Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1035 svör fundust

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Er hægt að búa til súrefni í vélum?

Súrefni (oxygen, O) er eitt af frumefnunum (elements), en frumefni í náttúrunni eru samtals um 90 eftir því hvernig talið er. Léttasta frumefnið er vetni (hydrogen, H) sem hefur massatölu 1 en þyngstu atóm frumefna hafa massatölu um 240. Massatala súrefnis er 16 svo að við sjáum að það er frekar létt. Frumefni...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju heitir Gullfoss þessu nafni ef það er ekkert gull í honum?

Óhætt er að segja að Gullfoss sé frægastur allra fossa á Íslandi og þótt víðar væri leitað. Gullfoss er ein af helstu náttúruperlum Íslands og hefur verið friðlýstur frá árinu 1979. Gullfoss er ein af náttúruperlum Íslands. Eftir því sem ég kemst næst hefur Gullfoss fengið nafn sitt sökum þess að glampað get...

category-iconHugvísindi

Af hverju segja menn "klukk" þegar þeir ná einhverjum í eltingaleik?

Í orðabókarhandriti Jóns Ólafssonar úr Grunnavík frá 18. öld er sagt frá skollaleik sem einnig var kallaður blindingsleikur þar sem bundið var fyrir augun á þeim sem var skollinn. Leikurinn hefur sennilegast borist hingað frá Danmörku þar sem hann er kallaður blindebuk (‘blindi hafur’). Jón giskar á að klukk sé le...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig hefur íslensk náttúra áhrif á minkinn?

Þær plöntu- og dýrategundir sem lifa villtar á Íslandi eru flestar mjög harðgerðar enda eru sumrin stutt og vetur oft harðir, sérstaklega inn til landsins. Hér finnast almennt færri tegundir en í nágrannalöndum okkar og þó fæða handa minki hér á landi sé stundum heldur minni en annars staðar þá kemur á móti að min...

category-iconEfnafræði

Hvað er metangas og hvernig er það nýtt?

Metan er einfaldasta samband kolefnis og vetnis sem til er; efnaformúlan er CH4. Metan er lyktarlaus gastegund og skaðlaust við innöndun. Það er léttara en loft og gufar því mjög fljótt upp komist það í snertingu við andrúmsloft. Orkan sem felst í metaninu er nýtt með bruna, oftast með bruna til hitunar en ei...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvernig er hægt að sleppa við að fá unglingabólur?

Á kynþroskaskeiðinu verða ákveðnar breytingar í húðinni, fitukirtlar stækka og starfsemi þeirra eykst. Í sumum tilfellum bólgna þeir ef ástandið er slæmt og er þá talað um að unglingurinn sé með gelgjubólur eða unglingabólur (e. acne). Eins og annað í líkamanum ræðst gerð húðarinnar og eiginleikar hennar að mi...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað er dægurvilla og hve útbreitt er fyrirbærið?

Dægurvilla er líkamleg og andleg vanlíðan vegna ferðalags milli tímabelta (í vestur- eða austurátt) sem raskar dægursveiflu líkamans. Dægursveifla líkamans er líkamsstarfsemi sem endurtekur sig á 24 klukkustunda fresti, svokölluð líkamsklukka. Næstum allir lífeðlisfræðilegir ferlar líkamans hafa takt eða mynst...

category-iconHugvísindi

Hvernig nýttu forfeður okkar jarðhitaorku sér til búsældar?

Landnámsmenn Íslands hafa flestir verið ókunnugir jarðhita, svo að hverir og laugar Íslands hljóta að hafa komið þeim á óvart. Örnefni sýna að þeim hefur hætt til að finnast hveragufan vera reykur; margir jarðhitastaðir eru kenndir við reyk, en gufuörnefni eru fá og líklega ekkert sérstaklega á jarðhitastöðum, end...

category-iconJarðvísindi

Hvernig myndast flóðbylgjur (tsunami)?

Í kjölfar jarðskjálftans mikla sem varð skammt frá eyjunni Súmötru í Indlandshafi á annan dag jóla 2004 og flóðbylgjunnar sem hann hratt af stað barst Vísindavefnum mikill fjöldi spurninga um flóðbylgjur. Hér er að finna svar við eftirtöldum spurningum:Hvernig verða flóðbylgjur (tsunami) til?Hver voru upptök flóðb...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um heilaétandi slímdýrið sem fannst í Flórída?

Fyrir nokkru bárust fréttir frá Bandaríkjum um aukna tíðni dauðsfalla af völdum slímdýrs eða amöbu sem leggst á heila fórnarlamba sinna. Amaba þessi nefnist á fræðimáli Naegleria fowleri. Á árunum 1995 til 2004 olli hún 23 dauðsföllum í Bandaríkjunum en það sem af er þessu ári (október 2007) hafa sex manns látis...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvernig var heimsmynd Fornegypta?

Heimsmynd Fornegypta gerði ráð fyrir þrískiptingu heimsins: jörð, himinn og undirheimur. Í miðju veraldarinnar var flöt jörð sem Nílarfljót skipti í tvennt og umhverfis jörðina var mikið haf. Fyrir ofan jörðina var himinn sem var borinn uppi af fjórum súlum eða fjórum fjöllum. Undirheimur sem Fornegyptar nefndu Du...

category-iconEfnafræði

Hver uppgötvaði frumefnið magnesín?

Eftirfarandi spurningum er einnig svarað: Hvað er magnesín? (Jón Pétur) Er magnesín eðlisþungt og við hvaða hitastig kviknar í því? (Helgi) Magnesín (Mg, magnesíum) er í flokki 2 í lotukerfinu en til hans heyra jarðalkalímálmar. Það hefur sætistöluna 12 í lotukerfinu og er skínandi gráhvítt á að líta. Bræðslu...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Væri hægt að búa til norðurljós á himninum með leysigeislum?

Þegar stjörnufræðingar skoða og taka myndir af stjörnuhimninum í gegnum sjónauka, nota þeir fjarhrif leysigeisla til að leiðrétta fyrir tifi á ljósi á leið sinni gegnum andrúmsloftið. Þetta gera þeir með manngerðri grænni leysistjörnu. Hún er mynduð í háloftunum með stöðugum geisla leysis. Leysirinn varpar grænu l...

category-iconNæringarfræði

Hvers vegna breytist rjómi í smjör þegar hann er strokkaður?

Áður var strokkur notaður til að breyta rjóma í smjör. Gamaldags strokkur er hátt og mjótt ílát, vanalega úr viði, sem í er bulla eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan. Bullan er hreyfð upp og niður og snúið í rjómanum þar til þéttur, gulur massi flýtur ofan á vökvanum. Þennan massa köllum við smjör en vökvinn...

category-iconJarðvísindi

Hvaða áhrif hefur eldfjallaaska á lífríkið?

Í Eyjafjallajökulsgosinu í apríl 2010 gafst einstakt tækifæri til að rannsaka tvístrun kviku af sömu efnasamsetningu sem sundraðist í snertingu við jökulbráðvatn fyrstu daga gossins en síðar við tvístrun kviku í andrúmslofti þegar gígbarmarnir héldu vatni frá gosrásinni og hraun rann niður Gígjökul. Engin sýru...

Fleiri niðurstöður