Finnast lífræn efnasambönd annars staðar en á jörðinni? Ef svo er, hver er þá uppruni þeirra?Stutta svarið við fyrri spurningunni er einfaldlega já. Nánari skýringar og svör við báðum spurningunum fylgja hér á eftir. Enn frekari skýringar er að finna í meðfylgjandi heimildum. Lífrænar sameindir annars staðar en á jörðinni. Lífrænar sameindir hafa fundist víða í alheimi, svo sem í geimskýi eða geimryki sem stjörnur geta myndast úr, í umhverfi stjarna á ýmsum þróunarstigum sem og í halastjörnum og loftsteinum, svo nokkuð sé nefnt.[1] Greining á lífrænum efnum í fjarlægum geimskýjum og í umhverfi stjarna, sem og í halastjörnum byggir á mælingum með hágæða litrófsgreinitækjum.[2] Tækin greina ýmist útgeislun frá viðkomandi sameindum eða gleypni þeirra á fjarlægari geislun utan úr geimnum. Litróf slíkra útgeislana eða ljósgleypni háð bylgjulengdum rafsegulbylgna, er mismunandi eftir sameindum og þekkt út frá mælingum í rannsóknarstofum. Þannig er ákveðið litróf (útgeislun eða gleypni sem hlutfall af bylgjulengd) og magn þess vísbending um hvaða sameindir er að ræða og í hve miklu magni þær eru. Þannig hefur verið unnt að greina fjölmargar sameindir, hvort sem þær eru lífrænar eða ólífrænar, víða í alheimi.[3] Auk þess hafa lífrænar sameindir greinst með hefðbundnum efnagreiningum í loftsteinum sem ratað hafa til jarðar[4] og í geimrykögnum í andrúmslofti jarðar.[5]

Mynd af geimskýi sem kallað hefur verið stólpar sköpunarinnar (e. Pillars of Creation). Geimskýið er innan okkar vetrarbrautar, í um 7000 ljósára fjarlægð frá jörðu. Myndin er unnin upp úr litrófsgögnum frá James Webb-sjónaukanum. Skýið samanstendur af efni á gaskenndu formi (e. gas) og efnisögnum á föstu formi (geimryk) og getur verið undanfari stjörnumyndunar. Í slíkum geimskýjum geta skapast kjöraðstæður fyrir myndun lífrænna efna.
- ^ https://www.cambridge.org/core/services/aop-cambridge-core/content/view/2B9F1BB59591EA71511A1DC951D5CCFF/S1743921308021078a.pdf/organic-matter-in-space-an-overview.pdf. (Sótt 6.02.2024).
- ^ Sjá svar við spurningunni: Hvernig virkar litrófsgreinir?
- ^ https://en.wikipedia.org/wiki/List_of_interstellar_and_circumstellar_molecules. (Sótt 6.02.2024).
- ^ https://www.nasa.gov/solar-system/key-building-block-for-organic-molecules-discovered-in-meteorites/. (Sótt 6.02.2024).
- ^ https://nap.nationalacademies.org/read/11860/chapter/4. (Sótt 6.02.2024).
- ^ https://en.wikipedia.org/wiki/Atom. (Sótt 6.02.2024).
- ^ Sama heimild og í nr. 5.
- ^ Sama heimild og í nr. 3.
- ^ Sama heimild og í nr. 3.
- ^ https://phys.org/news/2020-03-protein-meteorite.html. (Sótt 6.02.2024). (Sótt 6.02.2024).
- Af hverju er sólin til? (Sótt 6.02.2024).
- Stjörnufræðivefurinn: https://www.stjornufraedi.is/. (Sótt 6.02.2024).
- The Pillars of Creation: a James Webb update. (Sótt 6.02.2024).