Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 4624 svör fundust
Hvað er járnblendi og hvernig er það framleitt?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hvað er gert í járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga? Hvað er járnblendi, til hvers er það notað og hvernig er það framleitt?Í járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga er framleitt kísiljárn (e. ferrosilicon). Meginafurðin er svokallað 75% kísiljárn, táknað FeSi75, sem innihe...
Hvernig var skessujurt notuð til lækninga?
Skessujurt (Levisticum officinale, e. lovage) er af sveipjurtaætt (Apiacea). Hún er venjulega um 1-1½ metri á hæð en getur þó orðið yfir 2 metrar. Hérlendis ber plantan venjulega blóm í júlí og eru þau gulgræn að lit. Skessujurtin er upprunnin í Suður-Evrópu við Miðjarðarhafið en barst þaðan norður eftir álfun...
Hvað er tigla í erfðafræði?
Með tiglu (e. mosaic) er átt við einstakling sem er gerður úr tveimur eða fleiri erfðafræðilega ólíkum frumugerðum. Tiglur voru fyrst rannsakaðar hjá ávaxtaflugunni (Drosophila melanogaster). Dæmi fundust um flugur sem voru með tvo X-litninga (XX) í öðrum helmingi líkamans en aðeins einn X-litning (XO) í hinum ...
Hvað getið þið sagt mér um langvinna lungnateppu?
Langvinn lungnateppa (e. chronic obstructive pulmonary disease, COPD) er samheiti yfir ýmsa sjúkdóma, meðal annars lungnaþembu, langvinna berkjubólgu og reykingalungu. Um er að ræða bólguástand sem veldur ertingu í berkjunum, aukinni slímmyndun og stækkun og eyðileggingu á lungnablöðrunum. Lungnateppa einkennist a...
Eru karlar með meira adrenalín en konur?
Adrenalín, öðru nafni epínefrín, var fyrst einangrað af tveimur óháðum hópum vísindamanna 1900 og 1901. Efnafræðilega tilheyrir adrenalín svokölluðum katekólamínum. Adrenalín er hormón myndað í nýrnahettumerg og hefur áhrif á geymslu, flutning og efnaskipti fjölsykrunnar glýkógens og fitusýra. Því er seytt þe...
Af hverju er Plútó ekki reikistjarna?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Af hverju er Plútó ekki lengur reikistjarna? Ég skoðaði sem þið skrifuðuð um hann en ég vil fá gott svar! Þegar Plútó uppgötvaðist árið 1930 töldu flestir að þar hefði fundist níunda reikistjarna sólkerfisins. Stjörnufræðingar komust þó fljótt að því að Plútó er talsver...
Hvað gerist ef allir sæstrengir sem tengja Ísland við umheiminn rofna samtímis?
Ef hið ólíklega gerðist að allir sæstrengirnir sem tengja Ísland við umheiminn myndu rofna í hafi á sama tíma mun margvísleg mikilvæg starfsemi fara úr skorðum. Ekki liggja fyrir nákvæmar greiningar hvað mun stöðvast eða skerðast en til að gefa einhvers konar svar við spurningunni mætti spyrja hvaða fjarskipti mun...
Er það satt að Ítalir verði áfram jafnsvangir ef þeir borða bæði pasta og antipasta?
Spyrjandi veit sem er að ekkert efni verður eftir þegar efni (matter) og andefni (antimatter) koma saman í jafnstórum skömmtum. Spurningin er því fullkomlega eðlileg og má búast við að hún hafi valdið spyrjanda miklum áhyggjum og kannski minnkandi matarlyst. Honum hefur þó líklega ekki dottið í hug að gera einfald...
Hvernig má ráða niðurlögum elftingar í görðum í Reykjavík?
Elfting (Equisetum arvense) er eitt erfiðasta illgresið sem garðeigendur þurfa að kljást við. Elftingin fjölgar sér og dreifist út með jarðrenglum þannig að renglurnar lifa í jarðveginum og fjölga sér áfram þó að reynt sé að reyta hana upp. Kerfisvirk illgresislyf, það er að segja efni sem plöntur taka upp gegnum ...
Hver var Alexander Fleming?
Hér er einnig svarað spurningu Bjarkar Bjarnadóttur Hver fann upp penisilínið, hvernig var það uppgötvað og hvenær var það fyrst notað?Sir Alexander Fleming (1881-1955) var breskur vísindamaður sem frægastur er fyrir uppgötvun sína á fyrsta sýklalyfinu, penisilíni. Hann fæddist nálægt bænum Darvel í Skotlandi á...
Hvaða könnuður er kominn lengst út í geiminn og hvert er verkefni hans í framtíðinni?
Spútnik 1 var fyrsti ómannaði könnuðurinn sem skotið var út í geiminn en það var 4. október 1957. Spútnik var á braut umhverfis jörðu í 3 mánuði og fór um 60 milljón km á þeim tíma, en hraðinn var um 29.000 km á klukkustund. Tuttugu árum síðar, árið 1977, var Voyager 1 og Voyager 2 skotið á loft en það eru þeir...
Af hverju er andrúmsloftið gegnsætt?
Efni teljast gegnsæ ef sýnilegt ljós nær að skína að fullu eða mestu óhindrað í gegnum þau (sbr. svar við spurningunni Af hverju er gler gegnsætt og hvaða efni eru í gleri? eftir sama höfund). Helsta orsök ógegnsæis efna er ljósgleypni þeirra. Slík ljósgleypni á sér stað þegar orka ljóssins yfirfærist á eindir...
Eru líkur á að ísöld eða annars konar hamfarir sem eyða öllu lífi á jörðu komi aftur?
Svo spáði spaks manns vör að allt sem hefur gerst, geti gerst aftur og muni gera það. Þær hamfarir hafa að vísu ekki orðið að allt líf hafi eyðst, en komi til þess er því miður líklegast að það verði af manna völdum en ekki náttúrunnar. Ekki er langt síðan margir lifðu í stöðugum ótta við kjarnorkustyrjöld stórvel...
Hvað getið þið sagt mér um sjúkdóminn hjarnahvítukyrking?
Hjarnahvítukyrkingur (e. leukodystrophy) er flokkur sjaldgæfra arfgengra taugasjúkdóma sem einkennast af hrörnun hvíta efnis heilans vegna ófullkomins vaxtar eða þroska mýlisslíðursins (e. myelin sheath) umhverfis taugunga (e. neurons). Margir sjúkdómar teljast til hjarnahvítukyrkinga og einkenni og framgangur þe...
Af hverju er hægt að slökkva eld með vatni úr því að súrefni er í vatni og eldur nærist á súrefni?
Það er vissulega rétt að eldur nærist á súrefni en hins vegar vitum við líka að mörg efni eru sem betur fer ekki eldfim og meðal þeirra er einmitt vatnið. Við getum sagt að í slíkum efnum sé svo mikið af súrefni að þau geti ekki tekið við meiru. Efnafræðingar mundu segja að þau væru fulloxuð. Eldur verður til v...