjast fyrir okkur. Við eigum jafnvel auðveldara ...