Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Gísli Kort Kristófersson rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Gísli Kort Kristófersson er dósent í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri ásamt því að starfa sem sérfræðingur í geðhjúkrun. Gísli Kort gegnir einnig aðjúnktstöðum við hjúkrunarfræðideildir Háskóla Íslands og Háskólans í Minnesota. Hann er virkur í þónokkrum rannsóknarhópum, bæði alþjóðlegum og innlendum.

Meginviðfangsefni Gísla hafa snúið að rannsóknum á núvitund, geðheilbrigði fanga og áfengis- og vímuefnanotkun íslenskra unglinga ásamt því að skrifa um samþætta nálgun í geðhjúkrun.

Meginviðfangsefni Gísla hafa snúið að rannsóknum á núvitund, geðheilbrigði fanga og áfengis- og vímuefnanotkun íslenskra unglinga ásamt því að skrifa um samþætta nálgun í geðhjúkrun.

Í doktorsnámi sínu hannaði Gísli Kort og prófaði notkun núvitundar inngrips á einstaklinga með áfengis- og vímuefnavanda og heilaskaða. Það varð upphafið á frekari rannsóknum hans á notkun núvitundar hjá ólíkum hópum. Aðlögun núvitundar að þörfum ólíkra hópa og notkun núvitundar í geðheilbrigðisþjónustunni er sérstakt áhugaefni hans.

Ein af hugsjónum Gísla er að einstaklingar með geðræna kvilla njóti sömu gæða í þjónustu og aðrir hópar notenda heilbrigðisþjónustunnar. Meðal annarra rannsóknarefna Gísla Korts er áhugi á að skilja af hverju karlar velja síður hjúkrunarfræði en konur og hvernig er hægt að stuðla að aukinni þátttöku þeirra í hjúkrunarfræði, þróun og útfærsla þverfaglegs náms innan heilbrigðisvísinda, og geðheilsa eldra fólks á landsbyggðinni, svo eitthvað sé nefnt.

Gísli Kort er fæddur árið 1978. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum við Sund 1998, útskrifaðist úr hjúkrunarfræði frá HÍ árið 2004, með meistaragráðu í geðhjúkrun frá Minnesota-háskóla 2008 og doktorsgráðu með áherslu á geðhjúkrun frá sama skóla árið 2012. Hann hefur starfað í geðheilbrigðisþjónustunni frá 2004, bæði á íslenskum og erlendum vettvangi á legudeildum fullorðinna, BUGL, og í þverfaglegum samfélagsteymum og þjónustu.

Gísli Kort er núverandi formaður deildar sérfræðinga í hjúkrun, situr í stjórn fagdeildar geðhjúkrunarfræðinga og í stjórn HORATIO, samtökum evrópskra geðhjúkrunarfræðinga. Hann hefur verið viðloðandi leiðbeiningu nema í geðhjúkrun á háskólastigi á Íslandi og síðar í Bandaríkjunum frá árinu 2004. Ásamt kennslu og fræðastörfum starfar Gísli Kort sem sérfræðingur í geðhjúkrun.

Mynd

  • Úr safni GKK.

Útgáfudagur

19.8.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Gísli Kort Kristófersson rannsakað?“ Vísindavefurinn, 19. ágúst 2018, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=76171.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 19. ágúst). Hvað hefur vísindamaðurinn Gísli Kort Kristófersson rannsakað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=76171

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Gísli Kort Kristófersson rannsakað?“ Vísindavefurinn. 19. ágú. 2018. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=76171>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Gísli Kort Kristófersson rannsakað?
Gísli Kort Kristófersson er dósent í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri ásamt því að starfa sem sérfræðingur í geðhjúkrun. Gísli Kort gegnir einnig aðjúnktstöðum við hjúkrunarfræðideildir Háskóla Íslands og Háskólans í Minnesota. Hann er virkur í þónokkrum rannsóknarhópum, bæði alþjóðlegum og innlendum.

Meginviðfangsefni Gísla hafa snúið að rannsóknum á núvitund, geðheilbrigði fanga og áfengis- og vímuefnanotkun íslenskra unglinga ásamt því að skrifa um samþætta nálgun í geðhjúkrun.

Meginviðfangsefni Gísla hafa snúið að rannsóknum á núvitund, geðheilbrigði fanga og áfengis- og vímuefnanotkun íslenskra unglinga ásamt því að skrifa um samþætta nálgun í geðhjúkrun.

Í doktorsnámi sínu hannaði Gísli Kort og prófaði notkun núvitundar inngrips á einstaklinga með áfengis- og vímuefnavanda og heilaskaða. Það varð upphafið á frekari rannsóknum hans á notkun núvitundar hjá ólíkum hópum. Aðlögun núvitundar að þörfum ólíkra hópa og notkun núvitundar í geðheilbrigðisþjónustunni er sérstakt áhugaefni hans.

Ein af hugsjónum Gísla er að einstaklingar með geðræna kvilla njóti sömu gæða í þjónustu og aðrir hópar notenda heilbrigðisþjónustunnar. Meðal annarra rannsóknarefna Gísla Korts er áhugi á að skilja af hverju karlar velja síður hjúkrunarfræði en konur og hvernig er hægt að stuðla að aukinni þátttöku þeirra í hjúkrunarfræði, þróun og útfærsla þverfaglegs náms innan heilbrigðisvísinda, og geðheilsa eldra fólks á landsbyggðinni, svo eitthvað sé nefnt.

Gísli Kort er fæddur árið 1978. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum við Sund 1998, útskrifaðist úr hjúkrunarfræði frá HÍ árið 2004, með meistaragráðu í geðhjúkrun frá Minnesota-háskóla 2008 og doktorsgráðu með áherslu á geðhjúkrun frá sama skóla árið 2012. Hann hefur starfað í geðheilbrigðisþjónustunni frá 2004, bæði á íslenskum og erlendum vettvangi á legudeildum fullorðinna, BUGL, og í þverfaglegum samfélagsteymum og þjónustu.

Gísli Kort er núverandi formaður deildar sérfræðinga í hjúkrun, situr í stjórn fagdeildar geðhjúkrunarfræðinga og í stjórn HORATIO, samtökum evrópskra geðhjúkrunarfræðinga. Hann hefur verið viðloðandi leiðbeiningu nema í geðhjúkrun á háskólastigi á Íslandi og síðar í Bandaríkjunum frá árinu 2004. Ásamt kennslu og fræðastörfum starfar Gísli Kort sem sérfræðingur í geðhjúkrun.

Mynd

  • Úr safni GKK.
...