Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er hægt að búa til súrefni í vélum?

ÞV

Súrefni (oxygen, O) er eitt af frumefnunum (elements), en frumefni í náttúrunni eru samtals um 90 eftir því hvernig talið er. Léttasta frumefnið er vetni (hydrogen, H) sem hefur massatölu 1 en þyngstu atóm frumefna hafa massatölu um 240. Massatala súrefnis er 16 svo að við sjáum að það er frekar létt.

Frumefni er ekki hægt að búa til úr öðrum efnum með aðferðum efnafræðinnar og súrefni er ekki hægt að búa til, enn sem komið er, með neinum aðferðum sem eru á mannlegu valdi.

Frumefni mynda efnasambönd (compounds) eins og til dæmis vatn sem er saman sett úr vetni (hydrogen, H) og súrefni. Sameind (molecule) vatns er táknuð með H2O sem þýðir að í henni eru tvo vetnisatóm og eitt súrefnisatóm. Hægt er að kljúfa þessa sameind, til dæmis með rafgreiningu (electrolysis), en þá myndast óbundið vetni og súrefni en við mundum væntanlega ekki kalla það að „búa til“ súrefni.

Eitt frumefni getur breyst í annað með svokölluðum kjarnahvörfum (nuclear reactions) sem gerast til dæmis í sólstjörnum, kjarnorkusprengjum og kjarnorkuverum. Súrefnið í kringum okkur hefur upphaflega orðið til í sólstjörnum. Kjarnahvörf í kjarnorkuvopnum eru tvenns konar. Annars vegar er kjarnaklofnun þar sem þungir atómkjarnar klofna í aðra léttari sem hafa þá massatölu á bilinu 100-150 eða svo þannig að súrefni er ekki þar á meðal. Hins vegar er kjarnasamruni þar sem vetniskjarnar renna saman og mynda þyngri kjarna. Menn hafa þó aðeins náð að búa til nokkra léttustu kjarnana með þessu móti, þannig að súrefni er ekki heldur þar á meðal. Í kjarnorkuverum fer aðeins fram kjarnaklofnun og gildir þar það sem áður var sagt um hana.

Þetta leiðir okkur til þeirrar niðurstöðu sem sett var fram í upphafi svarsins, að það er ekki á mannlegu valdi að búa til súrefni úr öðrum frumefnum að svo stöddu, hvað sem síðar kann að verða.

Hægt er að finna meiri fróðleik um þessi mál með því að smella á efnisorðin hér fyrir neðan.

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

12.5.2006

Spyrjandi

Ingvi Þór Hermannsson

Tilvísun

ÞV. „Er hægt að búa til súrefni í vélum?“ Vísindavefurinn, 12. maí 2006, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5912.

ÞV. (2006, 12. maí). Er hægt að búa til súrefni í vélum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5912

ÞV. „Er hægt að búa til súrefni í vélum?“ Vísindavefurinn. 12. maí. 2006. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5912>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er hægt að búa til súrefni í vélum?
Súrefni (oxygen, O) er eitt af frumefnunum (elements), en frumefni í náttúrunni eru samtals um 90 eftir því hvernig talið er. Léttasta frumefnið er vetni (hydrogen, H) sem hefur massatölu 1 en þyngstu atóm frumefna hafa massatölu um 240. Massatala súrefnis er 16 svo að við sjáum að það er frekar létt.

Frumefni er ekki hægt að búa til úr öðrum efnum með aðferðum efnafræðinnar og súrefni er ekki hægt að búa til, enn sem komið er, með neinum aðferðum sem eru á mannlegu valdi.

Frumefni mynda efnasambönd (compounds) eins og til dæmis vatn sem er saman sett úr vetni (hydrogen, H) og súrefni. Sameind (molecule) vatns er táknuð með H2O sem þýðir að í henni eru tvo vetnisatóm og eitt súrefnisatóm. Hægt er að kljúfa þessa sameind, til dæmis með rafgreiningu (electrolysis), en þá myndast óbundið vetni og súrefni en við mundum væntanlega ekki kalla það að „búa til“ súrefni.

Eitt frumefni getur breyst í annað með svokölluðum kjarnahvörfum (nuclear reactions) sem gerast til dæmis í sólstjörnum, kjarnorkusprengjum og kjarnorkuverum. Súrefnið í kringum okkur hefur upphaflega orðið til í sólstjörnum. Kjarnahvörf í kjarnorkuvopnum eru tvenns konar. Annars vegar er kjarnaklofnun þar sem þungir atómkjarnar klofna í aðra léttari sem hafa þá massatölu á bilinu 100-150 eða svo þannig að súrefni er ekki þar á meðal. Hins vegar er kjarnasamruni þar sem vetniskjarnar renna saman og mynda þyngri kjarna. Menn hafa þó aðeins náð að búa til nokkra léttustu kjarnana með þessu móti, þannig að súrefni er ekki heldur þar á meðal. Í kjarnorkuverum fer aðeins fram kjarnaklofnun og gildir þar það sem áður var sagt um hana.

Þetta leiðir okkur til þeirrar niðurstöðu sem sett var fram í upphafi svarsins, að það er ekki á mannlegu valdi að búa til súrefni úr öðrum frumefnum að svo stöddu, hvað sem síðar kann að verða.

Hægt er að finna meiri fróðleik um þessi mál með því að smella á efnisorðin hér fyrir neðan....