Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3155 svör fundust

category-iconFélagsvísindi

Hvað eru Dow Jones og Nasdaq?

Dow Jones er fyrirtæki sem meðal annars gefur út dagblaðið Wall Street Journal og ýmis viðskiptatímarit en er frægast fyrir eina af nokkrum hlutabréfavísitölum sem fyrirtækið reiknar út, Dow Jones Industrial Average, oftast bara kölluð Dow Jones. Nafnið er fengið frá tveimur af þremur stofnendum fyrirtækisins, Cha...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig er vitað að allar rafeindir séu nákvæmlega eins?

Ekki hefur tekist með beinum tilraunum að sýna fram á neinn mun á eiginleikum einstakra rafeinda en það getur ekki talist endanleg sönnun þess að þær séu allar eins. Rafeindin er ein af þeim tiltölulega fáu grundvallarögnum (öreindum) sem við teljum að heimurinn sé samsettur úr. Aðrar vel þekktar öreindir eru ljós...

category-iconHeimspeki

Hver var William James og fyrir hvað er hann helst þekkur?

William James (11. janúar 1842 − 26. ágúst 1910) er meðal áhrifamestu hugsuða Bandaríkjanna og er þá einkum horft til skrifa hans um sálfræði, trúarbragðafræði og heimspeki. Merkustu rit hans á þeim fræðasviðum eru The Principles of Psychology, tvö bindi (1890), The Will to Believe (1897), The Varieties of R...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað geta ísbirnir lifað lengi án matar?

Hvítabirnir (Ursus maritimus) eru afskaplega harðgerðar skepnur og geta lifað lengi án matar. Hversu lengi fer þó að nokkru eftir því hversu gott líkamlegt ástand bjarndýrsins er við upphaf föstu. Helsta fæða hvítabjarna eru selir sem þeir veiða á ís. Fæða getur því verið af mjög skornum skammti yfir sumar- og...

category-iconVísindi almennt

Hvað er vísindafræði?

Spyrjandi lét þennan texta fylgja spurningunni: Það er verið að auglýsa styrkveitingar úr nýjum sjóði sem styrkir m.a. rannsóknir í vísindafræði. En hugtakið vísindafræði er ekki í orðabankanum hjá Árnastofnun og finnst ekki í neinu gagnasafni þar (ekki einu sinni nútímamálsorðabók).[1] Íslenska nýyrðið vísind...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað þýðir @ og hvers vegna er það notað í tölvupóstföngum?

@ er á ensku lesið 'at' og á íslensku hefur bæði verið stungið upp á þýðingunum 'á' eða 'á-merki', 'hjá' og 'að'. Uppruni táknsins er úr bókhaldi. Það var og er sett á reikninga og þýðir 'á', dæmi: 300 stk @ 5 krónur stk. Í þessu samhengi er táknið lesið sem 'at' á ensku og trúlega hefur það stuðlað að því að þ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er stærðfræðitáknið e og hvaða tölu stendur það fyrir?

Táknið $e$ stendur fyrir tölu sem byrjar svona: $e = 2,71828182845904523536028...$Aukastafarunan heldur áfram án nokkurrar reglu á sama hátt og aukastafir tölunnar \(\pi\) (pí). Raunar eru tölurnar \(e\) og \(\pi\) oft flokkaðar saman og taldar til torræðra (e. transcendental) talna. Tölurnar \(e\) og \(\pi\) e...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvers vegna hlær fólk þegar það er kitlað?

Í svari við spurningunni Hvað er kitl og af hverju getum við ekki kitlað okkur sjálf? kemur fram að vísindamenn hafa lengi talið að þegar við erum kitluð reynum við að verjast. Eðlilegt er því að spyrja hvers vegna fólk hlær þegar það er kitlað, fyrst um varnarviðbrögð er að ræða og jafnvel merki um ótta. Þessi sp...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvaða risaeðlur fyrir utan grameðlur, ef einhverjar, átu nashyrningseðlur?

Nashyrningseðlan (e. triceratops, Triceratops horridus) var uppi seint á krítartímabilinu (fyrir um 72-65 miljónum ára). Hún var plöntuæta og hafði þrjú horn, tvö sem sköguðu fram á við ofan við augun og voru allt að einn metri á lengd, og eitt minna sem stóð upp frá efri kjálkanum líkt og hjá nashyrningum í dag. ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað geta skjaldbökur orðið gamlar?

Í svari Tryggva Þorgeirssonar við spurningunni Hve lengi lifir risaskjaldbakan? kemur fram að risaskjaldbakan er langlífust allra hryggdýra. Þar segir: Elsta skjaldbakan sem heimildir eru um varð að öllum líkindum 152 ára. Heimildum ber þó ekki fyllilega saman um þennan aldur, en risaskjaldbökur hafa ekki verið r...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er Messier-skráin?

Messier-skráin samanstendur af 110 svonefndum djúpfyrirbærum sem franski stjörnufræðingurinn Charles Messier (1730-1817) skrásetti á árunum 1758 til 1782. Messier var fyrst og fremst að leita að halastjörnum og ákvað að skrásetja öll þau fyrirbæri sem voru þokukennd og oft erfitt að greina frá halastjörnum í sjóna...

category-iconJarðvísindi

Af hverju lítur landið okkar út eins og það gerir?

Yfirborð jarðar er í stöðugri mótun og óvíða eru þau ferli hraðari en hér á landi. Í seinni tíð hefur maðurinn að vísu átt stærstan hlut í þeim breytingum sem orðið hafa, en á móti kemur að náttúran hefur haft miklu lengri tíma til sinna verka – og svo mun væntanlega verða í framtíðinni. Við mótun landsins takast ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað getið þið sagt mér um Pinta-skjaldbökuna?

Meðal kunnustu dýrategunda Galapagoseyja eru risaskjaldbökur af tegundinni Geochelone nigra (eða Geochelone elephantopus eins og tegundin er líka nefnd) sem finnast á nokkrum eyjanna. Þessar skjaldbökur greinast í tíu undirtegundir auk einhverra tegunda sem dáið hafa út, en heimildum ber ekki alveg saman um hvort ...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hver var Heinrich Hertz og hvert var framlag hans til vísindanna?

Heinrich Rudolf Hertz fæddist í Hamborg í Þýskalandi þann 22. febrúar 1857. Hann var elstur fimm barna Gustav Ferdinand Hertz og Anna Elisabeth Pfefferkorn. Föðurafi Heinrich Rudolfs hafði haft trúskipti frá gyðingdómi til lútherstrúar þegar hann kvæntist inn í lútherska fjölskyldu. Faðir Heinrich var lögfræðingur...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvort kom á undan eldspýtan eða kveikjarinn?

Kveikjarinn kom fyrst fram árið 1823 en eldspýtan eins og við þekkjum hana í dag, nokkrum árum seinna. Áhöld sem líkjast eldspýtunni hafa hins vegar verið til í aldaraðir. Til dæmis er vitað að árið 577 e.Kr. notuðu konur við hirð norður Qi-ríkisins í Kína lítil prik með brennisteini á endanum til þess að kvei...

Fleiri niðurstöður