Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna er örbylgja ekki notuð til upphitunar á húsum?

Hildur Guðmundsdóttir

Örbylgjuofnar hita mat mun hraðar en venjulegir ofnar og þar að auki nota þeir minni orku. Því mætti halda að hagkvæmt væri að nota örbylgjur til að kynda húsin okkar. Þetta er þó alls ekki hægt og væri þar að auki beinlínis hættulegt.

Örbylgjur víxlverka við mismunandi efni á mismunandi hátt. Sum efni eru alveg glær fyrir örbylgjum, bylgjurnar fara óhindraðar gegnum þannig efni og þau hitna ekki neitt. Önnur efni, og má þar helst nefna vatn, gleypa auðveldlega í sig örbylgjur og við það hitna þau.

Eins og fram hefur komið í öðrum svörum hér á Vísindavefnum þá stafar hiti af hreyfingu sameinda, atóma og rafeinda. Því heitara sem efni er þeim mun meiri er hreyfing agnanna sem byggja upp efnið.

Örbylgjur hita mat í örbylgjuofnum með því að snúa í sífellu vatnssameindunum í matnum í mismunandi áttir og auka þannig hreyfingu þeirra. Bylgjurnar hita líka sykur og fitu en mest eru áhrifin á vatn. Hitinn dreifist svo gegnum matinn með varmaleiðingu. Örbylgjur hita ekki loftið inni í ofninum og ekki heldur ílátin undir matinn því bylgjurnar hafa lítil sem engin áhrif á þessar sameindir. Ílátin hitna aðeins vegna varmans frá matnum.

Kynding húsa miðar að því að hita loftið inni í húsinu og halda því við hitastig sem er þægilegt fyrir fólk. Nokkuð ljóst er að örbylgjur kæmu að litlu gagni við upphitun húsa þar sem þær hita ekki loft. Þess í stað mundu þær hita fólkið í húsinu því mannslíkaminn er aðallega gerður úr vatni. Þetta væri að sjálfsögðu mjög hættulegt. Við viljum ekki hita líffæri fólksins heldur viljum við að umhverfið sé við það hitastig sem leyfir eðlilega líkamsstarfsemi.

Í örbylgjuofnum er vandlega passað upp á að engin örbylgjugeislun leki út. Örbylgjur komast ekki gegnum málma og því eru veggirnir úr málmi og hurðin er þakin málmneti þannig að engin mælanleg geislun kemst útúr ofninum.

Frekara lesefni af Vísindavefnum::

Höfundur

eðlisfræðinemi

Útgáfudagur

14.7.2004

Spyrjandi

Halldór Maríasson

Tilvísun

Hildur Guðmundsdóttir. „Hvers vegna er örbylgja ekki notuð til upphitunar á húsum?“ Vísindavefurinn, 14. júlí 2004, sótt 22. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4406.

Hildur Guðmundsdóttir. (2004, 14. júlí). Hvers vegna er örbylgja ekki notuð til upphitunar á húsum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4406

Hildur Guðmundsdóttir. „Hvers vegna er örbylgja ekki notuð til upphitunar á húsum?“ Vísindavefurinn. 14. júl. 2004. Vefsíða. 22. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4406>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna er örbylgja ekki notuð til upphitunar á húsum?
Örbylgjuofnar hita mat mun hraðar en venjulegir ofnar og þar að auki nota þeir minni orku. Því mætti halda að hagkvæmt væri að nota örbylgjur til að kynda húsin okkar. Þetta er þó alls ekki hægt og væri þar að auki beinlínis hættulegt.

Örbylgjur víxlverka við mismunandi efni á mismunandi hátt. Sum efni eru alveg glær fyrir örbylgjum, bylgjurnar fara óhindraðar gegnum þannig efni og þau hitna ekki neitt. Önnur efni, og má þar helst nefna vatn, gleypa auðveldlega í sig örbylgjur og við það hitna þau.

Eins og fram hefur komið í öðrum svörum hér á Vísindavefnum þá stafar hiti af hreyfingu sameinda, atóma og rafeinda. Því heitara sem efni er þeim mun meiri er hreyfing agnanna sem byggja upp efnið.

Örbylgjur hita mat í örbylgjuofnum með því að snúa í sífellu vatnssameindunum í matnum í mismunandi áttir og auka þannig hreyfingu þeirra. Bylgjurnar hita líka sykur og fitu en mest eru áhrifin á vatn. Hitinn dreifist svo gegnum matinn með varmaleiðingu. Örbylgjur hita ekki loftið inni í ofninum og ekki heldur ílátin undir matinn því bylgjurnar hafa lítil sem engin áhrif á þessar sameindir. Ílátin hitna aðeins vegna varmans frá matnum.

Kynding húsa miðar að því að hita loftið inni í húsinu og halda því við hitastig sem er þægilegt fyrir fólk. Nokkuð ljóst er að örbylgjur kæmu að litlu gagni við upphitun húsa þar sem þær hita ekki loft. Þess í stað mundu þær hita fólkið í húsinu því mannslíkaminn er aðallega gerður úr vatni. Þetta væri að sjálfsögðu mjög hættulegt. Við viljum ekki hita líffæri fólksins heldur viljum við að umhverfið sé við það hitastig sem leyfir eðlilega líkamsstarfsemi.

Í örbylgjuofnum er vandlega passað upp á að engin örbylgjugeislun leki út. Örbylgjur komast ekki gegnum málma og því eru veggirnir úr málmi og hurðin er þakin málmneti þannig að engin mælanleg geislun kemst útúr ofninum.

Frekara lesefni af Vísindavefnum::

...