Sólin Sólin Rís 06:48 • sest 20:17 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:32 • Sest 25:17 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:31 • Síðdegis: 19:52 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:25 • Síðdegis: 13:44 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:48 • sest 20:17 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:32 • Sest 25:17 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:31 • Síðdegis: 19:52 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:25 • Síðdegis: 13:44 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig finnum við golfáhugamenn vegalengd frá teig að holu sem stendur allmörgum metrum hærra?

JGÞ

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Okkur í hlaðvarpinu Seinni níu langar til að vita hvernig hlutfallið er á milli lengdar og hæðar og erum þá fyrst og fremst að hugsa um golf. Tökum dæmi: Ég stend á teig á 150 metra par 3 holu og ætla að slá boltann þangað en flötin er 10 metrum neðar en teigurinn. Hversu langt högg ætti ég þá að slá? Og hversu langt ætti ég að slá ef holan væri 10 metrum fyrir ofan teiginn? Og kannski, svo við séum ekki alltaf að trufla ykkur, hver er formúlan?

Reglan sem hér er verið að spyrja um kallast regla Pýþagórasar og er yfirleitt kennd á unglingastigi í íslenskum skólum. Vel getur hugsast að þeir sem eru komnir á miðjan aldur séu búnir að gleyma reglunni og þá er um að gera að rifja hana upp, hvort sem er á golfvellinum eða öðrum vettvangi.

Svona er reglunni lýst í svari við spurningunni Hvernig er hægt að nota Pýþagórasarreglu á praktískan hátt?

Regla Pýþagórasar segir að í rétthyrndum þríhyrningi sé summan af lengd hvorrar skammhliðar um sig margfaldaðri með sjálfri sér jöfn lengd langhliðarinnar margfaldaðri með sjálfri sér.

Rétthyrndi þríhyrningurinn hér fyrir neðan hefur hliðarnar a, b og c og hornið á móti hliðinni c er rétt eða 90°.

Ímyndum okkur að spyrjendur standi við hvassa hornið niðri til hægri á myndinni. Þeir ætla sér að slá golfkúlu upp í hvassa hornið til vinstri á myndinni. Hliðin b er lárétta vegalengdin og hliðin a er lóðrétta vegalengdin. Vegalengdin sem þeir vilja finna er þess vegna hliðin c á myndinni.

Hún er fundin með því að nota jöfnuna $a^2 + b^2 = c^2$. Jafna fyrir hliðina c er þá einfaldlega þessi: $c = \sqrt{a^2 + b^2}$.

Ef við setjum tölurnar inn sem spyrjandi nefnir, þá fáum við þetta út:

$$c = \sqrt{150^2 + 10^2} = \sqrt{22500 + 100} = \sqrt{22600} \approx 150.33 \text{ metrar}$$

Engu skiptir hvort holan sé fyrir neðan eða ofan staðinn þaðan sem kúlunni er slegið.

Myndir:

Höfundur þakkar Sigurði Erni Stefánssyni, prófessor í stærðfræði við HÍ, fyrir yfirlestur.

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

28.3.2025

Spyrjandi

Logi Bergmann Eiðsson

Tilvísun

JGÞ. „Hvernig finnum við golfáhugamenn vegalengd frá teig að holu sem stendur allmörgum metrum hærra?“ Vísindavefurinn, 28. mars 2025, sótt 31. mars 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=87687.

JGÞ. (2025, 28. mars). Hvernig finnum við golfáhugamenn vegalengd frá teig að holu sem stendur allmörgum metrum hærra? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=87687

JGÞ. „Hvernig finnum við golfáhugamenn vegalengd frá teig að holu sem stendur allmörgum metrum hærra?“ Vísindavefurinn. 28. mar. 2025. Vefsíða. 31. mar. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=87687>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig finnum við golfáhugamenn vegalengd frá teig að holu sem stendur allmörgum metrum hærra?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Okkur í hlaðvarpinu Seinni níu langar til að vita hvernig hlutfallið er á milli lengdar og hæðar og erum þá fyrst og fremst að hugsa um golf. Tökum dæmi: Ég stend á teig á 150 metra par 3 holu og ætla að slá boltann þangað en flötin er 10 metrum neðar en teigurinn. Hversu langt högg ætti ég þá að slá? Og hversu langt ætti ég að slá ef holan væri 10 metrum fyrir ofan teiginn? Og kannski, svo við séum ekki alltaf að trufla ykkur, hver er formúlan?

Reglan sem hér er verið að spyrja um kallast regla Pýþagórasar og er yfirleitt kennd á unglingastigi í íslenskum skólum. Vel getur hugsast að þeir sem eru komnir á miðjan aldur séu búnir að gleyma reglunni og þá er um að gera að rifja hana upp, hvort sem er á golfvellinum eða öðrum vettvangi.

Svona er reglunni lýst í svari við spurningunni Hvernig er hægt að nota Pýþagórasarreglu á praktískan hátt?

Regla Pýþagórasar segir að í rétthyrndum þríhyrningi sé summan af lengd hvorrar skammhliðar um sig margfaldaðri með sjálfri sér jöfn lengd langhliðarinnar margfaldaðri með sjálfri sér.

Rétthyrndi þríhyrningurinn hér fyrir neðan hefur hliðarnar a, b og c og hornið á móti hliðinni c er rétt eða 90°.

Ímyndum okkur að spyrjendur standi við hvassa hornið niðri til hægri á myndinni. Þeir ætla sér að slá golfkúlu upp í hvassa hornið til vinstri á myndinni. Hliðin b er lárétta vegalengdin og hliðin a er lóðrétta vegalengdin. Vegalengdin sem þeir vilja finna er þess vegna hliðin c á myndinni.

Hún er fundin með því að nota jöfnuna $a^2 + b^2 = c^2$. Jafna fyrir hliðina c er þá einfaldlega þessi: $c = \sqrt{a^2 + b^2}$.

Ef við setjum tölurnar inn sem spyrjandi nefnir, þá fáum við þetta út:

$$c = \sqrt{150^2 + 10^2} = \sqrt{22500 + 100} = \sqrt{22600} \approx 150.33 \text{ metrar}$$

Engu skiptir hvort holan sé fyrir neðan eða ofan staðinn þaðan sem kúlunni er slegið.

Myndir:

Höfundur þakkar Sigurði Erni Stefánssyni, prófessor í stærðfræði við HÍ, fyrir yfirlestur....