Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju er Plútó ekki reikistjarna?

SHB

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Af hverju er Plútó ekki lengur reikistjarna? Ég skoðaði sem þið skrifuðuð um hann en ég vil fá gott svar!

Þegar Plútó uppgötvaðist árið 1930 töldu flestir að þar hefði fundist níunda reikistjarna sólkerfisins. Stjörnufræðingar komust þó fljótt að því að Plútó er talsvert frábrugðinn hinum átta reikistjörnunum og því voru margir á því að ekki ætti að telja hann til þeirra. Ekki var þó til nein sérstök vísindaleg skilgreining á „reikistjörnu“ svo að erfitt var að meta eða rökræða hvort Plútó ætti heima í hópi þeirra.

Plútó úr 450.000 km fjarlægð.

Árið 2006 komu stjörnufræðingar sér loks saman um skilgreiningu á því hvaða þrjú skilyrði himinhnöttur þarf að uppfylla til að teljast reikistjarna. Til þess þarf hann að:
  • vera á braut um sólina
  • hafa nægilegan þyngdarkraft til að vera því sem næst hnattlaga
  • hafa fjarlægt allt efni í næsta nágrenni við braut sína

Plútó er ekki ráðandi fyrirbæri á braut sinni um sólina og deilir henni með öðrum fyrirbærum, til dæmis Karon og Neptúnusi. Plútó uppfyllir því ekki þriðja skilyrðið og telst ekki lengur reikistjarna. Þar af leiðandi eru nú taldar átta reikistjörnur í sólkerfi okkar: Merkúríus, Venus, jörðin, Mars, Júpíter, Satúrnus, Úranus og Neptúnus. Skilgreiningin er þannig úr garði gerð að ólíklegt er að reikistjörnurnar verði nokkurn tímann fleiri en átta.

Hins vegar tilheyrir Plútó flokki svokallaðra dvergreikistjarna (e. dwarf planets). Til þess að teljast dvergreikistjarna þarf fyrirbæri aðeins að uppfylla tvö af þremur skilyrðunum í reikistjörnuflokkum: Það verður að vera á braut um sólina og því sem næst hnöttótt. Auk þess má dvergreikistjarna hvorki vera reikistjarna né tungl. Þessum hópi tilheyra líka tveir aðrir hnettir, 2003 UB313 og Seres. Nú þegar eru þekktir tugir hnatta sem gætu talist dvergreikistjörnur og því má búast við að sá hópur stækki mjög hratt á næstu árum.

Þetta svar er stytt útgáfa af svarinu Af hverju er Plútó ekki lengur talin reikistjarna? eftir Sævar Helga Bragason. Styttingin er unnin af ritstjórn Vísindavefsins.

Mynd:

Höfundur

Sævar Helgi Bragason

stjörnufræðikennari

Útgáfudagur

2.9.2015

Spyrjandi

Freyja Ebba Halldórsdóttir, f. 2003

Tilvísun

SHB. „Af hverju er Plútó ekki reikistjarna?“ Vísindavefurinn, 2. september 2015, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=70330.

SHB. (2015, 2. september). Af hverju er Plútó ekki reikistjarna? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=70330

SHB. „Af hverju er Plútó ekki reikistjarna?“ Vísindavefurinn. 2. sep. 2015. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=70330>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju er Plútó ekki reikistjarna?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:

Af hverju er Plútó ekki lengur reikistjarna? Ég skoðaði sem þið skrifuðuð um hann en ég vil fá gott svar!

Þegar Plútó uppgötvaðist árið 1930 töldu flestir að þar hefði fundist níunda reikistjarna sólkerfisins. Stjörnufræðingar komust þó fljótt að því að Plútó er talsvert frábrugðinn hinum átta reikistjörnunum og því voru margir á því að ekki ætti að telja hann til þeirra. Ekki var þó til nein sérstök vísindaleg skilgreining á „reikistjörnu“ svo að erfitt var að meta eða rökræða hvort Plútó ætti heima í hópi þeirra.

Plútó úr 450.000 km fjarlægð.

Árið 2006 komu stjörnufræðingar sér loks saman um skilgreiningu á því hvaða þrjú skilyrði himinhnöttur þarf að uppfylla til að teljast reikistjarna. Til þess þarf hann að:
  • vera á braut um sólina
  • hafa nægilegan þyngdarkraft til að vera því sem næst hnattlaga
  • hafa fjarlægt allt efni í næsta nágrenni við braut sína

Plútó er ekki ráðandi fyrirbæri á braut sinni um sólina og deilir henni með öðrum fyrirbærum, til dæmis Karon og Neptúnusi. Plútó uppfyllir því ekki þriðja skilyrðið og telst ekki lengur reikistjarna. Þar af leiðandi eru nú taldar átta reikistjörnur í sólkerfi okkar: Merkúríus, Venus, jörðin, Mars, Júpíter, Satúrnus, Úranus og Neptúnus. Skilgreiningin er þannig úr garði gerð að ólíklegt er að reikistjörnurnar verði nokkurn tímann fleiri en átta.

Hins vegar tilheyrir Plútó flokki svokallaðra dvergreikistjarna (e. dwarf planets). Til þess að teljast dvergreikistjarna þarf fyrirbæri aðeins að uppfylla tvö af þremur skilyrðunum í reikistjörnuflokkum: Það verður að vera á braut um sólina og því sem næst hnöttótt. Auk þess má dvergreikistjarna hvorki vera reikistjarna né tungl. Þessum hópi tilheyra líka tveir aðrir hnettir, 2003 UB313 og Seres. Nú þegar eru þekktir tugir hnatta sem gætu talist dvergreikistjörnur og því má búast við að sá hópur stækki mjög hratt á næstu árum.

Þetta svar er stytt útgáfa af svarinu Af hverju er Plútó ekki lengur talin reikistjarna? eftir Sævar Helga Bragason. Styttingin er unnin af ritstjórn Vísindavefsins.

Mynd:

...