Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2370 svör fundust

category-iconHugvísindi

Af hverju merkir það að gera axarskaft að klúðra einhverju?

Til er gömul þjóðsaga sem segir frá karli sem heyrði mjög illa en vildi ekki að aðrir kæmust að því. Í þjóðsagnasafni Jóns Árnasonar (V:399) er sagan sögð á þá leið að karl var eitt sinni úti í skógi að höggva við. Þá sér hann þrjá menn nálgast, tvo ríðandi og einn gangandi. Þá hugsar karl með sér: Nú munu þeir sp...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðið þumalputtaregla?

Bæði orðið þumalfingursregla og þumalputtaregla eru notuð um að hafa eitthvað sem almenna, lauslega viðmiðun. Orðin eru ekki gömul í málinu og hafa til dæmis ekki ratað inn í Íslenska orðabók (2002). Þumalputtaregla virðist algengara orð í mæltu máli. Oftast er talað um að hafa eitthvað sem þumalputtareglu, nota e...

category-iconFornleifafræði

Getið þið greint þessar rúnir sem ég lét tattúvera á mig?

Spyrjandi lét mynd fylgja með spurningunni auk þessarar skýringar: Þannig er til komið að þetta er letur sem einn húðflúrari notar í sérstökum tilfellum (segir hann) en þetta tjáði hann mér að væru Valhallar-rúnir sem ég veit ekki hvort séu til. En þetta er ég með flúrað á mig. Önnur deili ku ég ekki vita. ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er uppruni orðsins mannbroddar og hvaðan kemur það?

Samkvæmt Íslenskri orðabók Eddu (2002:957) eru mannbroddar ‘broddajárn (oft með fjórum broddum) fest neðan á skó til að ganga á þegar hált er’. Orðið broddajárn er ekki fletta í orðabókinni. Elst dæmi um mannbrodda í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr Tímariti Máls og menningar frá 1990 en mun eldri dæmi e...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Eru enn til ófundin frumefni og gæti eitthvert þeirra verið stöðugt?

Fundin hafa verið 112 frumefni. Svarið við spurningunni er í stuttu máli: Já, líklega er hægt, með miklum tilkostnaði, að búa til ný frumefni en að öllum líkindum væri ekkert þeirra stöðugt. Hér á eftir er fjallað nánar um sögu frumefnanna. Rússneski efnafræðingurinn Mendelejev lagði grunninn að lotukerfi frume...

category-iconHeimspeki

Hvernig skilgreinir maður heimspeki? Hvað er heimspeki?

Ég legg fram tvær lögmætar skilgreiningar á heimspeki. Fyrri skilgreiningin er þessi: Heimspeki er sú iðja að glíma af heiðarleik og hugrekki við spurningar sem varða tilvist mannsins, bæði hvað er og hvað ber (verufræði og siðfræði) og spurningar sem spretta af þessum og virðist við rannsókn nauðsynlegt að svara ...

category-iconHeimspeki

Rakarinn í Þorlákshöfn rakar alla sem raka sig ekki sjálfir. Rakar hann sjálfan sig?

Þessi margumtalaði rakari virðist víðförull mjög og er ýmist sagður búa í Sevilla, á Sikiley, nú, eða í Þorlákshöfn. Eins og útskýrt verður hér að neðan er reyndar óhugsandi að þessi maður sé til eða hafi nokkurn tíma verið til. Þverstæðan um rakarann er svona: Rakarinn í þorpinu rakar alla (og aðeins þá) þor...

category-iconTrúarbrögð

Hvers vegna líta rastafarar upp til Haile Selassie sem eins konar hálf-guðs?

Rastafarar líta ekki á Haile Selassie sem hálf-guð heldur sem guð að fullu, líkt og kristnir líta á Jesú sem guð en ekki hálf-guð. Haile Selassie I (1892-1975) var keisari Eþíópíu. Hann var sonur Ras Makonnen sem var ráðgjafi Meneliks keisara II og hlaut upphaflega nafnið Tafari Makonnen. Tafari giftist barnab...

category-iconLæknisfræði

Hvað er iktsýki?

