Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 8729 svör fundust

category-iconLögfræði

Hvað felst í drengskaparheiti, hefur það til dæmis eitthvert gildi í ráðningarsamningi?

Hugtakið drengskaparheit er notað í lögfræði og merkir loforð gefið að viðlögðum drengskap. Drengskapur hefur sömu merkingu í lögfræði og í almennri málnotkun, það er veglyndi, göfuglyndi eða heiður. Ef einhver heitir einhverju við drengskap sinn þá heitir sá hinn sami því að drengskapur hans sé í hættu ef hann ef...

category-iconLífvísindi: almennt

Vex plantan Linnaea borealis á Íslandi og hefur hún eitthvað íslenskt heiti?

Plantan Linnaea borealis er lágvaxin skógarbotnsplanta og nefnist á íslensku lotklukka. Hún vex í Norður-Ameríku og Evrasíu. Í Evrópu vex lotklukkan í Skandinavíu, á Bretlandseyjum og á meginlandi Evrópu, norðan Alpafjalla. Einnig vex hún víða í fjalllendu svæði Austur-Evrópu og í Ölpunum. Lotklukkan vex ekki ...

category-iconJarðvísindi

Hvað hefur Katla gosið oft og hvað er langt á milli gosa?

Kötlugos á sögulegum tíma eru um 20 talsins að frátöldu Eldgjárgosinu á tíundu öld. Miðað er við gos sem brutust upp úr jöklinum og skildu eftir sig gjóskulag í jarðvegi í nágrenni Mýrdalsjökuls. Hugsanlegt er að lítil gos sem ekki náðu að brjótast upp úr jökli hafi orðið öðru hverju milli stærri gosanna, síðast í...

category-iconHagfræði

Hvaða völd og skyldur hefur Seðlabankinn við eftirlit á millibankamarkaði fyrir gjaldeyri?

Spurningin var upphaflega: Í nýlegu svari á Vísindavefnum Hvaða aðilar stýra gengi íslensku krónunnar? kemur m.a. fram að gengi krónunnar ráðist á millibankamarkaði með gjaldeyri þar sem: "[t]ilboð[..] eru birt á sameiginlegum gagnaveitum þar sem aðeins viðskiptavakar og Seðlabankinn sjá tilboðin." Hvaða völd...

category-iconTölvunarfræði

Hvað er bandvídd og hvernig hefur hún aukist á Íslandi undanfarin ár?

Hugtakið bandvídd (e. bandwidth) segir til um hversu miklar upplýsingar er hægt að flytja á tímaeiningu. Hugtakið bandbreidd er einnig notað um það sama. Frá Íslandi liggja sæstrengir sem sjá um að miðla rafrænum upplýsingum til og frá landinu. Fyrirtækið Farice, sem er í eigu ríkisins, á og sér um rekstur tveg...

category-iconStærðfræði

Hefur það einhverja merkingu að velja stak af handahófi úr óendanlegu mengi?

Öll þekkjum við ferlið að velja einn kost af nokkrum af hreinu handahófi þar sem hver kostur kemur upp með jöfnum líkum. Kunnugleg dæmi eru að kasta krónu til að velja milli tveggja kosta (til dæmis hvort liðið byrjar kappleik) með jöfnum líkum $1/2$ ($50\%$) á hvorum þeirra og að kasta sex hliða teningi til að fá...

category-iconLífvísindi: almennt

Hversu mikið hefur skógrækt og kolefnisbinding skóga aukist á Íslandi undanfarin ár?

Til þess að draga úr styrk kolefnis í andrúmsloft eru tvær leiðir, annars vegar að draga úr losun og hins vegar að auka kolefnisbindingu. Kolefnisbinding með skógrækt er ein af öflugri aðgerðum sem hægt er að beita í þessu skyni. Áætlað er að kolefnisforði í gróðri jarðar sé um 560 milljarðar tonna og af þeim séu ...

category-iconFélagsvísindi

Hvaða áhrif hefur verðbólga í framtíðinni á þann sem kaupir fasteign á lánum?

