Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 69 svör fundust
Hvað var spánska veikin?
Spánska veikin var afar skæður inflúensufaraldur sem gekk yfir heiminn árin 1918-19. Inflúensa orsakast af veirum sem smitast í gegnum öndunarfæri fólks. Þeir sem smitast mynda ónæmi en ef nýir stofnar myndast af veirum sem fólk hefur ekkert áunnið ónæmi við þá geta komið upp bráðsmitandi farsóttir eins og í tilfe...
Hversu mörgum konum var drekkt í Drekkingarhyl og fyrir hvað?
Aftökur tíðkuðust á Íslandi á 17. öld fyrir nokkrar tegundir afbrota sem yfirvöld töldu að væru sérlega alvarleg. Var hugmyndin sú að með því að taka sakamenn af lífi myndu aðrir forðast glæpi og jafnframt yrði afstýrt reiði guðs yfir ósiðlegu framferði landsmanna. Ætla má að frá lokum 16. aldar fram á fyrstu ár 1...
Hvað er að segja um Oddaverja á Sturlungaöld?
Óljóst er hvenær Oddaverjar í Rangárþingi urðu höfðingjaætt. En í Landnámabók (Hauksbókargerð) er rakin ætt frá Hrafni Valgarðssyni heimska, landnámsmanni á Raufarfelli undir Eyjafjöllum: Hans börn voru þau Helgi bláfauskur og Freygerður og Jörundur goði, faðir Svarts, föður Loðmundar, föður Sigfúss, föður Sæmunda...
Hver var Jón Thoroddsen og hvað skrifaði hann?
Jón Thoroddsen er þekktastur fyrir skáldsögur sínar Pilt og stúlku og Mann og konu, auk þess sem mörg ljóða hans eru vel þekkt, ekki síst þau sem sonarsonur hans Emil Thoroddsen gerði lög við, svo sem „Búðarvísur“, „Vögguvísu“ (Litfríð og ljóshærð) og „Til skýsins“, að ógleymdum ættjarðarljóðum á borð við „Ísland“...
Hve margir Íslendingar dóu í seinni heimsstyrjöldinni?
Hér er gert ráð fyrir að spurt sé um fjölda þeirra Íslendinga sem létust af orsökum sem tengja má stríðinu og veru hersins hér á landi en ekki heildarfjölda þeirra sem létust á þeim árum sem stríðið stóð yfir. Vitað er með vissu um 159 Íslendinga sem létu lífið vegna ófriðarins með einum eða öðrum hætti. Af þe...
Hvers vegna er skammtafræðin svona ólík klassískri eðlisfræði?
Hér er einnig svarað spurningum Birgis Haukssonar: Hvernig er kenningin í skammtafræði um að hlutur geti verið á 2 stöðum á sama tíma? Hvaða rit eru til á íslensku, á mannamáli, um skammtafræði? Skammtafræði er í grundvallaratriðum frábrugðin klassískri eðlisfræði. Það helgast af því að þessar tvær kenningar...
Hvernig kveiktu „fornmenn“ á Íslandi eld?
Spurningin í heild sinni hljóðar svo:Hvernig kveiktu „fornmenn“ á Íslandi eld? Hvers vegna þurfti Grettir að „sækja eld“ úr Drangey; og höfðu brennumenn eld með sér til að kveikja í Bergþórshvoli? Að hafa vald á eldinum er eitt af því sem aðgreinir manninn frá öðrum dýrum. Að geta kveikt eld og stjórnað honum e...
Hvað segja ritheimildir um landnám fýls á Íslandi?
Stutta svarið Í fornritum miðalda er lítið minnst á fugla og fýls er þar aðeins getið tvisvar sinnum. Brot úr eggjaskurn frá 10. og 12. öld hafa fundist í Mývatnssveit og talið er líklegt að þau séu úr fýlsvarpi. Ekki er þó vitað hvort varp hafi verið samfellt hér á landi frá þeim tíma. Miðað við ritheimildir 1...
Hvaða þættir stýra launamun á Íslandi?
Hugtakið launamunur kemur fyrir í samanburði milli einstaklinga, hópa, starfa, atvinnugreina og stéttarfélaga, svo nokkur dæmi séu nefnd. Kjaratölfræðinefnd[1] vinnur með fjögur grunnhugtök: Grunnlaun, regluleg laun, regluleg heildarlaun og heildarlaun. Auk þess er Kjaratölfræðinefnd nýlega farin að halda sérstakl...