Iktsýki eða Rheumatoid arthritis nefnist í daglegu tali liðagigt og er einn af algengustu liðabólgusjúkdómunum. Til liðagigtar teljast meðal annars liðbólgusjúkdómar eins og sóragigt (psoriasis-liðagigt = Psoriasis arthritis) og liðbólgusjúkdómar er geta fylgt iðrabólgusjúkdómum, ásamt fleirum fjölliðabólgusjúkdóm...

category-iconHugvísindi

Komu „læknisrannsóknir“ dr. Mengeles heiminum að einhverju gagni?

Dr.Josef Mengele, sem gekk undir nafninu Engill dauðans, var læknir í illræmdum útrýmingarbúðum nasista í Auschwitz í Póllandi í seinni heimsstyrjöld. Nafn hans tengist fyrst og fremst óhugnanlegum illvirkjum sem hann framdi í nafni læknisfræðinnar. Ekki er hægt að kalla þær pyntingar sem hann lét fangana í Auschw...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Mig langar að vita allt um beinhákarlinn, hvar er hann veiddur og fleira?

Beinhákarlinn (Cetorhinus maximus) nýtur talsverðar sérstöðu meðal hákarla. Hann er eini hákarlinn með beinkennda stoðgrind í stað brjóskkenndrar eins og hinar rúmlega 300 tegundirnar hafa. Þess vegna er hann flokkaður einn í ættina Cetorhinidae. Meðallengd fullorðinna beinhákarla er um 6,7-8,8 metrar en þeir stær...

category-iconStærðfræði

Hvar bjó Evklíð, hvenær var hann uppi og hvað er hann þekktastur fyrir?

Evklíð var uppi um 300 f.Kr. en á þeim tíma var grísk menning ríkjandi um allt austanvert Miðjarðarhaf. Evklíð var einn þeirra Grikkja sem bjó í grísku nýlendunni Alexandríu í óshólmum Nílar í Egyptalandi. Alexandría var þá mikið menningarsetur, reist af Alexander mikla keisara sem lést árið 323 f.Kr. Talið er að ...

category-iconHugvísindi

Getið þið sagt mér allt um Borðeyri?

Borðeyri er kauptún sem stendur við vestanverðan Hrútafjörð í Strandasýslu. Borðeyri er eitt fámennasta kauptún Íslands, þar voru 32 íbúar árið 2005. Ingimundur gamli, sem sagt er frá í Vatnsdælasögu, gaf bæði eyrinni og firðinum nafn sitt. Þegar hann var í firðinum ásamt mönnum sínum sá hann tvo hrúta koma hlaupa...

category-iconFöstudagssvar

Er rauðhært fólk með gleraugu gáfaðra en annað fólk?

Vísindavefnum hafa borist fjölmargar spurningar um háralit og ljóst er að þetta er málefni sem brennur á fólki. Nú þekkja flestir einhvern rauðhærðan einstakling, sem gengur jafnvel með gleraugu, og telja sig því geta svarað spurningunni á eigin spýtur. En þó fólk gæti komist að réttri niðurstöðu þá gleyma flestir...

category-iconHugvísindi

Tveir menn standa fyrir framan tvennar dyr. Annar mannanna lýgur alltaf en hinn segir alltaf satt. Aðrar dyrnar vísa þér á fjársjóð en hinar á hungrað ljón. Þú mátt spyrja einnar spurningar til að finna fjársjóðinn. Hver er spurningin?

Til eru fjölmörg afbrigði af þessari gátu. Mjög vinsælt er að leggja hana fyrir nema í rökfræði og heimspeki, eða bara gesti og gangandi, því svarið við henni er ekki augljóst og þarfnast nokkurrar útsjónarsemi. Þeir sem vilja reyna við gátuna ættu endilega að gera það, hinir sem vilja lesa áfram geta skrunað n...

Fleiri niðurstöður