Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2518 svör fundust
Hvar á að leita upplýsinga um hafstrauminn sem Hafrannsóknastofnunin fann nýlega út af Vestfjörðum?
Áður óþekktur hafstraumur hefur komið í ljós við straummælingar Hafrannsóknastofnunarinnar, en stofnunin hefur undanfarin ár staðið fyrir mælingum á straumum á Hornbankasniði á 21°35´V. Straumurinn kom í ljós yfir landgrunnshlíðinni og ber hann með sér þungan djúpsjó sem síðan streymir út um Grænlandssund suður...
Eru jöklar að hitna með tímanum? Hvers vegna?
Ef hiti jökuls er við frostmark, eins og langoftast er hér á landi, getur hann í rauninni ekki "hitnað". Ef reynt er að hita hann frekar þá bráðnar hann og bræðsluvatnið rennur burt, þannig að efnið er þá hvorki jökulís lengur né heldur hluti af upphaflega jöklinum. — Ef hitastig jökulsins er hins vegar undir fros...
Er hægt að hafa örbylgjuofn í gangi með opnar dyr, og ef svo er, hvað myndi gerast?
Hér er einnig svarað spurningu Ólafs Heiðars Helgasonar: Hvað myndi gerast ef að ég myndi fá á mig jafnmikla örbylgjugeislun og ef ég væri inni í örbylgjuofni? Af öryggisástæðum er gengið þannig frá hurð örbylgjuofna að aflrás til örbylgjugjafans rofnar þegar dyrnar eru opnaðar. Þetta er gert vegna þess að annar...
Hver er uppruni orðasambandsins að finna einhvern í fjöru?
Orðasambandið að finna einhvern í fjöru í merkingunni ‘gera upp sakirnar við e-n, lúskra á e-m’ er þekkt í málinu frá því á 19. öld. Halldór Halldórsson bendir á í bókinni Íslensk orðtök (1954:179–180) að sá siður að rétta yfir þjófum í fjörum sé ævagamall og eigi rætur að rekja til germanskra réttarreglna. Í f...
Hvað er að vera 'heill á húfi'?
Orðið húfur merkir ‘síða eða bógur skips’, en í orðtakinu að vera heill á húfi er upprunalega merkingin ‘skip’, það er 'að vera heill á skipinu' (hluti fyrir heild). Sjálft orðasambandið merkir að ‘vera óskaddaður’ og er oftast notað um þann sem hefur verið í hættu staddur. Þá er gjarnan sagt: ,,Þeir komu í leitir...
Er völva tökuorð?
Orðið völva er ekki tökuorð heldur íslenskt og þekkist allt frá fornu máli. Beyging orðsins var þá í eintölu: Nf. völva Þf. völu Þgf. völu Ef. völu Síðar gerðist tvennt. Annars vegar þröngvaði -v- sér...
Hvort á maður að segja viskustykki eða viskastykki og hvað er átt við með orðinu?
Bæði orðin viskustykki og viskastykki eru vel þekkt um land allt. Í ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru þó engin dæmi um viskastykki, aðeins viskustykki. Halldór Laxness talar um hinn alltuppþurrkandi hollustusvip viskustykkisins í Fuglinum í fjörunni 1932 og í Gerska æfintýrinu virðist hann nota viskustykki sem ...
Hvernig er hægt að vera fárveikur af sýklum sem eru svo litlir að maður sér þá ekki?
Ástæðan fyrir því að sýklar geta gert okkur fárveik er einmitt hin ofursmáa smæð þeirra. Sýklar, hvort sem er frumdýr (Protozoa), gerlar (Bacteria) eða veirur (Virus), eru afar smáar lífverur og rata því auðveldlega inn í líkama okkar og jafnvel fram hjá vörnum okkar. Þar geta sýklarnir valdið skaða eða truflun á ...
Hvar eru mestar líkur á því að finna demanta á Íslandi?
Demantar finnast ekki í náttúru Íslands, þannig að þeir sem hafa í hyggju að grafa eftir demöntum þurfa að leita annað. Demantar finnast helst í mjög fornu, basísku storkubergi og myndbreyttu bergi, en einnig í sand- og malarlögum, en þar sitja þeir eftir þegar mýkra berg eyðist. Á kortinu hér fyrir neðan sjást...
Af hverju fá kýr júgurbólgu?
Júgurbólga er einfaldlega bakteríusýking í spenum/mjólkurkirtlum spendýra. Hjá kúm eru það bakteríur úr umhverfi þeirra eða frá öðrum kúm sem berast á júgrið og þaðan inn um spenaopið. Eftir því sem fleiri kýr í fjósinu eru með júgurbólgusmit og hreinlæti er lakara, þeim mun meiri hætta er á að heilbrigðar kýr smi...
Hvað merkir bæjarnafnið Sultir?
Sultir er eyðibýli í Kelduhverfi í Norður-Þingeyjarsýslu. Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns er nefnd Staðarsult, tóftir í Víkingavatnslandi (bls. 281). Hún er nefnd Sultur í Jarðatali Johnsens 1847 (bls. 340) en Sultir í Nýrri jarðabók 1861 (bls. 129). Sultir, séð til suðurs. Merking orðsins sult...
Hvaða suðu- er þetta í suðusúkkulaði?
Fyrsti samsetningarliður orðsins suðusúkkulaði er myndaður af þriðju kennimynd sagnarinnar að sjóða (samanber sjóða – sauð – suðum – soðið). Á Tímarit.is má finna eftirfarandi tilvitnun úr Morgunblaðinu í júlí 2004: Samkvæmt gildandi reglum Evrópusambandsins (tilskipun 2000/ 36) þarf vara að innihalda minnst 3...
Við hvað er Fahrenheit-kvarðinn miðaður, hvar er hann notaður og af hverju er hann notaður þar en ekki til dæmis Selsíus-kvarðinn?
Með þessu svari er einnig svarað spurningu Arnars Sigurðar Ellertssonar: Hvað eru -40°C mörg stig á Fahrenheit? Fahrenheit-kvarðinn er núna aðeins notaður í Bandaríkjunum, annars staðar í heiminum notast menn við Selsíus-kvarðann í daglegu lífi en Kelvin-kvarðann í vísindum, sjá lok svarsins. Erfitt er að segja...
Hverjir eru 10 merkilegustu atburðir Íslandssögunnar á 20. öld?
Á Vísindavefnum er svar mitt við spurningu um hvaða ár var merkilegast í sögu Íslands. Þar reyni ég að útskýra hvers vegna spurningum um hvað var merkilegt í sögunni verður ekki svarað á einfaldan vísindalegan hátt. Þar kemur til mat hvers og eins á því hvað sé merkilegt í mannlífinu yfirleitt. Þeir sem meta efnah...
Er það satt að Ítalir verði áfram jafnsvangir ef þeir borða bæði pasta og antipasta?
Spyrjandi veit sem er að ekkert efni verður eftir þegar efni (matter) og andefni (antimatter) koma saman í jafnstórum skömmtum. Spurningin er því fullkomlega eðlileg og má búast við að hún hafi valdið spyrjanda miklum áhyggjum og kannski minnkandi matarlyst. Honum hefur þó líklega ekki dottið í hug að gera einfald...