Það [orðatiltækið] á rætur sínar að rekja til Eyrarbakka. Kaupmenn þar voru tregir til að lána mönnum fyrr dropa ef þeir voru skuldugir en létu menn þó alltaf hafa í erfidrykkjur. Þetta notfærðu sér ýmsir, þ. á m. karl nokkur frá Álftarhól í Landeyjum en konan hans hét Elín. Eitt sinn vildi hann fá dreitil og sagði að hún Ella væri dauð og því yrði hann að fá vín í erfidrykkjuna. Kaupmaður sér strax að hann er að skrökva og spyr hvort það sé konan hans sem sé dáin. Karlinn svarar: „Nei, nei, það er allt önnur Ella, það er hún eldgamla Álftarhóls-Ella.“Önnur afbrigði eru til af þessari sögu sem öll eru rakin til orðaskipta kaupmanna og karla sem vildu næla sér í brennivínsdreitil og láta skrifa hjá sér. Heimild:
- Jón G. Friðjónsson. 2006. Mergur málsins. Íslensk orðatiltæki. Uppruni, saga og notkun. 2. útgáfa, aukin og endurbætt. Mál og menning, Reykjavík.
- File:Ella Fitzgerald (Gottlieb 02871).jpg - Wikimedia Commons. (Sótt 14.12.2018).