Af hverju er Plútó ekki lengur reikistjarna? Ég skoðaði sem þið skrifuðuð um hann en ég vil fá gott svar!Þegar Plútó uppgötvaðist árið 1930 töldu flestir að þar hefði fundist níunda reikistjarna sólkerfisins. Stjörnufræðingar komust þó fljótt að því að Plútó er talsvert frábrugðinn hinum átta reikistjörnunum og því voru margir á því að ekki ætti að telja hann til þeirra. Ekki var þó til nein sérstök vísindaleg skilgreining á „reikistjörnu“ svo að erfitt var að meta eða rökræða hvort Plútó ætti heima í hópi þeirra. Árið 2006 komu stjörnufræðingar sér loks saman um skilgreiningu á því hvaða þrjú skilyrði himinhnöttur þarf að uppfylla til að teljast reikistjarna. Til þess þarf hann að:
- vera á braut um sólina
- hafa nægilegan þyngdarkraft til að vera því sem næst hnattlaga
- hafa fjarlægt allt efni í næsta nágrenni við braut sína
- NASA/JHUAPL/SwRI. (Sótt 31. 7. 2015).