Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er hægt að hafa örbylgjuofn í gangi með opnar dyr, og ef svo er, hvað myndi gerast?

Ari Ólafsson

Hér er einnig svarað spurningu Ólafs Heiðars Helgasonar:

Hvað myndi gerast ef að ég myndi fá á mig jafnmikla örbylgjugeislun og ef ég væri inni í örbylgjuofni?

Af öryggisástæðum er gengið þannig frá hurð örbylgjuofna að aflrás til örbylgjugjafans rofnar þegar dyrnar eru opnaðar. Þetta er gert vegna þess að annars streyma örbylgjur út um dyraopið og hita allt vatnskennt sem á vegi þeirra verður. Örbylgjur sem lenda á mannslíkama hita hann og ef hitastigið nær upp fyrir 40°C geta viðkvæmustu líffærin orðið fyrir skemmdum.

Heildarafl örbylgjugjafans dreifist á allt dyraopið en dreifist fljótt á enn stærri flöt utan ofnsins vegna ljósbognunar eða öldubeygju. Varmarýmd vefja mannslíkama sem tekur við öllu afli örbylgjuofns er stór svo hitunin er hæg. En nái hitastig viðkvæmustu vefja mikið upp fyrir 40°C er dauðinn vís. Örbylgjurnar ná að hita 2 til 3 cm inn fyrir húðina og kælikerfi okkar, blóðrás og svitakirtlar, ræður ekki við að flytja varmann nógu hratt til yfirborðs.

Allt fikt við öryggisrofa á örbylgjuofnum er því stórhættulegt.

Skoðið einnig skyld svör:

Höfundur

Ari Ólafsson

dósent emeritus í eðlisfræði við HÍ

Útgáfudagur

17.5.2005

Spyrjandi

Gísli Már Sigurjónsson
Ólafur Heiðar Helgason

Tilvísun

Ari Ólafsson. „Er hægt að hafa örbylgjuofn í gangi með opnar dyr, og ef svo er, hvað myndi gerast?“ Vísindavefurinn, 17. maí 2005, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5002.

Ari Ólafsson. (2005, 17. maí). Er hægt að hafa örbylgjuofn í gangi með opnar dyr, og ef svo er, hvað myndi gerast? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5002

Ari Ólafsson. „Er hægt að hafa örbylgjuofn í gangi með opnar dyr, og ef svo er, hvað myndi gerast?“ Vísindavefurinn. 17. maí. 2005. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5002>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er hægt að hafa örbylgjuofn í gangi með opnar dyr, og ef svo er, hvað myndi gerast?
Hér er einnig svarað spurningu Ólafs Heiðars Helgasonar:

Hvað myndi gerast ef að ég myndi fá á mig jafnmikla örbylgjugeislun og ef ég væri inni í örbylgjuofni?

Af öryggisástæðum er gengið þannig frá hurð örbylgjuofna að aflrás til örbylgjugjafans rofnar þegar dyrnar eru opnaðar. Þetta er gert vegna þess að annars streyma örbylgjur út um dyraopið og hita allt vatnskennt sem á vegi þeirra verður. Örbylgjur sem lenda á mannslíkama hita hann og ef hitastigið nær upp fyrir 40°C geta viðkvæmustu líffærin orðið fyrir skemmdum.

Heildarafl örbylgjugjafans dreifist á allt dyraopið en dreifist fljótt á enn stærri flöt utan ofnsins vegna ljósbognunar eða öldubeygju. Varmarýmd vefja mannslíkama sem tekur við öllu afli örbylgjuofns er stór svo hitunin er hæg. En nái hitastig viðkvæmustu vefja mikið upp fyrir 40°C er dauðinn vís. Örbylgjurnar ná að hita 2 til 3 cm inn fyrir húðina og kælikerfi okkar, blóðrás og svitakirtlar, ræður ekki við að flytja varmann nógu hratt til yfirborðs.

Allt fikt við öryggisrofa á örbylgjuofnum er því stórhættulegt.

Skoðið einnig skyld svör:

...