Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1315 svör fundust
Hvernig reiknar maður út hröðun eða hraðabreytingu frumeinda eða sameinda efnis þegar viðkomandi efni er hitað eða kælt?
Hröðun (e. acceleration) hluta er skilgreind sem hraðaaukning háð tíma. Þannig er til dæmis hægt að tilgreina hröðun kappakstursbifreiðar með því að tiltaka hve mikilli hraðaaukningu, til dæmis í km/klst, viðkomandi bifreið nái á sekúndu. Hröðunin væri þá gefin upp í einingunni km/(klst∙sek). Samkvæmt alþjó...
Ef tíu frambjóðendur keppa um sex sæti í prófkjöri, á hve marga vegu geta sætin þá skipast?
Spyrjandi bætir svo við:Getur verið að það sé um 150 þúsund vegu?Það er rétt hjá spyrjanda að sætin geta skipast á rúmlega 150 þúsund vegu eða nákvæmlega 151.200 vegu. Hægt er að hugsa dæmið þannig að hver hinna tíu frambjóðenda gæti lent í fyrsta sæti. Þá gæti einhver hinna níu lent í öðru sæti; átta möguleika...
Hvernig finnum við golfáhugamenn vegalengd frá teig að holu sem stendur allmörgum metrum hærra?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Okkur í hlaðvarpinu Seinni níu langar til að vita hvernig hlutfallið er á milli lengdar og hæðar og erum þá fyrst og fremst að hugsa um golf. Tökum dæmi: Ég stend á teig á 150 metra par 3 holu og ætla að slá boltann þangað en flötin er 10 metrum neðar en teigurinn. Hversu...
Finnast lífræn efnasambönd annars staðar en á jörðinni?
Upprunalegu spurningarnar voru þessar: Finnast lífræn efnasambönd annars staðar en á jörðinni? Ef svo er, hver er þá uppruni þeirra? Stutta svarið við fyrri spurningunni er einfaldlega já. Nánari skýringar og svör við báðum spurningunum fylgja hér á eftir. Enn frekari skýringar er að finna í meðfylgjandi heimi...
Hvernig má finna flatarmál þríhyrninga ef allar hliðarlengdir eru þekktar en engin horn?
Tökum fyrir þríhyrning með hliðar a, b og c og tilsvarandi horn A, B og C.Regla Herons segir okkur að flatarmál þríhyrnings sé \[F_{\Delta }=\sqrt{s(s-a)(s-b)(s-c)}\] þar sem \[s\equiv \frac{1}{2}p=\frac{1}{2}(a+b+c)\] Á þennan hátt er auðvelt að reikna flatarmál þríhyrnings þar sem allar hliðar hans eru þekktar e...
Hvernig eru súrefni og nitur (eða köfnunarefni) á litinn?
Þessi efni eru bæði litlaus gös við öll venjuleg hitastig. Súrefni þéttist ef það er kælt niður í -183°C og nitur breytist í vökva við -196°C. Fljótandi súrefni er fölblátt að lit. Fljótandi nitur er hins vegar litlaust. Bæði efnin mynda þunnfljótandi vökva. Súrefni frýs (breytist í storku eða fast efni) við...
Hver er meðalhiti á Íslandi mældur í gráðum á Fahrenheit?
Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands er meðalhiti í Reykjavík á bilinu 0-10°C (samkvæmt upplýsingum um tímabilið 1961-1990). Kaldast er í desember og janúar, en þá fer meðalhiti rétt niður fyrir frostmark, og heitast í júlí og ágúst þegar meðalhitinn er rúmlega 10°C. Á þessari síðu Veðurstofu Íslands er að ...
Er til flokkunarkerfi yfir hveri?
Ýmis orð eru höfð um jarðhita á yfirborði sem fram kemur sem vatn eða gufa. Aðalnöfnin eru hver, laug og volgra, sem öðrum er síðan skeytt við, allt eftir eðli og útliti. Safnheiti eða sameiginlegt orð um þetta hefur ekki náð festu í málinu, annað en jarðhiti. Orðið varmalind sem safnheiti hefur sést en er sja...
Á hve marga vegu er hægt að velja fimm manna stjórn úr átján manna hópi ef tveir þeirra gefa ekki kost á sér nema báðir séu valdir?
Mennina tvo, sem gefa ekki kost á sér nema báðir séu valdir, skulum við kalla Jón og Hannes. Þá getum við skipt öllum mögulegum stjórnum í tvo flokka: Stjórnir sem hafa hvorki Jón né Hannes. Stjórnir sem hafa bæði Jón og Hannes. Einfalt mál er að finna fjölda stjórna sem tilheyra hvorum flokki fyrir sig, sv...
Er til einhver formúla fyrir því hversu mikið má kæla bjór áður en hann frýs?
Upphaflega spurningin var: Hversu mikið má kæla bjór áður en hann byrjar að frjósa? Er einhver formúla fyrir því (sem tekur tillit til hitastigs og vínanda)? Einfalda svarið er að bjór er að miklu leyti vatn (um 90-93%) og því hegðar hann sér að mestu eins og það. Við venjulegar aðstæður frýs vatn við 0°C og bjó...
Hvað kostar að hafa kveikt á ljósaperu?
Hér er svarað eftirfarandi spurningum: Hvað kostar að hafa kveikt á 60 W ljósaperu í einn mánuð? (Árni Björn) Hvað kostar að láta 40 W ljósaperu loga í 4 klukkustundir? Hvaða verð er ég að borga á mínu heimili? (Eva) Hversu mikið kostar að láta 40 W ljósaperu loga í einn sólarhring? (Sverrir Páll) Hjá Orku n...
Er ekki hægt að nýta varmaorkuna í andrúmsloftinu til orkuframleiðslu?
Spyrjandi bætir við:... þá á ég við að við nýtum 5°C eins og 100°X á háhitasvæðum.Hér verður fyrst einföld og stutt útgáfa af svari, en neðar er ítarlegra svar. Berum fyrst saman varmavél og vatnsorkuvirkjun. Í vatnsorkuvirkjun streymir vatn frá hærri þrýstingi til lægri þrýstings, rennur í gegn um hverfil og f...
Af hverju vinna ensím hægt við lágt hitastig?
Ensím eru prótín sem finnast í lífverum og virka sem hvatar á efnahvörf. Það þýðir að þau valda því að hvörfin ganga hraðar en ella eða jafnvel að hvörf eigi sér stað sem annars myndu ekki gera það við þær aðstæður sem ríkja í lifandi frumum. Þetta gera ensím, eins og aðrir hvatar, með því að lækka virkjunarorku (...
Hvað eru refir og úlfar mikið skyldir?
Úlfar (Canis lupus) og refir tilheyra sömu ætt rándýra, hundaættinni (Canidae), og teljast því frekar skyldar tegundir. Í hundaættinni eru 35 tegundir í 10 ættkvíslum. Hér er hægt að skoða ættartré rándýra. Flokkun ættkvísla í hundaætt er á þessa leið: Í Canis-ættkvíslinni eru alls níu tegundir. Þær eru ...
Hvaða 10 málmar hafa lægst bræðslumark?
Hér fyrir neðan er tafla um þær 10 málmtegundir sem hafa lægsta bræðslumarkið. Hitastigið er gefið upp bæði á selsíus- og kelvin-kvarða. Eitt kelvín (K) er varmafræðilega jafnstórt og ein selsíusgráða (°C), eini munurinn er sá að kelvínkvarðinn hefur núllpunkt við alkul (-273,15 °C). Því er auðvelt að breyta á mil...