Okkur í hlaðvarpinu Seinni níu langar til að vita hvernig hlutfallið er á milli lengdar og hæðar og erum þá fyrst og fremst að hugsa um golf. Tökum dæmi: Ég stend á teig á 150 metra par 3 holu og ætla að slá boltann þangað en flötin er 10 metrum neðar en teigurinn. Hversu langt högg ætti ég þá að slá? Og hversu langt ætti ég að slá ef holan væri 10 metrum fyrir ofan teiginn? Og kannski, svo við séum ekki alltaf að trufla ykkur, hver er formúlan?Reglan sem hér er verið að spyrja um kallast regla Pýþagórasar og er yfirleitt kennd á unglingastigi í íslenskum skólum. Vel getur hugsast að þeir sem eru komnir á miðjan aldur séu búnir að gleyma reglunni og þá er um að gera að rifja hana upp, hvort sem er á golfvellinum eða öðrum vettvangi. Svona er reglunni lýst í svari við spurningunni Hvernig er hægt að nota Pýþagórasarreglu á praktískan hátt?
Regla Pýþagórasar segir að í rétthyrndum þríhyrningi sé summan af lengd hvorrar skammhliðar um sig margfaldaðri með sjálfri sér jöfn lengd langhliðarinnar margfaldaðri með sjálfri sér.Rétthyrndi þríhyrningurinn hér fyrir neðan hefur hliðarnar a, b og c og hornið á móti hliðinni c er rétt eða 90°.

- Yfirlitsmynd: Golf Course Images | Free Photos, PNG Stickers, Wallpapers & Backgrounds - rawpixel. (Sótt 25.03.2025).
- Mynd í svari: ritstjórn VV.