Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Svöruðu Korintumenn aldrei bréfum Páls postula?

Rúnar Már Þorsteinsson

Í 1 Kor 5:9 kemur fram að Páll postuli hafði skrifað bréf til Korintumanna áður en hann skrifaði Fyrra Korintubréf. Þetta bréf er nú glatað, en það hefur líklega verið ritað á árabilinu 51-54.

Í 1 Kor 7:1 kemur síðan fram að söfnuðurinn í Korintu hafði svarað Páli með bréfi, líklega um árið 54: „En varðandi það sem þið skrifuðuð …“ Orð þessi byrja á frasanum peri de á grísku, eða „en varðandi …“, sem er notaður þegar verið er að vísa í tiltekið efni sem viðmælandinn hafði spurst fyrir um. Þannig má sjá nokkur af þeim málefnum sem Korintumenn höfðu spurt Pál út í í bréfi sínu til hans:
  • En varðandi hreinar meyjar … (7:25)
  • En varðandi kjöt sem fórnað hefur verið skurðgoðum … (8:1)
  • En varðandi andlegar gáfur … (12:1)
  • En varðandi söfnunina fyrir hina heilögu … (16:1)

Þetta eru þau málefni sem Páll hefur valið að svara í Fyrra Korintubréfi.

Mynd sem sýnir fornar rústir leikhúss sem upphaflega var byggt á 5. öld f.Kr. í Korintu.

Síðara Korintubréf geymir síðan ýmsar vísbendingar um að frekari bréfaskipti hafi átt sér stað. Það sem við þekkjum sem Síðara Korintubréf kann hins vegar að innihalda fleiri en eitt bréf sem skeytt hefur verið saman í einn samhangandi texta. Þessi bréf gætu upprunalega hafa verið allt að sex að tölu. Hugsanlegt er að Korintumenn hafi svarað einhverjum af þessum bréfum, en það er ekki vitað með vissu þar sem Páll minnist ekki beinlínis á slík bréf í Síðari Korintubréfi.

Korintumenn svöruðu sem sagt einhverjum bréfum Páls postula en einu heimildirnar sem við höfum um það eru bréf Páls.

Mynd:

Höfundur

Rúnar Már Þorsteinsson

prófessor í nýjatestamentisfræðum við HÍ

Útgáfudagur

13.11.2015

Spyrjandi

Örn Arnarson

Tilvísun

Rúnar Már Þorsteinsson. „Svöruðu Korintumenn aldrei bréfum Páls postula?“ Vísindavefurinn, 13. nóvember 2015, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=7606.

Rúnar Már Þorsteinsson. (2015, 13. nóvember). Svöruðu Korintumenn aldrei bréfum Páls postula? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=7606

Rúnar Már Þorsteinsson. „Svöruðu Korintumenn aldrei bréfum Páls postula?“ Vísindavefurinn. 13. nóv. 2015. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=7606>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Svöruðu Korintumenn aldrei bréfum Páls postula?
Í 1 Kor 5:9 kemur fram að Páll postuli hafði skrifað bréf til Korintumanna áður en hann skrifaði Fyrra Korintubréf. Þetta bréf er nú glatað, en það hefur líklega verið ritað á árabilinu 51-54.

Í 1 Kor 7:1 kemur síðan fram að söfnuðurinn í Korintu hafði svarað Páli með bréfi, líklega um árið 54: „En varðandi það sem þið skrifuðuð …“ Orð þessi byrja á frasanum peri de á grísku, eða „en varðandi …“, sem er notaður þegar verið er að vísa í tiltekið efni sem viðmælandinn hafði spurst fyrir um. Þannig má sjá nokkur af þeim málefnum sem Korintumenn höfðu spurt Pál út í í bréfi sínu til hans:
  • En varðandi hreinar meyjar … (7:25)
  • En varðandi kjöt sem fórnað hefur verið skurðgoðum … (8:1)
  • En varðandi andlegar gáfur … (12:1)
  • En varðandi söfnunina fyrir hina heilögu … (16:1)

Þetta eru þau málefni sem Páll hefur valið að svara í Fyrra Korintubréfi.

Mynd sem sýnir fornar rústir leikhúss sem upphaflega var byggt á 5. öld f.Kr. í Korintu.

Síðara Korintubréf geymir síðan ýmsar vísbendingar um að frekari bréfaskipti hafi átt sér stað. Það sem við þekkjum sem Síðara Korintubréf kann hins vegar að innihalda fleiri en eitt bréf sem skeytt hefur verið saman í einn samhangandi texta. Þessi bréf gætu upprunalega hafa verið allt að sex að tölu. Hugsanlegt er að Korintumenn hafi svarað einhverjum af þessum bréfum, en það er ekki vitað með vissu þar sem Páll minnist ekki beinlínis á slík bréf í Síðari Korintubréfi.

Korintumenn svöruðu sem sagt einhverjum bréfum Páls postula en einu heimildirnar sem við höfum um það eru bréf Páls.

Mynd:

...