Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað merkir bæjarnafnið Sultir?

Svavar Sigmundsson

Sultir er eyðibýli í Kelduhverfi í Norður-Þingeyjarsýslu. Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns er nefnd Staðarsult, tóftir í Víkingavatnslandi (bls. 281). Hún er nefnd Sultur í Jarðatali Johnsens 1847 (bls. 340) en Sultir í Nýrri jarðabók 1861 (bls. 129).

Sultir, séð til suðurs.

Merking orðsins sult er í örnefnum ‘vik eða hvilft í landslagi’ og í Kelduhverfi ‘klettakvos’. Í örnefnaskrá Víkingavatns segir: „Í vestari Veggjunum, austan og vestan við bæinn í Sultum, eru hvilftir eða stórir básar inn í hraunbrúnina, sem kallaðir eru Sultir.“ (Örnefnasafn Árnastofnunar).

Helstu heimildir:
  • Árni Magnússon og Páll Vídalín, Jarðabók. XI. Kmh. 1943.
  • Ásgeir Blöndal Magnússon, Íslensk orðsifjabók. Reykjavík 1989.
  • J. Johnsen, Jarðatal á Íslandi. Kmh. 1847.
  • Margeir Jónsson, Heimar horfins tíma. Friðrik Margeirsson og Hjalti Pálsson sáu um útgáfuna. Sauðárkróki 1989. Bls. 226-228.
  • Ný jarðabók fyrir Ísland. Kmh. [1861].
  • Örnefnasafn Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

Mynd:

Höfundur

Svavar Sigmundsson

fyrrv. forstöðumaður Örnefnastofnunar

Útgáfudagur

21.12.2015

Spyrjandi

Ólafur Ágústsson

Tilvísun

Svavar Sigmundsson. „Hvað merkir bæjarnafnið Sultir?“ Vísindavefurinn, 21. desember 2015, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=67701.

Svavar Sigmundsson. (2015, 21. desember). Hvað merkir bæjarnafnið Sultir? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=67701

Svavar Sigmundsson. „Hvað merkir bæjarnafnið Sultir?“ Vísindavefurinn. 21. des. 2015. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=67701>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað merkir bæjarnafnið Sultir?
Sultir er eyðibýli í Kelduhverfi í Norður-Þingeyjarsýslu. Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns er nefnd Staðarsult, tóftir í Víkingavatnslandi (bls. 281). Hún er nefnd Sultur í Jarðatali Johnsens 1847 (bls. 340) en Sultir í Nýrri jarðabók 1861 (bls. 129).

Sultir, séð til suðurs.

Merking orðsins sult er í örnefnum ‘vik eða hvilft í landslagi’ og í Kelduhverfi ‘klettakvos’. Í örnefnaskrá Víkingavatns segir: „Í vestari Veggjunum, austan og vestan við bæinn í Sultum, eru hvilftir eða stórir básar inn í hraunbrúnina, sem kallaðir eru Sultir.“ (Örnefnasafn Árnastofnunar).

Helstu heimildir:
  • Árni Magnússon og Páll Vídalín, Jarðabók. XI. Kmh. 1943.
  • Ásgeir Blöndal Magnússon, Íslensk orðsifjabók. Reykjavík 1989.
  • J. Johnsen, Jarðatal á Íslandi. Kmh. 1847.
  • Margeir Jónsson, Heimar horfins tíma. Friðrik Margeirsson og Hjalti Pálsson sáu um útgáfuna. Sauðárkróki 1989. Bls. 226-228.
  • Ný jarðabók fyrir Ísland. Kmh. [1861].
  • Örnefnasafn Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

Mynd:

...