Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Eru jarðskjálftar tengdir Kverkfjöllum?

Magnús Tumi Guðmundsson, Þorvaldur Þórðarson, Guðrún Larsen, Páll Einarsson, Ármann Höskuldsson og Páll Imsland

Jarðskjálftavirkni í tengslum við Kverkfjallaeldstöðina er ekki mikil. Á skjálftakorti (sjá mynd hér fyrir neðan) má raunar sjá þyrpingu skjálfta í Kverkfjöllum. Virknin er fremur þrálát en skjálftarnir verða sjaldan stórir. Þeir bera einkenni hátíðniskjálfta og hafa yfirleitt mjög skýrar og skarpar S-bylgjur, sem táknar að þær hafa farið um fasta jarðskorpu. Skjálftaþyrpingin er greinilega tengd nyrðri öskju Kverkfjalla en ekki þeirri syðri. Þessi dreifing skjálftanna fer saman við jarðhita og gæti bent til þess að skjálftarnir stafi af varmanámi í jarðskorpunni fremur en kvikuhreyfingum í rótum eldstöðvarinnar.

Upptök jarðskjálfta af stærð 2 og yfir á Íslandi á tímabilinu 1994-2006.

Hrina óvenju djúpra jarðskjálfta undir Upptyppingum og Álftadalsdyngju hófst í febrúar 2007 og stóð yfir með hléum í meira en ár. Skjálftarnir voru á 13-19 kílómetra dýpi.[1] Þessi virkni er óvenjuleg enda eru upptök skjálfta á Íslandi yfirleitt ekki á svo miklu dýpi. Virknin er talin tengjast kvikuinnskotum í neðri hluta jarðskorpunnar.

Jökulhlaup hafa sannarlega runnið um Kverkhnjúkasvæðið til Jökulsár á Fjöllum. Hlaupfarvegir sem kvíslast á milli móbergshryggjanna hafa verið kortlagðir að hluta.[2] Þeir hverfa undir jökulruðning sem Kverkjökull skildi eftir, þegar hann hörfaði frá mestu útbreiðslu á nútíma. Augljóst er að hlaupin komu frá Kverkfjöllum, undan Kverkjökli og ef til vill að hluta niður norðausturhlíð Kverkfjalla. Ummerki hafa fundist eftir tvö allstór hlaup, það eldra er jafngamalt eldgosi á Biskupsfellsgossprungunni en hitt eitthvað yngra. Talið er víst að eldgos í Kverkfjöllum hafi orsakað bæði hlaupin.[3] Jafnframt er bent á að meginvatnsmagnið í jökulhlaupum vegna eldgosa í suðurhluta Kverkfjalla komi fram undan austurjaðri Dyngjujökuls en aðeins hluti þess hafi runnið um Kverkhnjúka. Hlaupfarvegirnir í Kverkhnjúkum sýna ótvírætt að gos í Kverkfjöllum hafa valdið hlaupum í Jökulsá á Fjöllum en veita takmarkaðar upplýsingar um stærð þeirra.

Umhverfisbreytingar af völdum gosa á Kverkfjallakerfi kunna að hafa orðið vegna jökulhlaupa en á þessu stigi verða þau þó ekki greind frá þeim sem gos í öðrum eldstöðvakerfum hafa valdið, til dæmis undir Dyngjujökli. Vatnsborð lónsins Gengissigs í Vestari-Kverkfjöllum er oftast stöðugt en stundum lokast fyrir útrennsli og vatn safnast fyrir. Á nokkurra ára bili hafa því komið jökulhlaup undan Kverkjökli. Þau falla í Jökulsá á Fjöllum og hafa ekki valdið skaða svo vitað sé. Hlaupin eru þó mjög snögg og hámarksrennsli þeirra nokkur hundruð rúmmetrar á sekúndu, svipað og Jökulsáin sjálf í drjúgu sumarvatni. Þessi hlaup gætu reynst hættuleg ferðamönnum við Kverkjökul, en mannvirki og vegir eru ekki í hættu. Hreyfingar á misgengjum við Kárahnjúka kynnu að valda einhverjum skemmdum á Kárahnjúkavirkjun en slíkar hreyfingar hafa ekki orðið þar í nokkur þúsund ár.

