Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Geta kindur og menn eignast saman afkvæmi?

Jón Már Halldórsson

Vísindavefurinn fær oft spurningar um það hvort dýr af mismunandi tegundum geti átt saman afkvæmi. Um það gildir sú grunnregla að þeim þeim mun minni skyldleiki sem er á milli tegunda, þeim mun minni líkur eru á frjóvgun. Til dæmis geta kettir innan ættkvíslar stórkatta (Panthera) átt saman afkvæmi, sem að vísu eru ófrjó, en frjóvgun getur ekki orðið milli stórkatta og smákatta (Felix).

Um miðjan janúar árið 2010 fór sú frétt nokkuð víða að í tyrknesku borginni Izmir hefði lamb fæðst með mannshöfuð. Í vefmiðlinum Pressunni hljómaði fyrirsögn fréttarinnar svona: Dýralæknir gáttaður, bæjarstjóri uggandi: Lamb fæðist með mannsandlit en venjulegan búk og í DV.is var sagt: Lamb með mannshöfuð


Vanskapa lambið sem fæddist í Izmir.

Um tyrkneska lambið er það að segja að það hefur ekki mannshöfuð í bókstaflegum skilningi. Engar líkur eru á því að frjóvgun hafi orðið á milli manns og sauðkindar. Ástæðan fyrir því er erfðafjarlægðin á milli tegundanna tveggja. Ætla má að sameiginlegur forfaðir manns og sauðkindar hafi verið uppi fyrir meira en 60 milljón árum síðan og erfðaefni þessara tegunda er svo ólíkt að samruni kynfruma á ekki að geta átt sér stað.

Til að samruni erfðamengis sé mögulegur þarf erfðamengið að eiga sér talsverða samsvörun. Litningatala sauðkinda er nokkuð hærri en hjá mönnum, eða 54 litningar (2n=27), menn hafa hins vegar 46 litninga (2n=23). Því er hægt að útiloka að blendingur manns og sauðkindur geti orðið til. Tyrkneska lambið hefur einungis fæðst með mikinn fæðingargalla og tilviljun ræður því að sumum finnst afmyndaður haus lambsins líkjast mannsandliti.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

15.1.2010

Spyrjandi

Elsa Margrét Elísadóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Geta kindur og menn eignast saman afkvæmi?“ Vísindavefurinn, 15. janúar 2010, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=55018.

Jón Már Halldórsson. (2010, 15. janúar). Geta kindur og menn eignast saman afkvæmi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=55018

Jón Már Halldórsson. „Geta kindur og menn eignast saman afkvæmi?“ Vísindavefurinn. 15. jan. 2010. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=55018>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Geta kindur og menn eignast saman afkvæmi?
Vísindavefurinn fær oft spurningar um það hvort dýr af mismunandi tegundum geti átt saman afkvæmi. Um það gildir sú grunnregla að þeim þeim mun minni skyldleiki sem er á milli tegunda, þeim mun minni líkur eru á frjóvgun. Til dæmis geta kettir innan ættkvíslar stórkatta (Panthera) átt saman afkvæmi, sem að vísu eru ófrjó, en frjóvgun getur ekki orðið milli stórkatta og smákatta (Felix).

Um miðjan janúar árið 2010 fór sú frétt nokkuð víða að í tyrknesku borginni Izmir hefði lamb fæðst með mannshöfuð. Í vefmiðlinum Pressunni hljómaði fyrirsögn fréttarinnar svona: Dýralæknir gáttaður, bæjarstjóri uggandi: Lamb fæðist með mannsandlit en venjulegan búk og í DV.is var sagt: Lamb með mannshöfuð


Vanskapa lambið sem fæddist í Izmir.

Um tyrkneska lambið er það að segja að það hefur ekki mannshöfuð í bókstaflegum skilningi. Engar líkur eru á því að frjóvgun hafi orðið á milli manns og sauðkindar. Ástæðan fyrir því er erfðafjarlægðin á milli tegundanna tveggja. Ætla má að sameiginlegur forfaðir manns og sauðkindar hafi verið uppi fyrir meira en 60 milljón árum síðan og erfðaefni þessara tegunda er svo ólíkt að samruni kynfruma á ekki að geta átt sér stað.

Til að samruni erfðamengis sé mögulegur þarf erfðamengið að eiga sér talsverða samsvörun. Litningatala sauðkinda er nokkuð hærri en hjá mönnum, eða 54 litningar (2n=27), menn hafa hins vegar 46 litninga (2n=23). Því er hægt að útiloka að blendingur manns og sauðkindur geti orðið til. Tyrkneska lambið hefur einungis fæðst með mikinn fæðingargalla og tilviljun ræður því að sumum finnst afmyndaður haus lambsins líkjast mannsandliti.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:...