Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvenær er talið að Jökulsá á Fjöllum hafi byrjað að mynda undirlendi í Öxarfirði með framburði sínum?

Sigurður Steinþórsson

Sennilegast er að Jökulsá á Fjöllum hafi byrjað að bera set í Öxarfjörð þegar í ísaldarlok, fyrir 12.000 árum eða svo. Þetta má sýna fram á með því að skoða malarhjalla sem myndast þar sem straumvötn renna í sjó eða stöðuvötn. Í ísaldarlokin urðu hraðar sjávarstöðubreytingar: fyrst stóð sjór hátt miðað við núverandi sjávarstöðu vegna þess að jöklarnir höfðu þrýst landinu niður, og þegar þeir bráðnuðu flæddi sjórinn inn yfir landið.

Þetta tók þó aðeins 500-1000 ár, en þá mynduðust strandlínur í allt að 110 m hæð. Í Öxarfirði munu hæstu strandlínur vera í um það bil 50 m hæð. Næst reis landið úr sæ og var sjávarborð þá um 30 m neðan við núverandi sjávarstöðu - þetta sést af rofflötum og malarhjöllum á 30 m dýpi - en síðan reis sjávaryfirborð smám saman að núverandi stöðu.

Þegar jöklarnir voru mestir náðu þeir alveg fram á landgrunnsbrún og undir þeim var ber klöppin, því að jöklarnir óku öllu lauslegu á undan sér. Ísaldarlokin urðu með allmikilli skyndingu, jöklar hopuðu hratt og bræðsluvatnið myndaði gríðarlegar jökulár. Færð hafa verið að því rök að Jökulsárgljúfur og Ásbyrgi hafi myndast í „hamfarahlaupum" sem svo eru nefnd - gríðarlegum hlaupum sem verða þegar heilt stöðuvatn tæmist skyndilega. Slík hlaup hafa feiknarlegan rofmátt samanborið við venjuleg straumvötn. Talið var að hlaup þessi hefðu tengst ísaldarlokunum - nefnilega að jökulstíflur hefðu brostið og valdið hamfarahlaupum - en rannsóknir á gjóskulögum sanna að Jökulsá hefur flætt langt yfir bakka sína og um Ásbyrgi fyrir minna en 2800 árum. (Gjóskulagið Hekla-3, sem féll fyrir 2800 árum, finnst ekki í jarðvegi).



Mynd: Icelandictravels: An Account of an Expedition to Iceland

Höfundur

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

30.8.2001

Spyrjandi

Edda Kristjánsdóttir

Tilvísun

Sigurður Steinþórsson. „Hvenær er talið að Jökulsá á Fjöllum hafi byrjað að mynda undirlendi í Öxarfirði með framburði sínum?“ Vísindavefurinn, 30. ágúst 2001, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1853.

Sigurður Steinþórsson. (2001, 30. ágúst). Hvenær er talið að Jökulsá á Fjöllum hafi byrjað að mynda undirlendi í Öxarfirði með framburði sínum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1853

Sigurður Steinþórsson. „Hvenær er talið að Jökulsá á Fjöllum hafi byrjað að mynda undirlendi í Öxarfirði með framburði sínum?“ Vísindavefurinn. 30. ágú. 2001. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1853>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvenær er talið að Jökulsá á Fjöllum hafi byrjað að mynda undirlendi í Öxarfirði með framburði sínum?
Sennilegast er að Jökulsá á Fjöllum hafi byrjað að bera set í Öxarfjörð þegar í ísaldarlok, fyrir 12.000 árum eða svo. Þetta má sýna fram á með því að skoða malarhjalla sem myndast þar sem straumvötn renna í sjó eða stöðuvötn. Í ísaldarlokin urðu hraðar sjávarstöðubreytingar: fyrst stóð sjór hátt miðað við núverandi sjávarstöðu vegna þess að jöklarnir höfðu þrýst landinu niður, og þegar þeir bráðnuðu flæddi sjórinn inn yfir landið.

Þetta tók þó aðeins 500-1000 ár, en þá mynduðust strandlínur í allt að 110 m hæð. Í Öxarfirði munu hæstu strandlínur vera í um það bil 50 m hæð. Næst reis landið úr sæ og var sjávarborð þá um 30 m neðan við núverandi sjávarstöðu - þetta sést af rofflötum og malarhjöllum á 30 m dýpi - en síðan reis sjávaryfirborð smám saman að núverandi stöðu.

Þegar jöklarnir voru mestir náðu þeir alveg fram á landgrunnsbrún og undir þeim var ber klöppin, því að jöklarnir óku öllu lauslegu á undan sér. Ísaldarlokin urðu með allmikilli skyndingu, jöklar hopuðu hratt og bræðsluvatnið myndaði gríðarlegar jökulár. Færð hafa verið að því rök að Jökulsárgljúfur og Ásbyrgi hafi myndast í „hamfarahlaupum" sem svo eru nefnd - gríðarlegum hlaupum sem verða þegar heilt stöðuvatn tæmist skyndilega. Slík hlaup hafa feiknarlegan rofmátt samanborið við venjuleg straumvötn. Talið var að hlaup þessi hefðu tengst ísaldarlokunum - nefnilega að jökulstíflur hefðu brostið og valdið hamfarahlaupum - en rannsóknir á gjóskulögum sanna að Jökulsá hefur flætt langt yfir bakka sína og um Ásbyrgi fyrir minna en 2800 árum. (Gjóskulagið Hekla-3, sem féll fyrir 2800 árum, finnst ekki í jarðvegi).



Mynd: Icelandictravels: An Account of an Expedition to Iceland

...