Tilvísanir:
  1. ^ Martens og fleiri, 2010. Dense seismic network provides new insight into the 2007 Upptyppingar dyke intrusion. Jökull, 60, 47-66.
  2. ^ Waitt, R. B., 2002. Great Holocene floods along Jökulsá á Fjöllum, north Iceland. Flood and Megaflood Processes and Deposits: Recent and Ancient Examples. (P. I. Martini, V. R. Baker og G. Garzon ritstjórar). Special Publications of the International Association of Sedimentologists. Blackwell Science, Oxford, 37-51.
    ^Carrivick og fleiri, 2004. Geomorphological evidence for jökulhlaups from Kverkfjöll volcano, Iceland. Geomorphology, 63, 81-102.
  3. ^ Carrivick og fleiri, 2004. Geomorphological evidence for jökulhlaups from Kverkfjöll volcano, Iceland. Geomorphology, 63, 81-102.


Texta þessa svars má finna í bókinni Náttúruvá á Íslandi: Eldgos og jarðskjálftar og er hér birtur með góðfúslegu leyfi. Myndin eru fengin úr sama riti, bls. 62.

Höfundar

Magnús Tumi Guðmundsson

prófessor í jarðeðlisfræði við HÍ

Þorvaldur Þórðarson

eldfjallafræðingur á Jarðvísindastofnun HÍ

Guðrún Larsen

jarðfræðingur á Jarðvísindastofnun HÍ

Páll Einarsson

prófessor emeritus í jarðeðlisfræði við HÍ

Ármann Höskuldsson

eldfjallafræðingur við Jarðvísindastofnun Háskólans

Páll Imsland

jarðfræðingur

Útgáfudagur

15.5.2014

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Magnús Tumi Guðmundsson, Þorvaldur Þórðarson, Guðrún Larsen, Páll Einarsson, Ármann Höskuldsson og Páll Imsland. „Eru jarðskjálftar tengdir Kverkfjöllum?“ Vísindavefurinn, 15. maí 2014, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=66086.

Magnús Tumi Guðmundsson, Þorvaldur Þórðarson, Guðrún Larsen, Páll Einarsson, Ármann Höskuldsson og Páll Imsland. (2014, 15. maí). Eru jarðskjálftar tengdir Kverkfjöllum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=66086

Magnús Tumi Guðmundsson, Þorvaldur Þórðarson, Guðrún Larsen, Páll Einarsson, Ármann Höskuldsson og Páll Imsland. „Eru jarðskjálftar tengdir Kverkfjöllum?“ Vísindavefurinn. 15. maí. 2014. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=66086>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Eru jarðskjálftar tengdir Kverkfjöllum?
Jarðskjálftavirkni í tengslum við Kverkfjallaeldstöðina er ekki mikil. Á skjálftakorti (sjá mynd hér fyrir neðan) má raunar sjá þyrpingu skjálfta í Kverkfjöllum. Virknin er fremur þrálát en skjálftarnir verða sjaldan stórir. Þeir bera einkenni hátíðniskjálfta og hafa yfirleitt mjög skýrar og skarpar S-bylgjur, sem táknar að þær hafa farið um fasta jarðskorpu. Skjálftaþyrpingin er greinilega tengd nyrðri öskju Kverkfjalla en ekki þeirri syðri. Þessi dreifing skjálftanna fer saman við jarðhita og gæti bent til þess að skjálftarnir stafi af varmanámi í jarðskorpunni fremur en kvikuhreyfingum í rótum eldstöðvarinnar.

Upptök jarðskjálfta af stærð 2 og yfir á Íslandi á tímabilinu 1994-2006.

