Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 559 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða orð á að nota yfir kynfæri kvenna og er píka upprunalegasta orðið?

Spurningin frá Þebu hljóðaði svo:Nú eru uppi miklar pælingar um hvaða orð eigi að nota yfir kynfæri kvenna. Sumir segja að það eigi að nota orðið píka því það sé það „upprunalegra“ en aðrir benda á önnur orð, til dæmis budda, pjalla, pjása, klobbi, klof og fleira, og segja að þau eigi jafnmikinn rétt á sér. Þá...

category-iconLæknisfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Herdís Sveinsdóttir rannsakað?

Herdís Sveinsdóttir er prófessor í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands og forstöðumaður fræðasviðs hjúkrunar aðgerðasjúklinga við skurðlækningasvið Landspítala. Herdís hefur komið að fjölda rannsókna um efni tengd hjúkrun og heilbrigði en meginviðfangsefni hennar hafa snúið að heilbrigði kvenna, sjúklingum sem fara...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Eru til apar í Evrópu?

Ef spyrjandi á við villta apa þá er svarið já. Lítill staðbundinn stofn svokallaðra serkjaapa eða gíbraltarapa (Macaca sylvana) lifir á Gíbraltarkletti, syðst á Íberíuskaga. Serkjaapar eru af ætt makakíapa sem telur um 20 tegundir og lifa þær allar í Asíu að þessari einu tegund undanskilinni. Fyrir utan Gíbra...

category-iconFullveldi, lýðræði og mannréttindi

Hver er stefna ESB í sambandi við launamun kynjanna?

Reglan um sömu laun fyrir sömu vinnu er ein af grundvallarreglum Evrópusambandsins og nær aftur til ársins 1957 þegar hún varð hluti af Rómarsáttmálanum. Allt frá því reglan var staðfest fyrir dómstól Evrópusambandsins á áttunda áratug síðustu aldar (mál 43/75) og fyrsta tilskipunin um launajafnrétti kynjanna (nr....

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvers vegna voru konur 20% fleiri en karlar í manntalinu 1703?

Þegar fyrst var tekið manntal á Íslandi, árið 1703, töldust karlar vera 22.867 en konur 27.491. Yfirfjöldi kvenna var þannig 4.624 eða rúmlega 20% af fjölda karla. Það merkti til dæmis að hefðu allir Íslendingar verið paraðir saman, karlar og konur, svo lengi sem karlarnir hrukku til, hefðu 4.624 konur orðið afgan...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hver er mismunur á launum kynjanna?

Kannanir á kynbundnum launamun hérlendis á undanförnum árum sýna mismunandi niðurstöður þótt í þeim öllum komi fram að konur hafi að jafnaði lægri laun en karlar. Í könnunum af þessu tagi er annars vegar talað um óleiðréttan launamun (e. unadjusted wage gap) og hins vegar leiðréttan launamun (e. adjusted wage gap)...

category-iconLæknisfræði

Hversu margir reykja?

Samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) er talið að undir lok síðustu aldar hafi að minnsta kosti þriðjungur allra jarðarbúa fimmtán ára og eldri reykt. Tíðni reykinga er mjög breytileg á milli landa en almennt er hlutfall þeirra sem reykja nokkuð hærra í þróunarlöndum og í löndum...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hver var Bríet Bjarnhéðinsdóttir og hvert var framlag hennar til kvenréttindabaráttu á Íslandi?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Ég er að gera ritgerð um kosningabaráttu kvenna og Bríeti Bjarnhéðinsdóttur en mér gengur svolítið illa. Getið þið sent mér einhverjar upplýsingar um þetta? Bríet Bjarnhéðinsdóttir stóð í mörgu gegnum ævina: Hún stofnaði og ritstýrði Kvennablaðinu, átti frumkvæði að stofnun...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvaða rannsóknir hefur Sigríður Matthíasdóttir stundað?

Sigríður Matthíasdóttir er sjálfstætt starfandi fræðimaður. Rannsóknir hennar spanna allvítt svið innan sagnfræðinnar en hún hefur meðal annars fengist við sögu íslenskrar þjóðernisstefnu, háskólasögu og sögu íslenskra vesturferða með áherslu á sögu kvenna. Sigríður hefur sérstaklega rannsakað íslenska kvenna- og...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hverjar eru helstu orsakir heimilisofbeldis og hversu algengt er það á Íslandi?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Mig langar að vita um helstu orsakir heimilisofbeldis og hversu algengt það er hérna á Íslandi? Og hverjir gerendurnir eru og þolendur? Almenna hugmyndin um heimilisofbeldi er líkamlegt ofbeldi milli fullorðinna einstaklinga sem eru í sambúð eða deila heimili. Þess vegna er ein...

category-iconHeimspeki

Hver var fyrsta konan sem var viðurkenndur heimspekingur? Hverjar eru þær helstu?

Í spurningunni felst að konur hafi ekki verið viðurkenndar sem heimspekingar en það er álitamál. Konur voru til að mynda meðal nemenda Platons í Akademíunni (sjá Hver var Platon? eftir Geir Þ. Þórarinsson). Sumar konur voru viðurkenndar sem heimspekingar á sínum tíma, en hurfu síðar úr sögunni. Þetta hefur stundum...

category-iconHugvísindi

Var einhver munur á stöðu kvenna í Aþenu og Spörtu til forna?

Já, munur var á stöðu kvenna í Aþenu annars vegar og Spörtu hins vegar. Í Aþenu var staða kvenna á klassískum tíma afar bág, þær höfðu ekki borgararéttindi þótt þær væru aþenskir borgarar og þær nutu á engan hátt jafnræðis á við karla. Þær fengu ekki að taka þátt í stjórnmálum, máttu ekki eiga eignir og gátu alla ...

category-iconHagfræði

Hvernig er launamunur kynjanna reiknaður út?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvernig nákvæmlega er launamunur kynjanna reiknaður út hér heima? Hægt er að reikna launamun launþegahópa með margvíslegum hætti. Alltaf er þó um hlutfall tveggja meðaltala að ræða. Talað er um launamun kynjanna ef laun tiltekins hóps kvenna eru notuð sem efniviður í útreiknin...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað er genasamsæta?

Tvílitna lífverur eins og dýr og háplöntur hafa tvö eintök af hverjum litningi í líkamsfrumum sínum. Maðurinn hefur til dæmis 46 litninga í sínum líkamsfrumum og hafa 23 komið frá móður og 23 frá föður. Við samruna einlitna kynfrumna myndast tvílitna okfruma sem verður upphaf nýs einstaklings. Af 46 litningum m...

category-iconÞjóðfræði

Hver er uppruni íslensku skotthúfunnar?

Talið er að íslenskar konur hafi farið að klæðast fyrsta vísi að peysufötum, sem einnig voru nefnd húfubúningur, í lok 18. aldar. Þá fóru konur að nota húfur með skúfi hversdags í staðinn fyrir falda eða skaut. Fyrirmynd skotthúfanna eru líklega karlmannsprjónahúfur, þá einkum húfur skólapilta sem gengu í Skálhol...

Fleiri niðurstöður