Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Átti Jesús einhver systkini og gætu því núlifandi menn verið skyldir Kristi?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Það er sagt frá því í guðspjöllunum að Jesús hafi átt systkini. Er hægt, og hefur verið reynt að rekja ættir núlifandi manna til Maríu meyjar. Er möguleiki á því að einhverjir séu skyldir Kristi? Í Markúsarguðspjalli, sem ritað um 40 árum eftir krossfestinguna, er eftirfa...
Er eitthvað til í því að COVID-19 geti valdið alvarlegum heilasjúkdómum?
Strax í byrjun faraldurs COVID-19 (sem orsakast af kórónuveirunni SARS-CoV-2) kom í ljós að sjúkdómurinn getur haft áhrif á miðtaugakerfið, þar með talið heilann. Kínversk rannsókn á rúmlega 200 inniliggjandi sjúklingum með COVID-19 sýndi að um þriðjungur var með einkenni frá miðtaugakerfi, meðal annars svonefnda ...
Hvernig fer ég að því að finna halastjörnuna ZTF E3 á næturhimninum?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Góðan daginn. Mig langaði að forvitnast um halastjörnuna C/2022 E3 (ZTF) sem er nú sjáanleg og verður næst jörðu 1.feb. Í hvaða átt á að horfa til að sjá hana og hver er gráðutalan frá sjóndeildarhring svo ég viti hversu hátt/lágt hún verður á lofti? Og er einhver tími...
Hversu mikið blóð er í okkur? Er meira blóð í 150 kg manni en í þeim sem er bara 50 kg?
Gjarnan er miðað við að í líkama meðalþungs fullorðins einstaklings séu eitthvað í kringum 5 lítrar af blóði. Þarna er venjulega átt við karlmann sem er um 70 kg að þyngd en það eru ýmsir þættir sem hafa áhrif á blóðmagnið svo sem kyn, heilsufar, líkamssamsetning og búseta. Sá þáttur sem oftast er nefndur sem á...
Ef maður gerir talnarunu, til dæmis 1, 8, 30 ..., er þá alltaf einhver regla sem býr til rununa?
Í fyrstu gæti okkur þótt svarið við þessari spurningu augljóst; ef hægt er að hugsa sér einhverja runu, þá ætti að vera hægt að finna reglu sem býr hana til. En ef við veltum spurningunni aðeins betur fyrir okkur, þá kemur í ljós að svarið við henni er alls ekki ljóst. Hugmyndir stærðfræðinnar um óendanleikann og...
Er hægt að segja að allt hafi þegar verið gert með einhverri vissu?
Upphafleg spurning: Er hægt að segja að allt hafi þegar verið gert með einhverri vissu, gefið að ekki sé verið að velta fyrir sér öllum mögulegum útfærslum hverrar "aðgerðar" (með aðgerð á ég við til dæmis listsköpun, iðnað og svo framvegis)?Nei, vitaskuld er það ekki hægt. Hver einstakur atburður er nýr. Þegar...
Af hverju stafa norður- og suðurljósin?
Þetta er einnig svar við spurningunum "Hvað, hvernig og hversvegna eru norðurljós og sjást þau bara á norður- og suðurhveli jarðar?" Yfirborð sólarinnar sendir í sífellu frá sér svokallaðan sólvind, en hann er straumur hlaðinna agna, aðallega róteinda og rafeinda. Segulsvið jarðar hrindir flestum þessum ögnum ...
Hvað eru til margar hundategundir í heiminum?
Það er bara til ein hundategund í heiminum svo að þessi spurning er frekar ruglandi. Þegar talað er um tegund er það dýrategund, til dæmis köttur, gíraffi eða api. Íslenskur fjárhundur og dalmatíuhundur eru til dæmis ekki hundategundir heldur mismunandi afbrigði. Hundar eru mjög stór tegund og mismunandi afbrigði...
Hverjir eru kostir og gallar klónunar?
Áður en lengra er haldið þarf að gera greinarmun á tvenns konar tilgangi með einræktun, læknisfræðilegum tilgangi og æxlunartilgangi, og skoða síðan kosti og galla hvors um sig. Einræktun í æxlunartilgangi gæti gefið fleirum kost á að eignast börn sem væru líffræðilega tengd þeim sjálfum. Enga sæðisfrumu þarf í...
Hvað er skel og skeljarreikningur? Er munur? Hvað gera þessar skeljar?
Skel er sá hluti stýrikerfis sem tekur við skipunum frá notanda og framkvæmir þær eða sendir til annarra hluta stýrikerfisins til framkvæmdar. Í árdaga UNIX-stýrikerfisins voru skipanir slegnar inn í skipanalínu (e. command line interface, cli) og það var eina leið notandans til að eiga samskipti við stýrikerfi...
Hvers vegna er lausnarjafna annars stigs margliðu kölluð Jónas?
Í framhaldsskóla læra allir hvernig á að leysa annars stigs jöfnur eins og x2 - x + 1 = 0 með ýmsum aðferðum. Til dæmis er hægt að leysa þær með því að reyna á heppnina og stinga nokkrum tölum inn eða þátta jöfnuna í einfaldari liði sem hafa augljósar lausnir. Oft bregðast þessi ráð þó, eins og í jöfnunni hér að o...
Hvernig og hvenær varð ebóluveiran til?
Ebóluveira greindist fyrst í mönnum árið 1976 í Kongó og Súdan en hún hefur verið til miklu lengur. Hún hefur sýkt önnur dýr í aldanna rás, en er líklega bara nýverið farin að sýkja menn. Sú útgáfa af ebóluveirunni sem sýkir menn, eins og nú í Afríku, varð til við stökkbreytingu, líklega fyrir um 850 árum, það...
Hvaða reglur gilda í ESB um helgunarsvæði raflína?
Samkvæmt upplýsingum frá stjórnarsviði orkumála hjá framkvæmdastjórninni eru engar reglur um nýtingu lands í Evrópurétti þar eð aðildarríkin fara ein með þá valdheimild. Allar reglur um nýtingu lands fyrir verkefni á sviði almennrar orkuvinnslu eða rafmagnsflutninga svo og réttindi landeigenda í þessu tilliti fall...
Hvernig liti alheimur án þyngdarafls út?
Alheimur án þyngdarafls væri gerólíkur okkar heimi og ekki einu sinni víst að slíkur sé til. Lítum fyrst á hvað þyngdarafl er og hvernig vísindamenn lýsa því. Einfaldast er að segja það með því sé átt við kraft sem dregur hluti saman. Sérhverjir tveir hlutir - fótbolti, bíll, sólin, maður - dragast hvor að öðru...
Hvar eru íslensku peningarnir prentaðir, eða má enginn vita það?
Það er ekkert leyndarmál að íslensku peningaseðlarnir eru prentaðir hjá fyrirtæki í Englandi sem nefnist De La Rue. De La Rue er afar umsvifamikið fyrirtæki í peningaprentun og kemur að prentun peningaseðla í um 150 ríkjum. Fyrirtækið er nær tveggja alda gamalt og nefnt eftir stofnandanum, Thomas de la Rue. Íslens...