Hrina óvenju djúpra jarðskjálfta undir Upptyppingum og Álftadalsdyngju hófst í febrúar 2007 og stóð yfir með hléum í meira en ár. Skjálftarnir voru á 13-19 kílómetra dýpi.[1] Þessi virkni er óvenjuleg enda eru upptök skjálfta á Íslandi yfirleitt ekki á svo miklu dýpi. Virknin er talin tengjast kvikuinnskotum í neðri hluta jarðskorpunnar.

Jökulhlaup hafa sannarlega runnið um Kverkhnjúkasvæðið til Jökulsár á Fjöllum. Hlaupfarvegir sem kvíslast á milli móbergshryggjanna hafa verið kortlagðir að hluta.[2] Þeir hverfa undir jökulruðning sem Kverkjökull skildi eftir, þegar hann hörfaði frá mestu útbreiðslu á nútíma. Augljóst er að hlaupin komu frá Kverkfjöllum, undan Kverkjökli og ef til vill að hluta niður norðausturhlíð Kverkfjalla. Ummerki hafa fundist eftir tvö allstór hlaup, það eldra er jafngamalt eldgosi á Biskupsfellsgossprungunni en hitt eitthvað yngra. Talið er víst að eldgos í Kverkfjöllum hafi orsakað bæði hlaupin.[3] Jafnframt er bent á að meginvatnsmagnið í jökulhlaupum vegna eldgosa í suðurhluta Kverkfjalla komi fram undan austurjaðri Dyngjujökuls en aðeins hluti þess hafi runnið um Kverkhnjúka. Hlaupfarvegirnir í Kverkhnjúkum sýna ótvírætt að gos í Kverkfjöllum hafa valdið hlaupum í Jökulsá á Fjöllum en veita takmarkaðar upplýsingar um stærð þeirra.

Umhverfisbreytingar af völdum gosa á Kverkfjallakerfi kunna að hafa orðið vegna jökulhlaupa en á þessu stigi verða þau þó ekki greind frá þeim sem gos í öðrum eldstöðvakerfum hafa valdið, til dæmis undir Dyngjujökli. Vatnsborð lónsins Gengissigs í Vestari-Kverkfjöllum er oftast stöðugt en stundum lokast fyrir útrennsli og vatn safnast fyrir. Á nokkurra ára bili hafa því komið jökulhlaup undan Kverkjökli. Þau falla í Jökulsá á Fjöllum og hafa ekki valdið skaða svo vitað sé. Hlaupin eru þó mjög snögg og hámarksrennsli þeirra nokkur hundruð rúmmetrar á sekúndu, svipað og Jökulsáin sjálf í drjúgu sumarvatni. Þessi hlaup gætu reynst hættuleg ferðamönnum við Kverkjökul, en mannvirki og vegir eru ekki í hættu. Hreyfingar á misgengjum við Kárahnjúka kynnu að valda einhverjum skemmdum á Kárahnjúkavirkjun en slíkar hreyfingar hafa ekki orðið þar í nokkur þúsund ár.

Tilvísanir:
  1. ^ Martens og fleiri, 2010. Dense seismic network provides new insight into the 2007 Upptyppingar dyke intrusion. Jökull, 60, 47-66.
  2. ^ Waitt, R. B., 2002. Great Holocene floods along Jökulsá á Fjöllum, north Iceland. Flood and Megaflood Processes and Deposits: Recent and Ancient Examples. (P. I. Martini, V. R. Baker og G. Garzon ritstjórar). Special Publications of the International Association of Sedimentologists. Blackwell Science, Oxford, 37-51.
    ^Carrivick og fleiri, 2004. Geomorphological evidence for jökulhlaups from Kverkfjöll volcano, Iceland. Geomorphology, 63, 81-102.
  3. ^ Carrivick og fleiri, 2004. Geomorphological evidence for jökulhlaups from Kverkfjöll volcano, Iceland. Geomorphology, 63, 81-102.


Texta þessa svars má finna í bókinni Náttúruvá á Íslandi: Eldgos og jarðskjálftar og er hér birtur með góðfúslegu leyfi. Myndin eru fengin úr sama riti, bls. 62.

...