Fönix (e. Phoenix) var stór, fallegur sagnafugl sem var sagður getað lifað í 500 ár. Þegar fuglinn fann að tími var komin á það að hann skyldi deyja þá flaug hann til Egyptalands, bjó þar til hreiður og lagði eld að því. Úr öskunni átti svo að rísa nýr Fönix. Því er hann stundum kallaður eldfuglinn. Í sögum er einnig sagt frá því að rautt egg myndist í öskunni og úr því rísi nýr eldfugl. Fönix er nefndur bæði í grískri og rómveskri goðafræði. Í báðum þessum trúarbrögðum var guð sólarinnar táknaður með eldfuglinum Fönix. Þetta svar er eftir grunnskólanemanda á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.
Fönix (e. Phoenix) var stór, fallegur sagnafugl sem var sagður getað lifað í 500 ár. Þegar fuglinn fann að tími var komin á það að hann skyldi deyja þá flaug hann til Egyptalands, bjó þar til hreiður og lagði eld að því. Úr öskunni átti svo að rísa nýr Fönix. Því er hann stundum kallaður eldfuglinn. Í sögum er einnig sagt frá því að rautt egg myndist í öskunni og úr því rísi nýr eldfugl. Fönix er nefndur bæði í grískri og rómveskri goðafræði. Í báðum þessum trúarbrögðum var guð sólarinnar táknaður með eldfuglinum Fönix. Þetta svar er eftir grunnskólanemanda á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.