Það er sagt frá því í guðspjöllunum að Jesús hafi átt systkini. Er hægt, og hefur verið reynt að rekja ættir núlifandi manna til Maríu meyjar. Er möguleiki á því að einhverjir séu skyldir Kristi?Í Markúsarguðspjalli, sem ritað um 40 árum eftir krossfestinguna, er eftirfarandi frásögn þar sem sagt er frá komu Jesú til ættborgar sinnar, Nasaret:
Þaðan fór Jesús og kom í ættborg sína, og lærisveinar hans fylgdu honum. Þegar hvíldardagur var kominn, tók hann að kenna í samkundunni, og þeir mörgu, sem á hlýddu, undruðust stórum. Þeir sögðu: „Hvaðan kemur honum þetta? Hver er sú speki, sem honum er gefin, og þau kraftaverk, sem gjörast fyrir hendur hans? Er þetta ekki smiðurinn, sonur Maríu, bróðir þeirra Jakobs, Jóse, Júdasar og Símonar? Og eru ekki systur hans hér hjá oss?“ Og þeir hneyksluðust á honum. Þá sagði Jesús: „Hvergi er spámaður minna metinn en í landi sínu, með frændum og heimamönnum.“ Og hann gat ekki gjört þar neitt kraftaverk, nema hann lagði hendur yfir nokkra sjúka og læknaði þá. Og hann undraðist vantrú þeirra.[1]Markúsarguðspjall er ritað af áhanganda Jesú, eins og nánast allar helstu heimildir um ævi hans. Helsta undantekningin er sagnaritarinn Flavius Josephus frá lokum 1. aldar sem var Gyðingur. Í riti hans er greint frá örlögum Jesú líkt og margra annarra sem ollu rómverska setuliðinu í Júdeu vandræðum á dögum Pontíusar Pílatusar, en hann var landstjóri þar 26-36. Þar kemur meðal annars fram að Jesús hafi verið krossfestur af Rómverjum.

Flavius Josephus taldi æðsta prestinn Ananusi í Jerúsalem hafa farið illa með vald sitt. Sem dæmi um það segir hann að Ananus hafi ákært mann að nafni Jakob, „bróður Jesú sem kallaður var Kristur“ og hafi Jakob og nokkrir fylgismenn hans verið grýttir. Myndin sýnir Flavius Josephus í bók frá 1817.
að Kristur dó vegna vorra synda samkvæmt ritningunum, að hann var grafinn, að hann reis upp á þriðja degi samkvæmt ritningunum og að hann birtist Kefasi, síðan þeim tólf. Því næst birtist hann meira en fimm hundruð bræðrum í einu, sem flestir eru á lífi allt til þessa, en nokkrir eru sofnaðir. Síðan birtist hann Jakobi, því næst postulunum öllum. En síðast allra birtist hann einnig mér eins og ótímaburði[3]Í þessu samhengi skiptir máli hverja Páll kallar til vitnis um að Kristur hafi birst fólki. Hann nefnir þrjá menn sem persónulega hafi séð Krist upprisinn, Kefas, Jakob og sjálfan sig. Jakob er sá sem Josephus þekkti til og varð síðar píslarvottur í Jerúsalem. Kefas er hins vegar lærisveinninn sem nefndur er Pétur í guðspjöllunum og virðist hafa haft mikilvægu hlutverki að gegna meðal fylgismanna Krists líkt og þeir Jakob og Páll. Josephus, Páll postuli og höfundur Markúsarguðspjalls eru meðal elstu heimildanna um Jesú og þær nefna allar bróður hans, Jakob. Í bréfum Páls og hjá Josephusi kemur fram að hann hafi verið einn af leiðtogum safnaðarins sem fylgdi Jesú, sem oft er kallaður Jesúhreyfingin þegar vísað er til 1. aldar en var síðar kenndur við kristni.

Josephus, Páll postuli og höfundur Markúsarguðspjalls eru meðal elstu heimildanna um Jesú og þær nefna allar bróður hans, Jakob, sem hér sést á rússneskri helgimynd frá 16. öld.
- ^ Markúsarguðspjall 6.1-6.
- ^ Antiquitates Iudaicae 20.200.
- ^ 1 Kor. 15.3–8.
- ^ Eusebius, Historia ecclesiastica 2.23.3–18.
- ^ Eusebius, Historia ecclesiastica 2.1.3–5.
- ^ Eusebius, Historia ecclesiastica 2.23.4–5.
- ^ Eusebius, Historia ecclesiastica 3.11.
- ^ Eusebius, Historia ecclesiastica 3.32.1–3.
- ^ Eusebius, Historia ecclesiastica 3.32.5–6.
- ^ Eusebius, Historia ecclesiastica 3.32.7–8.
- ^ Eusebius, Historia ecclesiastica 4.22.5–6.
- ^ Eusebius, Historia ecclesiastica 3.32.6.
- Sverrir Jakobsson, Kristur. Saga hugmyndar. (Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 2018).
- Wikimedia Commons. Josephus. (Sótt 8.2.2019).
- James, brother of Jesus - Wikipedia. (Sótt 12.02.2019).