Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 107 svör fundust
Hver er munurinn á veirum og ormum í tölvum?
Orðið tölvuveira (e. computer virus) er bæði notað í almennum skilningi um hvers kyns óæskileg forrit (e. malware, stytting á malicious software) en einnig um tiltekna undirtegund slíkra forrita. Hér verður fjallað örstutt um helstu flokka tölvuveira. Veirur (e. viruses, file infectors) eru forrit sem koma sér ...
Íslenskar gæsalappir eru „svona“, en hvar finn ég '„' á íslenska lyklaborðinu?
Athugasemd ritstjórnar: Glöggur lesandi benti okkur á hvernig fá má fram íslenskar gæsalappir í Macintosh OS X. Fyrri gæsalappirnar („) fást með því að halda inni ALT-hnappi lyklaborðsins og ýta um leið á 'Ð'. Hinar seinni (“) má fá með því að gera slíkt hið sama, en halda einnig inni skiptihnappi (e. shift). S...
Hvað er sinfónía?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað er sinfónía og er til eitthvað íslenskt orð yfir sinfóníur? Orðið sinfónía getur haft ýmsar merkingar. Það er dregið af gríska orðinu σύμφωνος (symphōnos) sem merkir samhljómur, það sem hljómar vel saman. Orðið symphoni...
Hver var Marco Polo og hversu langt ferðaðist hann?
Marco Polo var landkönnuður og einn víðförlasti Evrópumaður sinnar tíðar. Það sem hann hafði fram yfir aðra sem lögðust í ferðalög var að hann lét eftir sig skráðar heimildir og veitti þannig ómetanlega innsýn í heim sem var Evrópubúum mjög framandi. Marco Polo fæddist um 1254, en nákvæmlega hvar og hvenær er ...
Hver borðaði fyrsta ísinn í heimi?
Ekki er hægt að svara þessari spurningu með því að benda á einhvern tiltekinn einstakling og segja að hann hafi óumdeilanlega verið fyrstur allra til að borða ís. Svarið fer líka eftir því hvernig við skilgreinum orðið ís. Flestir nota orðið um frystan mat úr mjólkurvörum (eða jurtafeiti) með sykri og bragðefnum í...
Eru einhverjar reglur til um hvernig eigi að eyða gömlum, skemmdum Biblíum?
Fyrirspyrjandi lætur eftirfarandi vangveltu fylgja spurningu sinni: Nú eru þetta helgirit sem að mínu áliti ættu ekki að fara í pappírsgámana. Mér er kunnugt um gamla Guðbrandsbiblíu sem ekki er talið neitt annað við að gera en að eyða henni. Það er rétt að Biblían er helgirit kristinna manna og Gamla testa...
Er rétt að loðfílar hafi verið erfðafræðilega úrkynjaðir og var útdauði þeirra óhjákvæmilegur?
Loðfílar (Mammuthus primigenius) eru eitt frægasta dæmið um útdauða tegund. Þeir eru skyldir afríkufílnum (Loxodonta africana africana) og áttu tegundirnar sameiginlegan forföður fyrir um 6,2–17,4 milljón árum*. Vísindamenn hafa náð heillegu erfðaefni úr loðfílshræjum sem varðveist hafa í sífreranum. Með nútímatæk...
Hvað munu margir búa á jörðinni árið 2050? En 2010?
Svokallaðar mannfjöldaspár eða fólksfjöldaspár (e. population projections) eru notaðar til þess að spá fyrir um hversu margir koma til með að lifa á jörðinni í framtíðinni. Slíkar spár eru nauðsynlegar til dæmis til þess að í tíma sé hægt að leita lausna við þeim vandamálum sem fylgja fólksfjölgun, svo sem nýtingu...
Ef það er sannað að ákveðin heilahvel stjórni ákveðnum tilfinningum, er þá ekki hægt að útiloka sálina?
Eins og kemur fram í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Hvað þýðir orðið sál getur orðið sál þýtt ýmislegt. Meðal annars er það notað yfir "andlegt líf manns, hugsun, viðbrögð og tilfinningar" og það að heilinn stjórni tilfinningum útilokar auðvitað ekki tilvist hugsunarinnar. Við gerum því ráð fyrir...
Hvernig myndast sýklalyfjaþol?
Sýklar eru meðhöndlaðir með margskonar lyfjum en stundum verða þeir þolnir. Einnig er talað um lyfjaónæma stofna baktería. Orsökin fyrir tilurð þeirra er sú að sýklalyf eru sterkur valkraftur, sem leiðir til breytinga á stofni sýklanna. Hér er að verki náttúrulegt val, sem Charles Darwin og Alfred Wallace uppgötvu...
Á að sprengja óléttu konuna í loft upp til þess að bjarga fleiri mannslífum?
Spurningin í heild sinni hljómaði svona: Siðfræðispurning - Ólétt kona er með hópi fólks í hellaskoðun. Hún gengur fremst. Á leiðinni út úr hellinum festist hún í hellismunnanum. Hellirinn fyllist af sjó á flóði og allir í honum (nema ólétta konan) munu drukkna. Höfuð hennar er fyrir utan hellinn. Einn úr hópnum ...
Hver var Peter Hallberg og hvert var framlag hans til norrænna fræða og nútímabókmennta?
Árið 1974 voru fimm einstaklingar útnefndir heiðursdoktorar við Háskóla Íslands af Heimspekideild. Þetta voru annars vegar tveir af fremstu skáldum þjóðarinnar, þeir Þórbergur Þórðarson og Gunnar Gunnarsson, og hins vegar þrír merkir bókmenntafræðingar, þeir Jón Helgason, Einar Ól. Sveinsson og Peter Hallberg. Sá ...
Hvers vegna eru ekki fleiri vatnsföll nýtt í eigin farvegi frekar en með uppistöðulónum?
Ef náttúrulegt vatnsrennsli í ám stæðist á við raforkuþörf markaðarins væri engin ástæða til annars en að virkja ár í farvegi sínum án miðlunarlóna. Þessu er hins vegar ekki að heilsa. Hagkvæmast er að mæta misgenginu með því að hámarksafkastageta orkuvera nái nokkurn veginn hámarksþörf markaðarins en uppistöðulón...
Er hægt að vera tvíkynja?
Hér er svarað spurningunum:Er til fólk sem er tvíkynja? Ef svo er, af hverju stafar það og af hvaða kyni verður einstaklingurinn? Hversu algengt er að fólk fæðist tvíkynja? Eru til tvíkynja manneskjur? Hversu algengt er þá að menn fæðist með tvö ólík kynfæri? Rétt er að taka fram í upphafi að hér er nær eingön...
Hvað borðaði Jesús?
Jesús var veislumaður, en hvers konar mat borðaði hann? Hvernig voru veislur Ísaks eða kónganna Davíðs, Salómons og Heródesar? Vitum við eitthvað um mat Biblíunnar? Já, í öllum ritum hennar er eitthvað vikið að borðhaldi eða fæðutengdum efnum. Rannsóknir á Biblíunni, fornleifum og heimildum þessa tíma hefur fært o...