Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Hvernig vísar maður í sjónvarpsefni í heimildum? Ég er að skrifa grein og er að vísa í þáttaröðina Rætur, sem var sýnd á RÚV.
Á nokkrum vefsíðum er að finna leiðbeiningar um það hvernig eigi að vísa til sjónvarpsefnis í heimildum. Í fljótu bragði virðast slíkar upplýsingar þó ekki vera aðgengilegar á íslensku, okkur tókst til dæmis ekki að finna neitt um þetta á Leiðbeiningavef ritvers Menntavísindasviðs, en þar eru annars mjög gagnlegar leiðbeiningar um APA-staðalinn og íslenska aðlögun hans.
Á síðunni How to Cite TV / Radio - APA Citation Guide - BibMe er sýnt hvernig vitna eigi í sjónvarpsefni á ensku, samkvæmt APA-staðlinum:
Writer, A.A.(Writer), & Director, A.A. (Director). (Year of Airing). Episode title [Television series episode]. In Executive Producer, A.A. (Executive Producer), TV series name. City, State of original channel: Channel.
Kang, K. (Writer), & Fryman, P. (Director). (2006). Slap bet [Television series episode]. In Bays, C. (Executive Producer), How I met your mother. Los Angeles, CA: Columbia Broadcasting System.
Séu þessar upplýsingar aðlagaðar íslenskri APA-heimildaskráningu og miðað við að vitnað sé í fyrsta þátt sjónvarsþáttaraðarinnar Rætur sem sýndur var á RÚV 2016 gæti skráningin litið svona út:
Sigríður Halldórsdóttir (umsjón), & Ragnheiður Thorsteinsson (leikstjóri). (2016). Tungumál, amma og Davor [sjónvarpsþáttaröð]. Í Sigríður Halldórsdóttir (framleiðandi), Rætur. Reykjavík: RÚV.
Þarna gætu verið nokkur álitamál, ekki er fullljóst að Sigríður Halldórsdóttir sé framleiðandi, ef til vill væri réttara að skrá RÚV fyrir framleiðslunni og Ragnheiður Thorsteinsson er ekki endilega leikstjóri þáttarins, en hún fór með stjórn upptöku. Einnig gæti verið æskilegt að hafa vefslóðina með. Sé tekið tillit til alls þessa gæti skráningin litið svona út:
Sigríður Halldórsdóttir (umsjón), & Ragnheiður Thorsteinsson (stjórn upptöku). (2016). Tungumál, amma og Davor [sjónvarpsþáttaröð]. Í RÚV (framleiðandi), Rætur. Reykjavík: RÚV. Sótt af http://www.ruv.is/sarpurinn/ruv/raetur/20160110
Vert er að taka fram að vefsíðan IMDb - Movies, TV and Celebrities - IMDb er afar gagnleg til að finna upplýsingar um höfunda sjónvarpsefnis, framleiðendur og fleira þess háttar.
Heimildir:
JGÞ. „Hvernig skráir maður sjónvarpsefni í heimildaskrá?“ Vísindavefurinn, 22. desember 2016, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=73172.
JGÞ. (2016, 22. desember). Hvernig skráir maður sjónvarpsefni í heimildaskrá? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=73172
JGÞ. „Hvernig skráir maður sjónvarpsefni í heimildaskrá?“ Vísindavefurinn. 22. des. 2016. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=73172>.