Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1996 svör fundust
Hvar fundust handrit Íslendingasagnanna?
Íslendingasögur voru flestar samdar á 13. öld og voru þá skrifaðar á bókfell eða með öðrum orðum verkað skinn, einkum af kálfum. Sögurnar voru ýmist hafðar stakar í handriti eða settar saman í stærri bækur, sumar mjög veglegar. Handritagerð á Íslandi stóð í mestum blóma á 14. öld en hnignaði síðan hægt og sígandi ...
Hvað er kurteisi?
Orðið kurteisi á sér rætur í fornfranska orðinu court sem þýðir hirð eða konungshöll. Það er einnig skylt latneska orðinu hortus sem merkir garður. Franska orðið court þýðir því í raun eitthvað sem er afmarkað eða afgirt, og lýsingarorðið cortois, sem dregið er af court, merkti upphaflega hvernig menn skyldu haga ...
Hvað merkir forna mánaðarheitið ýlir?
Ýlir er annar mánuður vetrar að íslensku misseratali. Hann tekur því við af gormánuði og hefst á mánudegi í fimmtu viku vetrar á tímabilinu 20. nóvember til 27. nóvember og nær til þess er mörsugur tekur við seint í desember. Sami mánuður er í Skáldskaparmálum Snorra-Eddu nefndur frermánuður. Þar stendur:Frá jafnd...
Hvaða bofs er átt við þegar menn heyra ekki bofs?
Upprunalega spurningin var: Hvaðan kemur orðtakið „að heyra ekki boffs” og hvað þýðir boffs? Orðið bofs er hljóðgervingur í merkingunni ‘gelt, gjamm’ sem og sögnin að bofsa ‘gelta, gjamma’. Sambandið ekki bofs ‘alls ekki neitt’ þekkist þegar í fornu máli en þá skrifað með p. Í Þórðar sögu hreðu stendur í 3...
Hvers konar strik er sett í reikninginn?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Af hverju er slæmt að setja strik í reikning? Hvers konar strik er það? Orðasambandið að setja/gera strik í reikninginn merkir að eitthvað breyti einhverju, raski einhverju sem áður hafði verið gert ráð fyrir. Það þekkist að minnsta kosti frá miðri 19. öld samkvæmt Rit...
Hvort er réttara að segja „Þau slitu samvistum...“ eða „Þau slitu samvistir ...“?
Í heild hljóðaði spurningin svona: Takk fyrir margvíslegan fróðleik á þessum vef. Ég er með fyrirspurn um íslenskt mál sem mig langar að fá svar við. Þetta varðar hluta af starfi mínu. Hvort er réttara að segja: A. „Þau slitu samvistum árið...“ B. „Þau slitu samvistir árið...“ Með fyrirfram þak...
Í hvaða lögum finnum við þessi 20 ár sem afmarka dauða og frelsi í Grettis sögu?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Góðan dag, í LXXVIIunda kapítula Grettis sögu má lesa um útlegð á þjóðveldistímanum. En í hvaða lögum finnum við þessi 20 ár sem afmarka dauða og frelsi? Fjalla-Eyvindur dugir ekki til, en engin svör í Grágás heldur. Hvað var fólk lengi í útlegð á miðöldum? Bestu kveðjur ...
Hvenær kom orðið stétt inn í íslensku?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hvaðan og hvenær kom orðið stétt í íslenskuna - bæði í merkingunni gangstétt og stéttarvitund o.fl.? Orðið stétt þekktist þegar í fornu máli. Í fornmálsorðabók Johans Fritzners (1896:541–542) eru nefndar nokkrar merkingar. Far sem gangandi gerir með skrefum sínum, og er þar ví...
Hvað þarf að vera í sögu til þess að hún sé talin til Íslendingasagna?
Sögur þær sem Íslendingar rituðu á 13. og 14. öld, og fjalla um íslenska menn og málefni svonefndrar sögualdar (um 930–1030), hafa verið nefndar Íslendingasögur. Hátt í 40 sögur falla undir þessa skilgreiningu, og eiga þær – auk þess ofangreinda – ýmis sameiginleg einkenni. Talsverður tími leið frá því að atbu...
Hver er munurinn á dómkirkju og venjulegri kirkju?
Kirkja er guðshús kristinna manna. Orðið á sér hliðstæðu í mörgum tungumálum; á ensku er notað orðið church, kyrka í sænsku og kirke í dönsku. Öll eru orðin komin af gríska orðinu kyriakón, sem þýðir 'það sem tilheyrir drottni' eða 'hús drottins'. Dómkirkja er kirkja þar sem biskup, erkibiskup, patríark eða pá...
Hvað getið þið sagt mér um rímur?
Rímur eru sérstök tegund íslenskra söguljóða. Þær eiga rætur að rekja til síðari hluta miðalda en rímnaformið kom fram á 14. öld og var fullmótað á þeirri 15. Alla tíð síðan hafa menn kveðið rímur án þess að verulegar breytingar yrðu á þeim. Í rímunum er sögð saga. Skáldin semja ekki söguna heldur endursegja ha...
Hver er allt önnur Ella?
Merking orðasambandsins það er allt önnur Ella er ‘það er allt annað mál’. Það þekkist frá fyrri hluta 20. aldar. Ég minnist þess að hafa lesið skýringu á seðli í talmálssafni Orðabókar Háskólans. Þá skýringu hefur Jón G. Friðjónsson einnig fundið í safninu og birtir í ritinu Mergur málsins (2006:167) og vitna ég ...
Hvernig hefur íslensk náttúra áhrif á minkinn?
Þær plöntu- og dýrategundir sem lifa villtar á Íslandi eru flestar mjög harðgerðar enda eru sumrin stutt og vetur oft harðir, sérstaklega inn til landsins. Hér finnast almennt færri tegundir en í nágrannalöndum okkar og þó fæða handa minki hér á landi sé stundum heldur minni en annars staðar þá kemur á móti að min...
Hvaða Danakonungur ákvað að gefa Íslendingum sjálfstæði?
Eiginlega enginn, að minnsta kosti enginn einn. Eini konungurinn sem mér vitanlega tók persónulega ákvörðun um að veita Íslendingum sjálfstæðari stöðu en þeir höfðu haft fram að þeim tíma var Kristján áttundi, sem skipaði svo fyrir árið 1840, þvert ofan í tillögur embættismanna sinna, að Íslendingum yrði gefinn ko...
Hvað eru fornaldarsögur?
Fornaldarsögur (sbr. einnig fornaldarsögur Norðurlanda) er samheiti fyrir íslenskar miðaldasögur sem fela í sér margvísleg áþekk einkenni. Fornaldarsögur voru mikið til skráðar á 13. og 14. öld og ef til vill litlu síðar, en byggja þó margar hverjar á aldagömlum kveðskap og munnmælum, enda fjalla þær um fornsögu N...