Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 316 svör fundust

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju hafa karlmenn geirvörtur?

Greinilegt er að margir hafa velt þessari spurningu fyrir sér. Aðrir spyrjendur eru Kjartan Guðmundsson, Gunnlaugur Johnson, Ingvi Gautsson, Hera Ólafsdóttir, Andri Þorvaldsson, Orri Steinarsson, Þorsteinn Pálmason, Georg Ólafsson, Árni Ólafsson, Ólafur Hlynsson og Sirrý Ólafsdóttir. Hér er einnig að finna sva...

category-iconMálvísindi: íslensk

Eru til sérstakar reglur um umritun íslenskra stafa yfir á önnur tungumál?

Í staðlinum Upplýsingatækni – íslenskar kröfur ÍST 130:2004:12 frá Staðlaráði Íslands stendur um þetta:Íslensku skal að jafnaði rita með íslenskum bókstöfum. Ef tiltækur búnaður leyfir það ekki má hafa þetta til viðmiðunar: Upprunalegur stafur Staðgengill á/Á a...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver er fræðilega skýringin á því hvar hringur endar og byrjar?

Til að svara þessari spurningu þurfum við fyrst að vita hvernig hringur er skilgreindur. Í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Hvernig skilgreinir maður hring? segir svo:Hringur eða hringferill er mengi þeirra punkta í sléttu eða plani sem eru í tiltekinni fjarlægð frá gefnum punkti. Sá punktur nefnist...

category-iconStærðfræði

Er mengi rauntalna hlutmengi í mengi tvinntalna?

Svarið við þessari spurningu er já. Við skulum skoða af hverju. Tvinntala er tala sem skrifa má á forminu $z =x+iy$, þar sem $x$ og $y$ eru rauntölur. Talan $i$ er skilgreind þannig að $i^2 = -1$. Talan $x$ kallast raunhluti og $y$ þverhluti tölunnar $z$. Tvö sértilvik er vert að athuga. Ef $x = 0$ er $z = 0 +...

category-iconFélagsvísindi

Af hverju eru Bandaríki Norður-Ameríku svona máttug?

Hér er hugað að valdi, og gengið út frá þeirri skilgreiningu að X hafi vald yfir Y ef X getur látið Y gera eitthvað sem hann (Y) hefði að öðrum kosti ekki gert (eða ef X getur komið í veg fyrir að Y geri eitthvað sem hann hefði viljað gera). Spurningin er því sú hvers vegna Bandaríkin geti svo oft fengið vilja sín...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað eru heildun og deildun og hvernig nýtast þær í leik og starfi?

Heildun (e. integration) og deildun (differentiation) eru aðgerðir á stærðfræðilegum föllum (e. functions). Fall er eins konar lýsing á samhengi stærða. Ef um tvær stærðir er að ræða er önnur stærðin, sem nefnd er frumbreytan (e. independent variable; fleiri íslensk orð eru til), gjarnan sett á láréttan ás, x-ás, ...

category-iconNæringarfræði

Er morgunverður mikilvægasta máltíð dagsins?

Í heild hljóðaði spurningin svona: Er morgunverður mikilvægasta máltíð dagsins? Hefur næringarfræðin eitthvað um það að segja? Til að svara spurningunni var framkvæmd leit í gagnagrunninum PubMed.gov þann 6.12.2022 með leitarstrengnum „breakfast AND health“. Þannig fannst 31 safngreining (e. meta-analysis) og ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers vegna var bókstafurinn z svona mikið notaður á Íslandi en því svo hætt?

Fyrsta tilraun til að gera Íslendingum stafróf var gerð um miðja 12. öld. Hún birtist í ritgerð sem nefndist Fyrsta málfræðiritgerðin, var eftir nafnlausan höfund og er varðveitt í einu handriti Snorra-Eddu. Hann setti sér það markmið að koma reglu á íslenska stafsetningu og notast við sem fæsta bókstafi. Honum þó...

category-iconStærðfræði

Hver var Adrien-Marie Legendre og hvert var framlag hans til stærðfræðinnar?

Adrien-Marie Legendre fæddist árið 1752 og lést árið 1833. Hann var yngstur þriggja franskra stærðfræðinga sem báru allir nafn sem hefst á L og voru virkir fyrir og á meðan frönsku byltingunni stóð og á tímum keisaraveldis Napóleons fyrsta. Hinir voru Lagrange (1736-1813) og Laplace (1749-1827). Allir lifðu lengi...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Geta kindur og menn eignast saman afkvæmi?

Vísindavefurinn fær oft spurningar um það hvort dýr af mismunandi tegundum geti átt saman afkvæmi. Um það gildir sú grunnregla að þeim þeim mun minni skyldleiki sem er á milli tegunda, þeim mun minni líkur eru á frjóvgun. Til dæmis geta kettir innan ættkvíslar stórkatta (Panthera) átt saman afkvæmi, sem að vísu er...

category-iconStærðfræði

Hvernig eru veldi reiknuð í algebru?

Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningu: Hvað er 1.000.000.000.000.000 í öðru veldi? Stundum er talað um reikniaðgerðina margföldun sem „endurtekna samlagningu“. Það er vegna þess að í sinni einföldustu mynd er margföldun notuð til að einfalda rithátt þegar sama talan er lögð við sjálfa sig aft...

category-iconLífvísindi: almennt

Er það rétt að börnum sé hættara við andlegri og líkamlegri fötlun eftir því sem foreldrarnir eru eldri? Ef svo er, hvers vegna?

Í eftirfarandi svari er gengið út frá því að átt sé við að börnin fæðist með galla sem hafi í för með sér líkamlega eða andlega fötlun, það er fæðingargalla. Fæðingargalli er skilgreindur sem óeðlileg gerð, starfsemi eða efnaskipti sem eru fyrir hendi við fæðingu barns og leiða til andlegrar eða líkamlegrar fö...

category-iconStærðfræði

Hvað er áttungur í rúmfræði?

Áttungur (e. octant) í rúmfræði fæst þegar þrívíðu evklíðsku rúmi er skipt eins og sést nánar á myndinni hér á eftir. Við byrjum á að koma hnitaásunum, sem eru merktir með x, y og z, fyrir í rúminu hornréttum hverjum á annan eins og myndin sýnir. Þeir skilgreina þrjár sléttur, xy, yz og xz, og þær skipta rúminu ei...

category-iconLæknisfræði

Geta börn sem fæðast heilbrigð fengið Down-heilkenni?

Down-heilkenni (e. Down's syndrome) er erfðagalli sem stafar af því að aukalitningur er til staðar í frumum líkamans. Í flestum tilfellum er manneskja með 46 litninga í 23 pörum en einstaklingar með Down-heilkenni hafa þrjú eintök af litningi 21 og eru því alls með 47 litninga. Aukalitninginn má rekja til mist...

category-iconLæknisfræði

Eru meiri líkur á að eignast barn með Down-heilkenni ef einhver í fjölskyldunni er með heilkennið?

Down-heilkenni getur verið af þremur mismunandi orsökum. Algengasta orsökin (96% tilfella) er svokölluð þrístæða 21 en þá eru þrjú eintök af litningi 21 í stað tveggja (eins frá hvoru foreldri) í frumum einstaklingsins. Slíkt gerist vegna mistaka í rýriskiptingu við myndun kynfrumna. Af þessum 96% má rekja 88% til...

Fleiri niðurstöður