Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 548 svör fundust
Af hverju kallast hrossafluga þessu nafni?
Hrossaflugan er af ættbálki tvívængna rétt eins og mýflugur og moskítóflugur. Ættarheitið er Tipulidae en það skýrir ekki heiti flugunnar. Hún hefur stóra og langa fætur og sker sig þannig frá mýflugunni. Líklegast er að nafnið hafi hún fengið annaðhvort af því að fæturnir hafi þótt minna á langa leggi hestsins eð...
Hvernig lýsir Hunter-heilkenni sér og af hverju leggst það aðallega á stráka?
Hunter-heilkenni er afar sjaldgæfur erfðasjúkdómur. Talið er að alls séu um 2000 einstaklingar með sjúkdóminn í öllum heiminum. Hann stafar af víkjandi stökkbreyttu I2S-geni á X kynlitningi og er það ástæða þess að hann leggst aðallega á stráka. Strákar hafa aðeins einn X litning í frumunum sem þeir erfa í öllum t...
Hvað er frétt?
Tilraun til skilgreiningar er á þá leið að frétt er frásögn af atburði eða fyrirbæri sem almenning varðar um og ekki var áður kunnugt um. Einnig þarf að haga hugfast að fréttamaðurinn velur þá atburði sem hann fjallar um og mótar fréttina þó að hann fylgi þá oftast hefðum. Hann velur fréttaefnið eftir mikilvægi og...
Hvort er réttara að tala um baðkar eða baðker?
Orðið ker er gamalt í málinu í merkingunni 'ílát (misstórt)'. Um samsetninguna baðker á Orðabók Háskólans elst dæmi frá síðari hluta 19. aldar (1885). Þegar í fornu máli, til dæmis í Svarfdæla sögu, eru til dæmi um kerlaug í merkingunni 'baðker'. Kar í merkingunni 'ílát' er aftur á móti fremur ungt tökuorð úr d...
Hvort er krullað hár ríkjandi eða víkjandi?
Krullað hár er víkjandi. Það þýðir að sá sem er með krullað hár hefur erft það frá báðum foreldrum sínum og er arfhreinn (homozygotic) hvað þennan eiginleika varðar. Einstaklingar með slétt hár eru annað hvort arfhreinir hvað slétt hár varðar og geta þá ekki eignast barn með krullur, eða þeir eru arfblendnir (het...
Hvaðan kemur nafnorðið og sagnorðið græja?
Nafnorðið græja ‘tól, tæki’, sem reyndar er einkum notað í fleirtölu græjur, getur hvort heldur sem er hafa borist í íslenskt mál úr norsku grejer eða úr dönsku grejer. Bæði í dönsku og norsku er orðið leitt af sögninni greje ‘lagfæra, koma í kring’. Hún er fengin að láni í dönsku úr norsku. Í báðum málum er nafno...
Hafa heyrnartól einhver skaðleg áhrif á heyrn eða annað?
Heyrnartól geta haft skaðleg áhrif á heyrn, sé hljóðið frá þeim stillt of hátt. Skyndilegur hvellur getur valdið sárauka, skammtíma- eða langvarandi heyrnartapi eða aukinni viðkvæmni fyrir hljóði (e. hyperacusus). Auk þess getur langvarandi útsetning fyrir hljóðum hærri en 80-90dB valdið heyrnarskaða, til dæm...
Hvernig tengist Edwin Hubble sjónaukanum sem við hann er kenndur?
Edwin Powell Hubble fæddist í bænum Marshfield í Missouri-ríki í Bandaríkjunum þann 29. nóvember 1889. Strax sama ár fluttist hann ásamt fjölskyldu sinni til borgarinnar Wheaton í Illinois-ríki. Hubble heillaðist snemma af undrum vísindanna og átti það til að sökkva sér í vísindaskáldsögur eftir Jules Verne og Hen...
Hvað er að vera alveg kexruglaður?
Samkvæmt orðabókinni okkar er slanguryrðið kexruglaður notað um þá sem eru 'alveg ruglaðir', 'geðveikir' eða 'í vímu'. Ekki er víst að allir sjái í hendi sér hvernig orðið kex gerir ruglað fólk alveg snarruglað og geðveikt; örugglega finnst sumum að slík orðanotkun sé út í hött og baki eintóm vandræði. En þ...
Hvernig fóru heiðin jól fram?
Engar samtímaheimildir eru til um heiðið jólahald. Elstu lýsingar eru skráðar af kristnum höfundum tveim öldum eftir að heiðinn siður var afnuminn. Ekki er þorandi að treysta á að þær lýsingar séu með öllu óhlutdrægar. Norræn jól voru í öndverðu skammdegishátíð, en þær hafa þekkst um víða veröld og gegna andlegri ...
Hverjir réðu Gíbraltar á undan Bretum? Hvaða tungumál er talað þar?
Gíbraltar er rúmlega 6,5 km2 skagi syðst á Spáni við mynni Miðjarðarhafs. Saga Gíbraltar nær mörg árþúsund aftur í tímann og þar hafa meðal annars fundist merki um Neanderdalsmenn. Nær í tíma er vitað að Fönikíumenn höfðu sest þar að í kringum 950 f.Kr. og seinna komst skaginn undir Rómaveldi eins og svo mörg önnu...
Hver var fuglinn Fönix?
Fönix (e. Phoenix) var stór, fallegur sagnafugl sem var sagður getað lifað í 500 ár. Þegar fuglinn fann að tími var komin á það að hann skyldi deyja þá flaug hann til Egyptalands, bjó þar til hreiður og lagði eld að því. Úr öskunni átti svo að rísa nýr Fönix. Því er hann stundum kallaður eldfuglinn. Í sögum er ein...
Hvaða tólfum kasta menn, hvernig er það gert og við hvað er átt?
Orðasambandið að kasta tólfunum er notað um eitthvað sem keyrir úr hófi. Það er þekkt að minnsta kosti frá 18. öld samkvæmt heimildasafni Orðabókar Háskólans. Yngra er sambandið að slá tólfunum í sömu merkingu en það er kunnugt frá 19. öld. Líkingin er sennilegast komin frá teningaspili þar sem notaðir eru tveir t...
Hvort er réttara að skrifa bleia eða bleyja? Hvaðan er orðið komið?
Samkvæmt Stafsetningarorðabókinni, sem gefin var út 2006, er jafn rétt að skrifa bleia og bleyja. Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar (1989:63) er orðið skrifað bleia þar sem það er tökuorð úr dönsku ble og ekkert styður sérstaklega rithátt með -y-. Jafn rétt er að skrifa bleia og bleyja. Ák...
Hverjir eru þessir gárungar?
Orðið gárungur, einnig gárungi, er notað í merkingunum ‛flón; galgopi, háðfugl; montrass’. Elstu dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru í fleirtölu og þar sem fleirtalan af báðum orðmyndunum er hin sama, gárungar, er erfitt að segja um hvor þeirra er eldri. Elstu dæmi eru frá 17. öld. Þær merkingar sem ...