Verðbólga hefur ýmiss konar áhrif á þá sem taka lán til húsnæðiskaupa. Langtímalán vegna húsnæðiskaupa eru undantekningalítið verðtryggð á Íslandi. Því hefur verðbólga bein áhrif á þann fjölda króna sem greiða þarf í afborganir og vexti af húsnæðislánum í mánuði hverjum. Húsnæðislán eru verðtryggð miðað við vísitö...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvaða áhrif hefur umpólun jarðsegulsviðsins á daglegt líf, og hversu hratt gerist hún?

Korn af járnsteindum (seguljárni og fleirum) eru í flestum tegundum bergs, bæði gosbergi, setlögum og myndbreyttu bergi. Oft hafa þessi korn segulmagnast varanlega í stefnu ríkjandi jarðsegulsviðs þegar viðkomandi bergeining varð til, til dæmis þegar hraunlag kólnaði. Úr margs konar mælingum á þessum seguleigin...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Er vatn á tunglinu? Hefur vatn fundist á einhverjum öðrum plánetum en jörðinni?

Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar er...

category-iconTrúarbrögð

Hefur föstumánuðinn Ramadan borið upp á hásumar eftir að íslam kom til sögu?

Spyrjandi á væntanlega við það hvort Ramadan hafi borið upp á hásumar á norðurhveli, þar sem meirihluti mannkynsins og múslima býr, en þá er sem kunnugt er hávetur á suðurhveli, og öfugt. Allir dagar ársins eru jafnlíklegir sem upphafsdagur Ramadans og því hefur hver dagur gegnt því hlutverki 3-5 sinnum á þeim tæp...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hefur slæmt uppeldi (foreldrar hóta þér sífellt einhverju illu) áhrif á framtíð þína?

Svarið er í sem skemmstu máli: „Já!“ Uppeldi hefur talsverð áhrif á framtíð barna, bæði til góðs og ills. Þegar umönnun og uppeldisskilyrði barns eru góð er þörfum þess sinnt fljótt og vel, tilfinningalegum, líkamlegum, hugrænum og félagslegum. Langtímarannsóknir á umönnun barna hafa sýnt að næmni foreldris á þarf...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver er mesti hraði sem manneskja hefur náð á hvernig farartæki sem er?

Mesti hraði sem mannað farartæki hefur náð er tæplega 40.000 kílómetrar á klukkustund (km/klst). Það gerðist á sjöunda og áttunda áratugnum þegar stjórnför Apolló-geimflauganna voru á leið til jarðar. Mestum hraða náði stjórnfar frá Apolló 10 eða um 39.740 km/klst. Sennilegt er að rússneskar geimflaugar hafa ein...

category-iconHeimspeki

Sér fólk sem hefur alls engin augu svart eða sér það alls ekkert?

Hér mætti spyrja á móti: "Er einhver munur á því að sjá svart og að sjá ekkert?" Sjónskynjun fer þannig fram að frumur í augum okkar nema ljóseindir og senda svo boð til heilans. Ef engar ljóseindir eru numdar fer ferlið ekki af stað. Í því tilliti skiptir varla máli hvort ástæðan er sú að ljóseindirnar vanti, ...

category-iconJarðvísindi

Hvað er hrafntinna, hvar finnst hún og í hvað hefur hún verið notuð?

Hrafntinna er svart eða dökklitað gler, yfirleitt með samsetningu rhýólíts (líparít, ljósgrýti) en gler er ókristallað fast efni. Berg og steindir eru yfirleitt því smákornóttari sem þau hafa storknað hraðar. Hrafntinna myndast þannig við frekar hraða kælingu kísilríkrar kviku með lágt gasinnihald. Algengast er...

Fleiri niðurstöður