Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 974 svör fundust
Hvað er ofurflæði?
Ofurflæði (superfluidity) er sá eiginleiki vökva að geta streymt án núnings. Ofurflæði er einungis þekkt í tveimur helínsamsætum, He-4 og He-3. Ástæða þess er sú að önnur efni hafa þegar breyst úr vökva í fast efni við það lága hitastig sem þarf til að ofurflæði geti átt sér stað. Sem dæmi má nefna að ofurflæði í ...
Hvers vegna er sagt að ekki sé líf á öðrum hnöttum?
Eins og eðlilegt er hefur mikið verið spurt um þessi efni hér á Vísindavefnum og er hér með einnig svarað eftirfarandi spurningum: Eru til einhverjar sannanir fyrir því að vitsmunalíf þrífist úti í alheimnum? (Hinrik Bergs) Hvers vegna er talið að það sé ekkert líf í þessu sólkerfi nema á jörðinni? (Árný Yrsa)...
Af hverju stafa norður- og suðurljósin?
Þetta er einnig svar við spurningunum "Hvað, hvernig og hversvegna eru norðurljós og sjást þau bara á norður- og suðurhveli jarðar?" Yfirborð sólarinnar sendir í sífellu frá sér svokallaðan sólvind, en hann er straumur hlaðinna agna, aðallega róteinda og rafeinda. Segulsvið jarðar hrindir flestum þessum ögnum ...
Eru bandarísk yfirvöld ekki að ráðleggja að sá lúpínu á tunglinu? Hvenær verður þá líft þarna?
Það hlýtur að vera einhver misskilningur að ábyrg bandarísk yfirvöld gefi þessi ráð. Það skortir einfaldlega alltof margt til að líf eins og við þekkjum, þar á meðal lúpínur, geti þrifist við þau náttúruskilyrði sem ríkja á tunglinu. Mestu skiptir að á tunglinu er alls enginn lofthjúpur. Þar er því ekkert súref...
Hvað er innri öndun og hvernig verkar hún?
Innri öndun er kölluð öðru nafni frumuöndun og fer fram í hverri einustu frumu líkamans. Þetta er í raun efnaferli þar sem orkuefni, sem við höfum fengið með fæðunni og hafa borist með blóðrásinni frá meltingarfærum til vefja líkamans, eru brotin niður í frumunum til að fá úr þeim orku. Þessi efni eru sykrur (carb...
Hvers konar prímatar eru rhesusapar?
Rhesusapar (Macaca mulatta) eru 47 til 64 sentímetrar á lengd og vega frá 4,5 til 11 kíló. Karldýrin eru þó mun stærri. Rhesusapar greinast í þrjár deilitegundir og finnast víða um suðaustanverða Asíu og á Indlandi. Þeir eru með brúnan feld og rauðleitan afturenda. Fullorðin dýr eru með rauðleitt nakið andlit. ...
Hvers vegna er Andrés Önd alltaf með handklæði vafið utan um sig þegar hann kemur úr sturtu?
Vissulega kemur þessi blygðunarkennd Andrésar undarlega fyrir sjónir, í ljósi þess að hann er alla jafna berrassaður. Sumir hafa haldið því fram að teiknarinn setji handklæðið þarna til að gera lesendum Andrésblaðsins það ljóst að Andrés sé að koma úr sturtu. Ef hann væri teiknaður nakinn gæti lesandinn haldið að ...
Hvað getið þið sagt mér um drekaflugur?
Drekaflugur (einnig kallaðar slenjur) nefnast öll skordýr af undirættbálki vogvængja (Anisoptera). Alls eru þekktar um 2.500 tegundir af drekaflugum. Helstu einkenni þessara flugna eru áberandi langur bolur, stór augu og útstæðir vængir, einnig í hvíldarstöðu. Augun þekja mestan part höfuðsins og er sjónskyn f...
Hvernig er pappír endurunninn?
Við endurvinnslu á pappír er leitast við að ná ákveðinni blöndu af trefjamassa sem miðast við þá vöru sem verið er að framleiða hverju sinni. Við framleiðslu á salernispappír er til dæmis ákveðnum hlutföllum af skrifstofupappír (meiri gæði, fleiri trefjar) blandað saman við dagblaða- og tímaritapappír (minni gæði)...
Hvað verður um munnvatnið þegar við sofum?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Þegar við erum vakandi erum við stöðugt að kyngja munnvatni, en hvað verður um munnvatnið þegar við sofum? Hér er einnig svarað spurningunum: Kyngir maður munnvatninu þegar maður sefur eða býr líkaminn bara til minna af því? Hvað kyngir maður miklu munnvatni á ári? Þegar...
Hvers vegna helst púðursykur mjúkur ef maður hefur brauðsneið í boxinu?
Fjölmargir hafa spurt Vísindavefinn um púðursykur og brauð. Fleiri spyrjendur voru: Brynjar Birgisson, Elías Snorrason, Stefán Jökull Jónsson, Vala Hafsteinsdóttir, Ingi Karl Reynisson, Daði Jónsson og Helgi Jósepsson Púðursykur (e. brown sugar, d. brun farin eða mørk farin, en þetta eru yfirleitt merkingarnar ...
Hvernig urðu jörðin og hinar reikistjörnurnar til?
Jörðin varð til fyrir um það bil 4500 milljónum ára. Hún varð til þegar efnisagnir sem gengu umhverfis sólina rákust á og hnoðuðust saman í sífellt stærri einingar. Þessar einingar mynduðu að lokum reikistjörnur sólkerfisins Í svari Tryggva Þorgeirssonar við sömu spurningu segir:Uppruna sólkerfis okkar má rekja ti...
Hvort verða ungar til í eggjahvítunni eða eggjarauðunni?
Ef spyrjandi á við fuglsegg þá verður unginn hvorki til í eggjahvítunni né eggjarauðunni. Eggjarauðan veitir unganum nauðsynlega næringu en í henni eru meðal annars járn, fosfór, mörg sölt og A-, B- og D-vítamín. Einnig eru í rauðunni ýmsar gerðir af lípíðum. Ungar verða hvorki til í eggjahvítunni né eggjarauð...
Af hverju er alltaf rigning í kvikmyndum þegar eitthvað sorglegt gerist eða þegar par kyssist eftir rifrildi?
Það er alveg örugglega ekki þannig að alltaf rigni í kvikmyndum þegar eitthvað sorglegt gerist. Í mörgum kvikmyndum gerast sorglegir atburðir innan dyra án þess að áhorfendur fái að sjá hvernig veðrið er úti og í sumum kvikmyndum gerast sorglegir atburðir undir heiðskýrum himni. Það er hins vegar margt til í þv...
Ef vísindamenn mundu finna upp nýtt efni í staðinn fyrir bensín, hvernig efni mundi það vera?
Bensín er unnið úr hráolíu sem einnig er nefnd jarðolía. Í svari Leifs A. Símonarsonar við spurningunni Hversu margir lítrar af olíu eru til í heiminum? segir meðal annars þetta um tilurð jarðolíunnar:Flestir jarðfræðingar eru sammála um að jarðolía hafi myndast úr plöntu- og dýraleifum sem einkum hafa safnast sam...