Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 869 svör fundust
Hverjir eru helstu sálrænu varnarhættirnir?
Hugmyndin um varnarhætti á uppruna sinn í sálfræðikenningum sálgreinandans Sigmunds Freuds (1856-1939) og var síðar þróuð áfram af dóttur hans, Önnu Freud (1895-1982), sem einnig var sálgreinandi. Kenningar Freuds (og annarra sálgreinenda), þar á meðal um varnarhættina, eru vægast sagt umdeildar innan sálfræði og ...
Hversu margir deyja úr óbeinum reykingum?
Fyrst skal bent á yfirgripsmikla samantekt um tengsl beinna og óbeinna reykinga og lungnakrabbameins í riti Alþjóðlegu rannsóknarstofnunarinnar í krabbameinsfræðum (IARC) og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) frá árinu 2004. Þar kemur fram að enginn vafi leikur lengur á því að óbeinar reykingar valda raunv...
Er hættulegt að taka of mikið af vítamínum?
Til þess að líkaminn geti starfað eðlilega þurfum við að fá 13 mismunandi vítamín út fæðunni sem við neytum. Þessi vítamín gegna margvíslegum hlutverkum í líkamanum og skorti eitthvert þeirra er hætta á hörgulsjúkdómi. Vítamín skiptast í vatnsleysanleg vítamín annars vegar og fituleysanleg hins vegar. Til vat...
Hvernig kyngjum við og af hverju eigum við stundum erfitt með að kyngja?
Á hverjum degi kyngir maður um 1500 ml af mat og drykk auk munnvatns, sem er mælt á annan lítra á sólarhring. Fjöldi kynginga á dag er talinn vera um 600; 200 kyngingar fara fram við neyslu matar og drykkjar, og um 400 án þess að einhvers sé neytt samhliða, þar af 350 á daginn og 50 á nóttunni. Eðlileg kyngin...
Hvað getur þú sagt mér um peléeísk og plínísk eldgos?
Eldgos eru flokkuð á ýmsa vegu. Einna algengast er að nota aðferð George P.L. Walker, en hann flokkaði eldgos í hawaiisk (basísk hraungos), stombólsk (sprengivirk hraungos), vúlkönsk (stopul sprengivirkni með eða án hraungúls) og plínísk (sem hafa verið nefnd þeytigos á íslensku). Einnig eru tveir flokkar þar sem ...
Hvað er salmonella?
Salmonella er baktería með yfir 2000 afbrigði (sermisgerðir). Algengastar hér á landi eru S. Enteritidis og S. Typhimurium og er uppruni smits oftast af erlendum toga. Stærstu hópsýkingarnar hérlendis á síðastliðnum árum voru árið 1996 af völdum S. Enteritidis í eggjum (rjómabollufaraldurinn) og árið 2000, þegar S...
Getur maður orðið sólbrúnn í gegnum gler?
Eins og kemur fram í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni Hvers vegna verðum við brún af því að vera mikið í sól? eru það útfjólubláir geislar sólarinnar sem virkja litfrumur í húðinni og valda því að húðin dekkist og verður sólbrún. Útfjólublátt ljós er rafsegulgeislun með öldulengdina 100-400 nm ...
Getið þið sagt mér hvar landamæri Evrópu liggja?
Skipting þurrlendis jarðar í heimsálfur er ekki náttúrulögmál heldur eingöngu hugmyndir manna sem hafa þróast öldum saman og tekið breytingum í takt við breytingar á heimsmyndinni. Eins og með önnur mannanna verk er þessi skipting langt frá því að vera óumdeild. Það er ekki aðeins deilt um það hvar mörk á milli he...
Hvaða áhrif, góð eða slæm, geta framandi lífverur haft á vistkerfi?
Samgöngur hafa batnað gríðarlega og flutningar fólks og varnings um heiminn hafa aukist mjög á síðustu öld og raunar síðustu öldum. Ein afleiðing þessara flutninga er að ýmsar tegundir plantna og dýra hafa verið flutt út fyrir sín náttúrulegu heimkynni, ýmist viljandi eða óviljandi, og til svæða sem áður voru þeim...
Er sýking í nýrum hættuleg?
Sýking í nýrum er undirtegund þvagfærasýkinga sem kallast nýra- og skjóðubólga (e. pyelonephritis). Oftast á sýkingin uppruna sinn í þvagrás eða þvagblöðru og kemst þaðan upp í nýrun. Sýking í nýrum er nokkuð algengt vandamál, sérstaklega hjá ungum konum, líkt og almennt gildir um þvagfærasýkingar. Nauðsynlegt er ...
Af hverju verður blanda af maíssterkju og vatni að föstu efni við högg?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvað veldur því að blanda af maíssterkju og vatni verður fast efni við högg og hvers vegna dansar hún á hátalara við lága tíðni? Maíssterkja blönduð með vatni er dæmi um svokallaðan ó-Newtonskan (e. non-Newtonian) vökva. Slíkur vökvi á það til að breyta þykkt (seigj...
Eru jarðskjálftar tengdir Kverkfjöllum?
Jarðskjálftavirkni í tengslum við Kverkfjallaeldstöðina er ekki mikil. Á skjálftakorti (sjá mynd hér fyrir neðan) má raunar sjá þyrpingu skjálfta í Kverkfjöllum. Virknin er fremur þrálát en skjálftarnir verða sjaldan stórir. Þeir bera einkenni hátíðniskjálfta og hafa yfirleitt mjög skýrar og skarpar S-bylgjur, sem...
Ég bý í Grafarvogi og sé ljós í Breiðholti og víðar titra og flökta. Hvers vegna?
Upprunalega spurningin hljóðaði svo:Ég bý í Grafarvoginum á 5. hæð í blokk. Í heiðskíru veðri sé ég ljós í Breiðholtinu og víðar. Mig langar að vita hvers vegna ég sé ljós, sem eru lengst í burtu, titra eða flökta. Það er líka misjafnt hvort þetta sé snemma morguns eða seint á kvöldin. Mest er þetta áberandi í köl...
Hvernig lýsir botnlangabólga sér?
Botnlangabólga er algengasta orsök skurðaðgerða meðal vestrænna þjóða. Botnlangabólga er talin vera menningarsjúkdómur þar sem hún er óalgeng meðal íbúa þjóða sem búa við kröpp kjör. Allir geta fengið botnlangabólgu en hún er sjaldgæfari hjá börnum yngri en 2 ára og eldra fólki. Sjúkdómurinn er algengastur milli 2...
Hvenær er minkurinn grimmastur og af hverju?
Minkurinn (Mustela vison) er rándýr og öll rándýr éta önnur dýr en það þýðir þó ekki endilega að þau séu grimm. Öll villt rándýr geta sýnt árásargjarna hegðun ef þau eru svöng eða þeim er ógnað. Minkurinn stundar stundum afrán umfram þarfir (e. surplus/superfluous killing) sem þekkist einnig meðal fjölda annarr...